Beint flug milli Akureyrar og Keflavíkur hættir

Frá og með 15. maí 2018 hætt­ir flug­fé­lagið Air Ice­land Conn­ect að fljúga milli Ak­ur­eyr­ar og Kefla­vík­ur.  Að meðaltali er flogið fimm til sex sinn­um í viku frá Ak­ur­eyri til Kefla­vík­ur til að ná morg­un­flug­inu frá Kefla­vík. Þetta er sam­kvæmt vetr­aráætl­un flug­fé­lags­ins. Of lítil eftirspurn og lág sætanýting er ástæðan fyrir þessu en illa hefur tekist að ná til erlendra ferðamanna í þetta flug. Akureyringar hafa verið í meirihluta af þeim sem nýtt hafa sér þessar ferðir. Vefurinn Túristi.is greindi fyrst frá þessu.

Flugið er eingöngu ætlað þeim sem að eru á leið í og úr millilandaflugi í Keflavík og geta farþegar sem nýta sér þessa þjónustu því ferðast alla leið frá Akureyri til endanlegs áfangastaðar.