Karlalið Blakfélags Fjallabyggðar lék við Aftureldingu(B-lið) úr Mosfellsbæ í dag í Benectadeildinni í blaki. Afturelding er um miðja deild en liðið vann Völsung á Húsavík í gær 1-3. Leikurinn fór fram á Siglufirði og var ágæt mæting í áhorfendastúkuna.  Afturelding er einnig með lið í Mizuno deildinni en B-liðið þeirra keppir í Benectadeildinni.

Tvær bræður voru að berjast í þessum leik en þeir Patrik og Eduard leika með liði BF og Aftureldingu en voru áður samherjar hjá BF.

Í fyrstu hrinu voru liðin jöfn framan af en BF náði svo góðum kafla um miðja hrinuna og náði góðu forskoti og leiddi út hrinuna. Afturelding komst í 7-10 en þá skoraði BF átta stig í röð og breyttu stöðunni í 15-10.  Afturelding neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn í 17-16 og 20-18. BF var áfram með frumkvæðið og komust í 22-18 en Afturelding minnkaði muninn í 22-20 og tóku heimamenn leikhlé. Afturelding skoraði næstu þrjú stig og voru komnir í vænlega stöðu 22-23 þegar BF tók aftur leikhlé. BF voru sterkari í lokin og skoruðu síðustu þrjú stigin og kláruðu hrinuna 25-23 og komust yfir 1-0.

BF voru með meiri yfirburði í annarri hrinunni og leiddu allan tímann og náðu strax ágætu forskoti. BF komst í 7-2, 9-3 og 13-5. Gestirnir minnkuðu muninn í 15-9 og 18-13 en forskotið var of mikið og komst BF létt í gegnum þessa hrinu og unnu 25-18 og voru komnir í 2-0.

Þriðja hrina var jöfn eins og sú fyrsta og skiptust liðin á að leiða með nokkrum stigum.  Afturelding leiddi fram í miðja hrinu en þá seig BF framúr og náði nokkra stiga forskoti. Í upphafi komst Afturelding í 2-4, 5-8 og 7-10.  BF komu nú sterkir til baka og skoruðu 5 stig í röð og komust yfir 12-10.  BF hélt þessu forskoti áfram en aftur var jafnt í 17-17 og skoraði nú BF fjögur stig í röð og komust í 21-17.  Gestirnir minnkuðu muninn í 22-20 og 24-22 en BF voru sterkari í blálokin og unnu 25-22 og sannfærandi 3-0 sigur á góðu liði Aftureldingar.

Það vakti athygli að lið Aftureldingar tók ekkert leikhlé í leiknum þrátt fyrir góða kafla hjá BF sem hefði verið upplagt að brjóta upp með pásu. En mögulega lá þeim bara á að komast í flug eða rútu? Hver veit. Frábær sigur hjá heimamönnum í dag sem eru í 2. sæti með 9 sigra í 13 leikjum.