Bensínlíterinn hefur hækkað mikið á undanförnum dögum og vikum og er nú kominn yfir 300 krónur á Norðurlandi. Á N1 stöðvum í Staðarskála, Blönduósi, Sauðárkróki, Akureyri, Ásbyrgi og Víðihlíð á N1 kostar hann 303,9 kr. Hjá Olís á Norðurlandi kostar líterinn 303,8 í Ólafsfirði, Siglufirði, Skagaströnd, Húsavík og Dalvík. Í OB í Varmahlíð, Sauðárkróki og Húsavík kostar líterinn 300,9. Hjá Atlantsolíu á Akureyri kostar líterinn 300,9.

Ódýrasti bensín líterinn á Norðurlandi er á OB Hlíðarbraut á Akureyri, 269,9 kr. Það getur því borgað sig að taka smá bíltúr til að sækja ódýrt bensín en samkeppnin er hörð á Akureyri.

Atlantsolía á Baldursnesi á Akureyri er einnig með ódýrasta lítrann eða 269,9 kr.

Hjá N1 á Akureyri á Tryggvabraut kostar líterinn 270,9 kr.

Hjá OB við Sjafnargötu á Akureyri kostar líterinn 294,9.

Þetta kemur fram í upplýsingum á vefnum gasvaktin.is.