Barnabókasetur verður stofnað við Háskólann á Akureyri í dag. Þar verða stundaðar rannsóknir á barnabókmenntum og lestri. Því er meðal annars ætlað að vinna að framgangi lestrarmenningar meðal barna og ungmenna á Íslandi.
Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt minnkandi áhuga íslenskra barna og unglinga á bóklestri og því þykir lengi hafa verið ljós þörfin fyrir setur sem einblínir á bóklestur og lestrarmenningu þessa aldurshóps. Á degi íslenskrar tungu í fyrra var undirrituð viljayfirlýsing um stofnun Barnabókaseturs við Háskólann á Akureyri og í dag verður setrið stofnað.
Að setrinu standa, auk Háskólans, Amtsbókasafnið og Minjasafnið á Akureyri, en samtök rithöfunda, samtök um barnamenningu, starfsfólks bókasafna og fleiri eiga aðild að því