All posts by Magnús Rúnar Magnússon

Jólamót Molduxa á Sauðárkróki

Jólamót Molduxa er orðið jafnríkt í jólahefðum körfuknattleiksunnenda í Skagafirði eins og hangiketið. Þessi jólin verða engar breytingar þar á, því mótið verður haldið á annan í jólum í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.

Keppt verður í opnum flokki karla og 40+ flokki karla. Einnig verður keppt í kvennaflokki ef næg þátttaka fæst.

Þátttökugjald pr. lið er kr. 15.000 og rennur allur ágóði til körfuknattleiksdeildarinnar eins og áður.

Hægt er að skrá sig sem einstaklingur á mótið og verður búið til lið með slíkum skráningum. Gjaldið fyrir einstaklingsskráningu er kr. 2.500.

Athugið að gera verður upp þátttökugjöld fyrir fyrsta leik.

Skráning fer fram hjá Palla Friðriks í gegn um netfangið palli@feykir.is. Hann veitir einnig nánari upplýsingar í síma 861-9842.

Áætlað er að mótið hefjist kl. 12 þann 26. desember.

UMSS hlaut Menningarstyrk KS

Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga úthlutaði styrkjum þann 18. desember sl. til menningar og íþróttamála í Skagafirði. Ungmennafélag Skagfirðinga UMSS fekk úthlutað myndarlegan styrk frá menningarsjóðnum, en þess má geta að þennan dag voru 50 ár liðin frá því að fyrst var úthlutað úr þessum sjóði og þá var UMSS með fyrstu sem fékk úthlutað þar.