All posts by Magnús Rúnar Magnússon

Tindastóll – Leiknir í dag

Tindastóll og Leiknir Reykjavík keppa í dag á Sauðárkróksvelli í 1. deild karla í knattspyrnu kl. 14.

Tindastóll er í 9. sæti með 21 stig og þarf á fleiri stigum að halda til að skilja sig frá neðstu liðunum. Leiknir er í fallsæti og þurfa svo sannarlega á sigri að halda. Baráttuleikur í dag, allir á völlinn að styðja sitt lið.

Þetta hafa Leiknismenn að segja um leikinn.

Matráður óskast á Sauðárkrók

Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki óskar eftir að ráða matráð til starfa.

 • Ráðið er í stöðuna frá 17. september n.k. til 12. júlí 2013.
 • Um er að ræða  87,5% starf.
 • Laun samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga við Ölduna eða Starfsmannafélag Skagafjarðar.
 • Umsóknum skal skila á netfangið arsalir@skagafjordur.is.

Nánari upplýsingar gefur Anna Jóna Guðmundsdóttir leikskólastjóri í síma 4556090 eða 8991593.

Húsavíkurvöllur vígður

Sunnudaginn 26. ágúst næstkomandi kl. 10:30 verður Húsvavíkurvöllur vígður með formlegri athöfn.  Þennan dag fer fram Kiwanismótið en það er mót 6. – 8. flokks í knattspyrnu.

Íþróttafélagið Völsungur opnar nýja heimasíðu www.volsungur.is á þessum tímamótum.  Íbúar Húsavíkur, Völsungar og Þingeyingar eru kvattir til að mæta og vera viðstaddir þennan viðburð.

Boðið verður upp á grillaðar pylsur og drykk að loknu mótinu, kl. 16:00.

Allir velkomnir.

Skógarbændur frá Vesturlandi heimsækja Norðurland

Í síðast liðinni viku skoðuðu 28 skógarbændur af Vesturlandi skóga í A-Húnavatnssýslu og Skagafirði. Í Austur-Húnavatnssýslu voru skógarbændur á Hamri í Langadal og Hofi í Vatnsdal  heimsóttir og í Skagafirði voru skógarbændur á Melum, Krithóll og Silfrastöðum heimsóttir. Tóku norðlenskir skógarbændur vel á móti kollegum sínum af Vesturlandi í blíðskapar veðri  og höfðu allir nokkuð gagn og gaman af.

Einnig voru Reykjahólsskógur í Varmahlíð, sem er í eigu Skógræktar ríkisins, og Hólaskógur sem skógræktarfélag Skagafjarðar hefur umsjón með skoðaðir. Sigurður Skúlason skógarvörður á Norðurlandi og Bergsveinn Þórsson, svæðisstjóri hjá Norðurlandsskógum voru meðal þeirra sem tóku á móti hópnum.

Heimild: www.nls.is

Þroskaþjálfi eða iðjuþjálfi óskast

Fjölskylduþjónusta Skagfirðinga auglýsir eftir þroskaþjálfa, iðjuþjálfa eða starfsmanni með aðra menntun og/eða reynslu af starfi með fötluðum. Um er að ræða u.þ.b. 70 % starf á dagvinnutíma. Starfið er laust frá og með 1. sept. n.k.
Við ráðningu er litið til starfsreynslu, menntunar sem nýtist í starfi svo og persónulegra eiginleika umsækjanda. Í starfinu felst m.a. umsjón með reiðþjálfun fatlaðra. Karlmenn jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Laun samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknum skal skilað til ritara í Ráðhúsi Skagfirðinga, Skagfirðingabraut 21, á eyðublöðum sem þar fást.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jónína G. Gunnarsdóttir forstöðumaður í síma: 697-7609/453-6853
Iðja-Hæfing þjónustar Norðurland vestra og starfar eftir lögum um málefni fatlaðs fólks. Markmið þjónustunnar er að veita fötluðu fólki eldri en 18 ára dagþjónustu/hæfingu og þjálfun.

Tónlistarhátíðin Gæran í fullum gangi

Tónlistarhátíðin Gæran er í fullum gangi á Sauðárkróki. Í kvöld spilar m.a. Eivör Páls, Geirmundur Valtýs, Hljómsveitin Gildran og fleiri. Dagskráin á laugardaginn er eftirfarandi:

GÆRAN laugardagskvöld kl 19:00-24:00

 •  Art Factory Party
 •   Nóra
 •   Bee Bee and the Bluebirds
 •   The Wicked Stragners
 •   Dúkkulísurnar
 •   Lockerbie
 •   Death by toaster
 •   Skúli Mennski
 •   Skytturnar
 •   Contalgen Funeral

Ball á Mælifell strax eftir tónleika – Plötusnúðar –
Afsláttur fyrir miðahafa Gærunnar

Víkingar tóku Tindastól í kennslustund

Víkingur Reykjavík og Tindastóll léku í kvöld í 1. deild karla. Það er skemmst frá því að segja að heima menn  á Víkingsvelli unnu stórsigur, 5-0. Hjörtur Hjartason var sprækur og skoraði strax á fyrstu mínútu og hann átti einnig síðasta markið á 67. mínútu. 322 áhorfendur voru á vellinum. Leikskýrslu KSÍ má lesa hér.

Mörkin skoruðu:

Hjörtur Júlíus Hjartarson Mark 1
Sigurður Egill Lárusson Mark 28
Kjartan Dige Baldursson Mark 57
Aaron Robert Spear Mark 62
Hjörtur Júlíus Hjartarson Mark 67

Laus staða í Íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð

Íþróttamiðstöðin í Varmahlíð auglýsir eftir starfskrafti, karlkyns, í 65% starf. Viðkomandi þarf að vera eldri en 18 ára. Hann þarf að vera með eða standast björgunarsundpróf. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Starfsmannafélags Skagafjarðar. Upplýsingar um starfið gefur Monika Borgarsdóttir í síma 453-8824 eða monika@skagafjordur.is . Umsóknarfrestur er til 3. september n.k.

Heimild: www.Skagafjordur.is

 

Sprengt í Vaðlaheiði

Mörgum íbúum við Eyjafjörð brá í brún um áttaleytið í gærkvöldi þegar hár hvellur kvað við. Verktakafyrirtækið G. Hjálmarsson sprengdi þá bergklöpp í Vaðlaheiði sem nota á í undirstöður fyrir bráðabirgðabrú í tengslum við gerð Vaðlaheiðarganga. Lögregla lokaði veginum á meðan.

Hjálmar Guðmundsson, verkstjóri, segir að úr sprengingunni hafi komið um 3.500 rúmmetrar af efni. Hann segir að fyrirtækið ætli að sprengja upp tvo kletta í viðbót, en þær sprengingar verði smærri í sniðum og hljóðlátari.

Heimild: www.ruv.is

Hvammstangavöllur vígður með sigri

Hvammstangavöllur í Kirkjuhvammi á Hvammstanga var vígður í gær, 18. ágúst en Kormákur/Hvöt lék gegn Hetti frá Egilsstöðum í 4. flokki karla. Heimamenn unnu leikinn 6-3 og var því sigur á opnunarleik vallarins.

Kormákur/Hvöt eru efstir í sínum riðli á Íslandsmótinu í fótbolta með 31 stig og Völsungur er í öðru sæti með 26 stig.

 

 

 

Ljósmyndasýning á Kántrýdögum

Á Kántrýdögum opnar Árni Geir Ingvarsson ljósmyndasýninguna “Mannlíf á Skagaströnd“. Eins og nafnið bendir til verða þar sýndar myndir úr hinu daglega lífi á Skagaströnd en Árni Geir hefur verið með vakandi auga linsunnar á atburðum og augnablikum mannlífsins. Hann er reyndar ekki einn um myndirnar því Herdís Jakobsdóttir kona hans og dóttirin Ásdís Birta eiga einnig hlut í sýningunni.

Ljósmyndasýingin verður í íþróttahúsinu og sýningartími á Kántrýdögum:

 • Föstudaginn 17. ágúst kl. 18:00 – 20:00
 • Laugardaginn 18. ágúst kl. 13:00 – 18:00
 • Sunnudaginn 19. ágúst kl. 13:00 – 17:00

Þórdísarganga á Skagaströnd

Laugardaginn 18. ágúst klukkan 10:00 verður lagt af stað í Þórdísargöngu á Spákonufell. Mæting er við golfskálann  að Háagerði .

Fararstjóri  verður  göngugarpurinn Halldór Ólafsson og mun hann segja sögur af Þórdísi spákonu og öðru skemmtilegu.

 Að lokinni göngu verður boðið uppá kaffihlaðborð í golfskálanum sem er innifalið í þátttökugjaldi sem er kr. 2.500.-

 • Frítt fyrir yngri en 16 ára.
 • Upplýsingar í síma 861 5089.
 • Menningarfélagið Spákonuarfur.

Heimild: www.skagastrond.is

Sumar á Skagaströnd sýnd á Kántrýdögum

Laugardaginn 18. ágúst kl 17.00, á Kántrýdögum, verður frumsýnd heimildarmyndin

„Sumar á Skagaströnd“

í félagsheimilinu Fellsborg.

Frumsýning myndarinnar er öllum opin og íbúum á Skagaströnd og gestum Kántrýdaga boðið að koma og njóta sýningarinnar.

Myndin var unnin á árunum 2008-2011. Í henni er skoðað hvernig atvinnumálum á staðnum er háttað í víðu samhengi og horft til hátækni og menningar. Í myndinni er fjallað um kántrýtónlist,  NES listamiðstöð, Spákonuhof, BioPol og fylgst með fjölbreyttu lista- og mannlífi á Kántrýdögum.

Gerð myndarinnar var styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra og unnin í samstarfi við Sveitarfélagið Skagaströnd.

Höfundur myndarinnar er Halldór Árni Sveinsson.

Heimild: www.skagastrond.is

UMSS sigraði heildarstigakeppnina í Þristinum

Þristurinn fór fram á Sauðárkróksvelli síðastliðinn miðvikudag. Þar kepptu UMSS, USVH og USAH sín á milli. Góðar aðstæður voru á Sauðárkrók til frjálsíþróttaiðkunnar þó að sólin hafi ekki látið sjá sig. Alls tóku um 70 keppendur þátt í mótinu, þar af voru um 30 í liði UMSS.

Úrslitin voru þau að UMSS vann heildarstigakeppnina en USAH var í öðru sæti og USVH í því þriðja.

Stigakeppni aldursflokkana var þannig að UMSS vann í flokki pilta 11 ára og yngri, stúlkna 12-13 ára og stúlkur 14-15 ára. USAH vann síðan stigakeppni stúlkna 9 ára og yngri , pilta 12-13 ára og pilta 14-15 ára.

Heimild: www.umss.is

Varðskipið Þór til sýnis á Sauðárkróki

Varðskipið Þór frá Landhelgisgæslu Íslands, verður í heimsókn í  Sauðárkrókshöfn  laugardaginn 18. ágúst. Gefst þá almenningi kostur á að fara um borð og skoða skipið á milli klukkan 13 og 17.

Smíði varðskipið Þór hófst í október árið 2007 í  Asmar skipasmíðastöð sjóhersins í Chile. Verkið gekk mjög vel og var kostnaður innan heildaráætlunar.  Vegna jarðskjálftans í Chile sem varð í febrúar 2010 og flóðbylgjunnar sem reið yfir í kjölfarið varð seinkun á smíðaferlinu þar sem miklar skemmdir urðu á skipasmíðastöðinni en með einbeittum vilja og samstilltu átaki allra var skipið afhent þann 23. september 2011. Varðskipið Þór sigldi af stað til Íslands frá Chile 28. september og kom til fyrstu hafnar á Íslandi, Vestmannaeyja  26. október kl. 14:00. Skipið siglir inn í Reykjavíkurhöfn 27. október kl. 14:00.

Varðskipið Þór er tákn um nýja tíma. Varðskipin Ægir og Týr hafa þjónað Íslendingum dyggilega í 40 ár en með komu Þórs er stigið nýtt skref í  öryggismálum sjómanna og vöktun íslenska hafsvæðisins, hvort sem er á sviði auðlindagæslu, fiskveiðieftirlits, löggæslu, leitar eða björgunar.  Varðskipið er sérstaklega hannað með þarfir Íslendinga og framtíðaráskoranir á Norður Atlantshafi í huga. Skipið verður öflugur hlekkur í keðju björgunaraðila á Norður Atlantshafi og stóreykur möguleika Landhelgisgæslunnar á hafinu.

Heimild: www.lhg.is

 

Gæran 2012

Tónlistarhátíðin Gæran 2012 fram dagana 24. – 25. ágúst á Sauðárkróki. Er þetta í þriðja sinn sem hún er haldin og munu um 20 hljómsveitir koma fram að venju ásamt sólóistakvöldi sem fram fer 23. ágúst. Hátíðin fer fram í einu sútunarverksmiðju landsins, en hún sérhæfir sig meðal annars í framleiðslu á fiskileðri.

 

Nánari upplýsingar á www.gaeran.is

Solveig Lára vígð inn í dag á Hólum

Solveig Lára Guðmundsdóttir verður í dag vígð til embættis vígslubiskups á Hólum. Hún er önnur konan sem tekur biskupsvígslu á Íslandi. Agnes Sigurðardóttir, biskup vígir Solveigu Láru.

Vígsluvottar eru Aðalsteinn Baldvinsson biskup á Hólum, Kristján Valur Ingólfsson biskup í Skálholt sex erlendir  biskupa,  Gylfi Jónsson fv. héraðsprests, eiginmaður Solveigar Láru  og Unnur Halldórsdóttir, djákni.
Athöfnin hefst með göngu presta stiftisins, biskupa og vígsluþega til kirkju. Solveig Lára var sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgárdal í 12 ár en áður þjónaði hún sem sóknarprestur á Seltjarnarnesi í 14 ár. Hún var fyrsta konan sem kjörin var sóknarprestur í almennri prestskosningu á höfuðborgarsvæðinu.

Heimild: Rúv.is

25-30 þúsund á Fiskideginum mikla í gær

Talsverður erill var hjá lögreglunni á Dalvík í nótt og í morgun vegna ölvunar á tjaldstæðum í bænum, en Fiskidagurinn mikil var haldinn þar hátíðlegur í gær. 25 til 30 þúsund manns voru á Dalvík í gær.

Fjögur fíkniefnamál komu upp í bænum í nótt; þrjú smávægileg, en í því fjórða gerði lögregla upptækar tuttugu e töflur og nokkur grömm af kókaíni. Mjög hlýtt var á Dalvík í nótt; nokkrir fengu sér sundsprett í sjónum við höfnina, og aðrir reyndu að komast í sundlaugina í bænum, en voru jafnharðan reknir upp úr. Gestir eru nú byrjaðir að halda heim á leið, en síðan í morgun hafa lögreglumenn boðið ökumönnum að koma og blása í áfengismæla, til að sjá hvort þeir séu tilbúnir að halda af stað. Að sögn lögreglu hafa tugir nýtt sér þessa þjónustu.

Heimild: Rúv.is

Flott golfmót á Sauðárkróki í sumar

Síðustu helgar hefur hvert golfmótið eftir annað verið haldið að Hlíðarenda á Sauðárkróki. Ágæt þátttaka hefur verið í hverju móti og veður leikið við keppendur.

Opna Hlíðarkaupsmótið var haldið 28. júlí og voru keppendur 47. Veitt voru verðlaun fyrir fimm efstu sætin í punktakeppni. Sigurvegari varð Jóhann Örn Bjarkason GSS, en í kjölfar hans komu þeir Ásmundur Baldvinsson GSS, Jakob Helgi Richter GA, Arnar Geir Hjartarson GSS, Brynjar Örn Guðmundsson GSS og Kristján Halldórsson GSS.

Á opna Vodafonemótinu sem fram fór 4. ágúst var keppt í höggleik í karla og kvennaflokki, auk þess sem verðlaun voru veitt fyrir flesta punkta. Sigurvegarar í karlaflokki voru þeir Einar Haukur Óskarsson GK og Bjarni Sigþór Sigursson GS, en þeir léku á 75 höggum. Elvar Ingi Hjartarsson GSS varð síðan í þriðja sæti, höggi á eftir þeim. Í kvennaflokki sigraði Dagbjört Rós Hermundardóttir á 83 höggum. Sigríður Elín Þórðardóttir og Árný Árnadóttir voru síðan jafnar í 2-3 sæti á 85 höggum. Punktakeppnina sigraði Dagbjört Rós á 43 punktum. Elvar Ingi fékk 42 punkta en í þriðja sæti varð Magnús Gunnar Magnússon með 36 punkta.

Heimild: www.gss.is

Hólahátíðinni líkur í dag

Hólahátíðin hófst á föstudag. Óvanalega mikið verður um dýrðir þetta árið. Frú Agnes M. Sigurðardóttir vígir séra Solveigu Láru Guðmundsdóttur til embættis vígslubiskups í Hólastifti. Vígslan verður í lok hátíðarinnar, kl 14 á sunnudaginn. Aðrir liðir í dag verða sem hér segir.

 

 • kl. 9:00 Morgunsöngur í dómkirkjunni.
 • Kl. 11:00 Samkoma í Auðunar-stofu.  Ragnheiður Traustadóttir Opnun sýningar um Guðbrand Þorláksson biskup.
 • Kl. 14:00 Hátíðarmessa í Hóladómkirkju.
 • Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir vígir séra Solveigu Láru Guðmundsdóttur til biskups í Hólastifti.Kórar Hóladómkirkju og Möðruvallaklausturprestakalls syngja.  Organistar og kórstjórar Sigrún Magna Þórsteinsdóttir og Jóhann Bjarnason.
 • Kirkjukaffi að lokinni messu.

 

Þristurinn 2012 á Sauðárkróksvelli

Þristurinn verður haldinn á Sauðárkróksvelli miðvikudaginn 15 ágúst kl: 16:00. Mótið er frjálsíþróttakeppni unglinga úr UMSS, USAH og USVH, fyrir 15 ára og yngri . Keppnisgreinar fyrir 11 ára og yngri eru 60m, langstökk, hástökk 800m, kúluvarp og boðhlaup en hjá 12-13 ára er það hástökk, spjótkast, 80m, langstökk, kúluvarp, 800m og boðhlaup og 14-15 ára er það hástökk, spjótkast, 100m, langstökk, kúluvarp, 800m og boðhlaup.

Þeir sem geta aðstoðað við mótið eru beðnir um að láta vita á umss@simnet.is eða í síma 4535460

Körfuboltabúðir Tindastóls

Körfuboltabúðir 31. ágúst – 2. september

Skráningarfrestur til 27. ágúst

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls stendur fyrir körfuboltabúðum dagana 31. ágúst til 2. september n.k. Búðirnar eru ætlaðar iðkendum körfuknattleiksdeildar frá aldrinum 6 ára og upp úr.

Tilgangur búðanna er að hrista hópinn saman fyrir tímabilið og hefja það með stæl.

Kostnaður við þátttökuna er kr. 3.500 fyrir 11 ára og eldri og 1.500 fyrir 10 ára og yngri.

Bárður Eyþórsson er yfirþjálfari búðanna og honum til aðstoðar verða þjálfarar körfuknattleiksdeildar.

Skráning á www.tindastoll.is

 

Um 800 krakkar á Króksmótinu

Í gær hófst Króskmót FISK á Sauðárkróksvelli. Þar eru rúmlega 800 krakkar sem keppa á mótinu. Mótinu líkur í dag kl. 15:30 ef planið heldur.  Öll úrslit má finna hér.

 

Úrslitaleikir hjá 5. flokki í dag, sunnudag.

Hjá 5.flokki raðast úrslitariðlarnir eftirfarandi:

A úrslit

 • Völlur 1 – 10.00 – Völsungur 2 – Leiknir
 • Völlur 1 – 11.30 – Völsungur 2 – Hvöt
 • Völlur 2 – 13.00 – Leiknir – Hvöt

B úrslit

 • Völlur 1 – 10.30 – Kormákur/Fram – Tindastóll 1
 • Völlur 2 – 12.00 – Kormákur/Fram – Tindastóll 2
 • Völlur 1 – 13.30 – Tindastóll 1 – Tindastóll 2

C úrslit

 • Völlur 2 – 10.00 – Tindastóll 3 – Völsungur
 • Völlur 1 – 11.00 – Tindastóll 3 – Smárinn
 • Völlur 2 – 12.30 – Völsungur – Smárinn