Bátanámskeiði lýkur á morgun

Þessa vikuna á Siglufirði hefur farið fram námskeið í bátavernd og viðgerð gamalla trébáta á vegum Síldarminjasafnsins í Gamla Slippnum. Síldarminjasafnið hefur á undanförnum árum staðið fyrir slíkum námskeiðum enda er það eitt hlutverka safnsins að standa vörð um forna þekkingu á smíði opinna tréskipa á Íslandi.  Gestum og gangandi er velkomið að líta inn í Slippinn og kynna sér þá áhugaverðu vinnu sem fram fer á námskeiðinu. Námskeiðinu lýkur föstudaginn 7. apríl.

Sex nemendur taka þátt sem koma frá Siglufirði, Stöðvarfirði, Akranesi og Reykjavík og eru ýmist iðnnemar, áhugamenn eða starfsmenn safna.