Bæjarkeppni í golfi

Golfklúbbur Fjallabyggðar og Golfklúbburinn Hamar frá Dalvíkurbyggð eigast við í bæjarkeppni í golfi, mánudaginn 18. september kl. 17:00. Keppt verður á Skeggjabrekkuvelli í Ólafsfirði og leiknar verða 9 holur. Ræst verður frá öllum teigum kl. 17:15. Hægt er að skrá sig á golf.is.