Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð er í 6. sæti yfir tekjuhæstu sveitarstjórnarmenn landsins, og er sagður vera með 2,34 milljónir á mánuði í nýjasta Tekjublaðið Frjálsar verslunnar. Til samanburðar þá er Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagður vera með 1,92 milljónir króna á mánuði í laun. Þá er Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri sögð vera með 1,93 milljónir á mánuði í laun.