Besti leikmaður Tindastóls í sumar, Edvard Börkur Óttharsson hefur gengið frá þriggja ára samningi við sitt uppeldisfélag Val í Reykjavík.
Edvard kom til Tindastóls sumarið 2011 en þá spilaði hann aðallega fyrir 2.flokk Tindastóls en hann spilaði þó 5.leiki fyrir meistaraflokk félagsins. Í sumar spilaði hann lykilhlutverk í liði Tindastóls, spilaði 20 leiki í fyrstu deildinni.