Tvö tilboð bárust í endurgerð leikskólalóðar á Leikhólum í Ólafsfirði. Kostnaðaráætlun var 38.965.803 kr, Sölvi Sölvason bauð 43.984.200 kr í verkið og Smári ehf. bauð 47.744.467 kr.
Bæjarráð Fjallabyggð samþykkti að taka tilboði lægstbjóðenda í verkið, sem var Sölvi Sölvason.
Í leikskólanum Leikhólum eru yfir 40 börn á aldrinum 1-5 ára og deildirnar eru þrjár, Álfhóll, Hulduhóll og Tröllahóll.