BF tapaði gegn Aftureldingu í blaki

Blakfélag Fjallabyggðar mætti ungu strákunum úr Aftureldingu í Íslandsmóti 1. deildar karla í blaki dag, en leikið var á Siglufirði. Fyrsta hrinan var mjög jöfn og endaði með sigri gestanna, 23-25. Í hrinu tvö sem var ekki síður spennandi og jöfn voru það heimamenn sem voru sterkari á lokasprettinum unnu hrinuna 27-25 og staðan orðin 1-1. Þriðja hrina var einnig hnífjöfn og endaði með sigri gestanna, 23-25 og staðan 1-2 fyrir Aftureldingu. Í fjórðu hrinunni voru ungu strákarnir úr Aftureldingu sterkari aðilinn og unnu nokkuð örugglega 16-25 og leikinn þar með 1-3.