Kvennalið Blakfélags Fjallabyggðar og Vestri mættust í Íþróttahúsinu á Siglufirði í dag í Benecta deildinni í blaki.  Úr varð langur og jafn leikur sem endaði í fimm hrinum í maraþon viðureign sem stóð yfir í 130 mínútur.

BF byrjaði fyrstu hrinuna með ágætum og komst í 5-1 og 9-4 og voru spilið að ganga vel upp. Í stöðunni 12-6 þá tók þjálfari Vestra leikhlé enda gekk liðinu ekki vel gegn heimaliðinu. BF komst í 21-13 og var útlit fyrir að liðið myndi vinna fyrstu hrinuna örugglega, en Vestra-vélin hrökk í gang og skoraði fjögur stig í röð og breytti stöðunni í 21-17.  BF tók leikhlé og komst í 24-18 og var hársbreidd frá að klára leikinn, en Vestra konur gerðu hið ómögulega og skoruðu 8 stig í röð og unnu óvænt fyrstu hrinuna, 24-26. Þjálfari BF tók leikhléi í stöðunni 24-21 ,en allt kom fyrir ekki.

Önnur hrina var líka jöfn og spennandi og byrjaði Vestri núna með ágætum og komst í 1-4 en BF komst fljótt inn í leikinn og tók forystu og leiddu mestallan tímann og komust í 6-4 og 12-9 og tók þá Vestri sitt fyrsta leikhlé í hrinunni. Jafnræði var með liðunum í framhaldinu og var staðan jöfn í 14-14 og 16-16 en þá tók BF öll völdin á vellinum.  BF stelpur skoruðu nú 7 stig í röð og lögðu grunninn af sigri í hrinunni í stöðunni 23-16. Vestri minnkaði muninn í 24-19, en núna tókst BF stelpum að klára síðasta stigið og unnu 25-19 og var staðan orðin 1-1.

BF stelpur komu einnig öflugar til leiks í þriðju hrinu og byrjuðu með krafti og komust í 7-1 og tók þjálfari Vestra strax leikhlé. Vestri minnkaði muninn í 10-5 og 11-10 og með góðum kafla komust þær yfir 14-15. Mikil orka fór í þennan kafla hjá Vestra og voru BF stelpurnar mun öflugri til loka hrinu og komust í 24-17 og unnu örugglega 25-20, og voru komnar í 2-1.

Fjórða hrinan var einnig jöfn og spennandi og leiddi BF fyrri partinn en þær komust í 9-7 og 12-7 en Vestri tók þá tvö leikhlé með stuttu millibili. Í stöðunni 17-14 skoraði Vestri fimm stig í röð og komust yfir í stöðunni 17-19. Jafnt var í 19-19 en Vestri var sterkari á lokakaflanum og unnu 20-25 og var staðan orðin 2-2 í þessum æsispennandi leik.

Leikurinn fór í oddahrinu sem var gríðarlega jöfn og spennandi og fór í margfalda upphækkun og stóð yfir í 29 mínútur.  Vestri hafði undirtökin í upphafi og komst í 4-11 en BF minnkaði muninn í 10-12 og neituðu að gefast upp. Aftur var Vestri hársbreidd frá sigri en þær voru komnar í 10-14 og þurftu aðeins eitt stig til viðbótar. BF stelpur skoruðu þá fimm stig í röð og komust yfir 15-14 og þurftu þær nú aðeins eitt stig til að sigra leikinn. Mjög jafnt var á öllum næstu tölum og í stöðunni 21-21 náði Vestri tveimur dýrmætum stigum í röð og unnu hrinuna 21-23 og leikinn 2-3.

Gríðarlega svekkjandi tap hjá BF í þessum jafna og spennandi leik.