Fjallabyggð leitaði nýverið tilboða í endurnýjun á þakdúki á húsnæði Menntaskólans á Tröllaskaga í Ólafsfirði. Alls bárust þrjú tilboð en kostnaðaráætlun fyrir verkið var 9.083.500 kr. Talsverður munur var á hæsta tilboðinu og tveimur lægstu. Fjallabyggð hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðenda sem er BB Byggingar ehf en tilboð þeirra hljóðaði upp á 8.976.250 kr.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Ferningar ehf kr. 14.585.680
L7 ehf kr. 9.627.380
BB Byggingar ehf kr. 8.976.250