Fjórða barokkhátíð Barokksmiðju Hólastiftis haldin á Hólum 21.-24. júní 2012.

Áætluð dagskrá

Dagana 18.-20. júní  heldur Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari námskeið á Akureyri. Á námskeiðinu verður farið yfir ýmis atriði í flutningi barokktónlistar. Námskeiðið er einkum hugsað fyrir strengjaleikara en er þó öllum opið.

21. júní, fimmtudagur

 • 10.00-12.00 Þátttakendur drífur að úr öllum áttum. Tækifæri til að hittast og skipuleggja starfið næstu daga.
 • 12.00-12.30 Hádegisverður
 • 12.30-13.15 Hádegistónleikar – umsjón: Vilhjálmur Ingi Sigurðarson
 • 13.30 og fram eftir degi: Söngnámskeið Jóns Þorsteinssonar (staðsetning óákveðin)
 • 13.30 – 15.00 Dansnámskeið – umsjón: Ingibjörg Björnsdóttir
 • 15.00-15.30 Síðdegishressing
 • 15.30 – 16.30 Fyrirlestur – umsjón: Vilhjálmur Ingi Sigurðarson
 • 16.30-18.00 Æfingar
 • 18.30 Kvöldverður
 • 20.00 Tónleikar eða annar viðburður.
 • 21.00 Gengið upp í Gvendarskál þar sem blásið verður í lúðra og jafnvel leikið á fleiri hljóðfæri. Ef ekki viðrar til göngunnar verður henni frestað þar til seint á föstudagskvöld.

 

24. júní, föstudagur

 • 9.00 Morgunleikfimi í umsjón Ingibjargar Björnsdóttur
 • 9.30-12.00 Söngnámskeið Jóns Þorsteinssonar. Hljóðfæraleikurum gefst tækifæri til æfinga. Hvort tveggja, söngnámskeið og æfingar, er opið fyrir öllum sem vilja fylgjast með.
 • 11.00-12.00 Dansnámskeið – Dansnámskeið Ingibjargar Björnsdóttur heldur áfram.
 • 12.00-12.30 Hádegishressing
 • 12.30-13.15 Hádegistónleikar – Umsjón: Eyþór Ingi Jónsson, Lára Sóley Jóhannsdóttir og Sigurður Halldórsson
 • 13.30-15.00 Dansnámskeið – Ingibjörg Björnsdóttir kennir
 • 14.00-15.00 Söngnámskeið Jóns heldur áfram.
 • 15.00-15.30 Síðdegishressing
 • 15.30-16.30 Tónleikar í umsjón Sigurðar Halldórssonar og Japps Schröders
 • 16.45-18.00 Söngnámskeið Jóns heldur áfarm. Tími til ýmissa æfinga (hljómsveit, söngvarar, dansfólk)
 • 18.30 Kvöldverður
 • 20.00     Söngvaka í Auðunarstofu. Dreift verður söngverkum sem æfð verða á staðnum og söngfólk á hátíðinni, t.d. söngnemar Jóns Þorsteinssonar, getur komið fram að vild.

 

25. júní, laugardagur

 • 9.00 Morgunleikfimi í umsjón Ingibjargar Björnsdóttur
 • 9.30-11.00 Dansnámskeið – Ingibjörg Björnsdóttir kennir
 • 11.00-12.00 Æfingar
 • 12.00-12.30 Hádegishressing
 • 12.30-13.15 Hádegistónleikar í Auðunarstofu. Nemendur af námskeiði Hildigunnar Halldórsdóttur leika
 • 13.30-14.30 Dansnámskeið. – Ingibjörg Björnsdóttir kennir
 • 14.30-15.30 Erindi. Umsjón: Petri Arvo
 • 15.00-15.30 Síðdegishressing
 • 15.30-16.45 Hljómsveit hátíðarinnar æfir með dönsurum.
 • 17.00-18.30 Tónleikar: Q Consort.
 • 18.30 Barokkkvöldverður í sal Hólaskóla. Óskað er eftir að þátttakendur á hátíðinni troði upp með ýmis atriði, gamanmál, tónlist, leiklist, ræður eða annað skemmtilegt. Loks verður slegið upp barokkballi með undirleik hljómsveitar hátíðarinnar.

 

26. júní, sunnudagur

 • 11.00 Barokkmessa í Hóladómkirkju
 • 12.30 Hádegishressing.
 • 14.00 Lokatónleikar Barokkhátíðar 2010. Hljómsveit hátíðarinnar leikur og einnig koma fram smærri hópar og sólóistar.