Fjallabyggð hefur ákveðið að fundir bæjarstjórnar, bæjarráðs og nefnda fari fram í fjarfundi á komandi vikum. Undanfarna viku hefur skrifstofa Ráðhúss Fjallabyggðar verið rekin með þeim hætti að aðgengi að henni hefur verið mjög takmarkað.
Frá og með komandi mánudegi verður starfsfólki skrifstofu Fjallabyggðar skipt upp og munu skiptast á að vinna að heiman frá þeim degi. Símsvörun verður með eðlilegum hætti og þjónusta veitt í samræmi við aðstæður, þ.e. í síma, með myndfundum og tölvupósti. Fundir með „hefðbundnum“ hætti verða ekki mögulegir nema rík nauðsyn krefji.