All posts by Magnús Rúnar Magnússon

Engin saltsýra rann í sjóinn á Sauðárkróki

Aðgerðum vegna saltsýrunnar sem lak úr gámi á hafnarsvæðinu á Sauðárkróki, lauk um tíu leytið í gærkvöldi. Að sögn Vernharðs Guðnasonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Skagafjarðar, tókst vel að hreinsa svæðið en um 5000 lítrar láku úr tankinum

Um 12000 lítrum var dælt úr honum og sýran sem lak niður gerð óvirk með vítissóda. Vernharð segir að saltsýra hafi ekki runnið í sjóinn og því hafi engin frekari mengun hlotist af.

Heimild: ruv.is

Óánægja með sameiningu á sýslumannsembætti

Sýslumanni á Blönduósi hefur verið falið að gegna einnig embætti sýslumanns á Sauðárkróki frá 1. febrúar næstkomandi til 31. janúar 2014.  Sýslumanni á Sauðárkróki hefur verið veitt lausn frá 1. febrúar fyrir aldurs sakir.

Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur óskað eftir fundi með innanríkisráðherra vegna þessa. Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs, segir mikla óánægju með þessa ákvörðun ráðuneytisins.  sem sé ekki í samræmi við það sem Skagfirðingar vonuðust til. Fyrir Alþingi liggja nú lagafrumvörp sem miða að því að umdæmum sýslumanna verði fækkað.

Heimild: ruv.is

Enginn fagmenntaður Leikskólakennari sótti um í Fjallabyggð

Auglýst var nýlega í Fjallabyggð eftir leikskólakennurum í starfsstöðvar á Siglufirði og Ólafsfirði. Enginn fagmenntaður leikskólakennari hefur sótt um, en fjórar umsóknir bárust þar sem ófaglærðir óska eftir vinnu á Leikskólanum Leikhólum í Ólafsfirði og ein á Leikskólanum Leikskálum á Siglufirði. Guðlaugur Magnús … Continue reading

Powered by WPeMatico