All posts by Magnús Rúnar Magnússon

Aðsend grein vegna Fræðslustefnu Fjallabyggðar

Val nemenda eykur áhuga þeirra.

Hlutverk skólans er að veita almenna menntun til þess að undirbúa einstaklinga undir þátttöku í lýðræðissamfélagi. Menntun er ætlað að stuðla að alhliða þroska einstaklinga og gefa þeim tækifæri til þess að tileinka sér þá þekkingu, leikni og hæfni sem nauðsynleg telst til að vera virkur þjóðfélagsþegn og þar með að takast á við áskoranir daglegs lífs.

Þar sem nám er afar einstaklingsbundið og hefur mismundandi áhrif á hvern og einn eru nokkrir þættir sem vert er að hafa í huga sem bæði reynsla og rannsóknir hafa leitt í ljós. Þættir sem hafa áhrif á náms- og félagslega upplifun og árangur nemenda.

Menntarannsóknir hafa sýnt að virkni nemenda eykst með því að bjóða upp á val í einhverri mynd. Val getur verið misjafnlega útfært, t.d. það að velja á milli viðfangsefna, velja hvoru viðfangefninu þú lýkur á undan, val um með hverjum þú vinnur, eða hvort þú vinnur einn, val á námsaðstæðum, viltu sitja við borð, standa við borð, sitja í sófa, liggja á teppi og þannig mætti lengi telja. Með vali eflum við líka áhugahvöt nemenda og það á ekki eingöngu við um námið heldur einnig félaglega þætti og tómstundastarf.

Í krafti fjöldans hefur verið boðið upp á frístund í vetur, ef ekki væri fyrir fjöldan þá væri valið takmarkaðara. Það sama á við valfögin sem boðið er upp á í samstarfi við menntaskólann, fjöldi nemenda gefur færi á fjölbreyttari valtækifærum.

Ég tel okkur vera ómetanlega lánsöm að hafa skóla á framhaldsskólastigi í sveitarfélaginu okkar, það er svo sannarlega eitthvað sem er ekki sjálfgefið. Ég tel að okkur beri skylda til að nýta þetta tækifæri, það felast t.d. í því að gefa nemendum sem skara fram úr tækifæri til þess að stunda nám við hæfi, ekki til að flýta sér í gegnum námið eins og sumir virðast misskilja.

Við hvert skref sem tekið hefur verið síðustu ár til þess gera skólann okkar heildstæðari hef ég fagnað. Ég fagna vegna þess að hvert skref hefur verið til gæfu fyrir heildarsýn skólans. Það er mikil framþróun í skólamálum hér á landi sem og úti í heimi. Við megum ekki dragast aftur úr. Það er skylda okkar að bjóða nemendum Grunnskóla Fjallabyggðar upp á bestu mögulegu tækifærin til náms sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða.

Mitt álit er að núverandi fræðslustefna Fjallabyggðar sé rétta skrefið í átt til framtíðar. Með stefnunni er boðið upp á jöfn tækifæri til náms fyrir alla nemendur innan árganga, samvinnu á milli allra menntastofnanna sveitarfélagsins og eflingu samvinnu kennara og nýtingu sérfærðiþekkingar þeirra. Horfum til framtíðar samfélagi okkar til heilla.

Höfundur: Ólöf Kristín Ásgeirsdóttir, grunnskólakennari í Grunnskóla Fjallabyggðar.

KF mætir Nökkva í Mjólkurbikarnum

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Nökkvi frá Akureyri mætast í 1. umferð Mjólkurbikarsins, laugardaginn 14. apríl kl . 14:00. Leikurinn fer fram á KA-vellinum og telst heimaleikur Nökkva. Nökkvi er utandeildarlið en hefur tekið þátt í bikarkeppninni síðustu ár. Liðið komst óvænt í 2. umferð keppninnar í fyrra með sigri á Geisla, en mætti svo Magna og tapaði þar stórt. KF mætti hins vegar Tindastóli í fyrstu umferð í fyrra og tapaði 3-6 í miklum markaleik. KF er sigurstranglegra liðið í þessum leik og ætlar sér að fara áfram í 2. umferð, en bikarleikir eru yfirleitt jafnir og spennandi óháð í hvaða deild lið spila.

Gunnar Birgisson gefur kost á sér áfram

Gunnar Ingi Birgisson starfandi bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur gefið kost á starfskröftum sínum áfram eftir þetta kjörtímabil. Tillaga sjálfstæðismanna í Fjallabyggð er að hann verði endurráðinn sem bæjarstjóri ef flokkurinn fær til þess brautargengi.  Gunnar var ráðinn bæjarstjóri Fjallabyggðar í janúar 2015. Gunnar verður 71 árs 30. september 2018.

Ég ætla að kjósa með nýju fræðslustefnunni – þú ættir að gera það líka

Nú hefur verið ákveðið að mæta ákalli þess hóps sem sendi inn undirskriftalista um að fá að kjósa um fræðslumálin í Fjallabyggð og verður gengið til þeirra kosninga 14. apríl næstkomandi. Íbúar í Fjallabyggð hafa því tækifæri til þess að kjósa um nýju fræðslustefnuna, núgildandi stefnu, sem unnið hefur verið eftir í nær eitt skóaár.

Ég er sjálf á móti þessum kosningum. Mér er það til efs að hægt sé að kjósa svo sátt verði því sitt sýnist hverjum um þetta mál. Það er jafnvel svolítið erfitt að átta sig á hvað það er sem fólk sameinast um að sé neikvætt nema þá helst keyrslan á milli með yngsta fólkið. Sumum finnst of geyst farið í breytingum, þetta þurfi að gerast hægt og rólega og í sátt við alla.

Við stofnun Grunnskóla Fjallabyggðar komu saman námshópar og starfsmenn úr sitthvorum bæjarkjarnanum og kannski margt um ólíkir. Við höfum verið svolítið að vanda okkur í sameiningunni, reynt að halda í ýmsar venjur og hefðir úr hvorum skólakjarnanum, verið hreyfanleg milli vinnustöðva og að sjálfsögðu lagt okkur öll fram um að gera sem best.

Í átta ár höfum við verið að stíga lítil skref hverju sinni. Við höfum kennt samkennslu á yngsta stigi þessi ár og nemendur ekki sameinast fyrr en í 5.bekk. Það hefur ekki endilega verið auðvelt fyrir nemendur að koma saman í 5.bekk, staðsetja sig í jafningjahópnum og byggja upp bekkjarbrag. Einnig voru yngstu nemendur að kynnast nýjum samnemendum á hverju hausti þannig að haustönnin fór gjarnan í það að vinna nemendahópa saman.

Samstarf kennara í yngri deildum varð aldrei eins og best var á kosið. Þeir hittust á fundum um ýmis mál er varðaði skólastarfið og skipulag þess en samstarf um kennslufyrirkomulag varð aldrei þannig að það sama færi fram beggja vegna, það vantaði nálægðina.

Ég hef beðið þess með óþreyju að klára sameininguna. Ég vildi stíga skrefið til fulls strax allt niður í yngsta stig því hver breyting fyrir sig kallar á átök og óánægju að einhverju leyti þar sem bæði blandast saman tilfinningar og hræðsla gagnvart hinu ókunna og því kannski allt eins gott að klára það.

Í ytra matinu sem skólinn fór í 2015 fengum við niðurstöður sem kölluðu á breytingar til að lagfæra, bæta skólastarf og ýmsa innviði sem sneru að námsaðstæðum og tækifærum nemenda til að ná sem bestum árangri. Núverandi fræðslustefna var unnin með það mat að leiðarljósi og allt lagt í að bæta og skapa aðstæður til að jafna námstækifæri nemenda.

Það var spennandi að hefja skólaárið síðastliðið haust. Það voru miklar breytingar fyrir alla, nemendur, foreldra og starfsfólk. Þetta krafðist mikils utanumhalds og skipulags og tók smá tíma að slípa til fram eftir haustinu. Mestar urðu þó breytingarnar á yngsta stigi þar sem bekkjareiningar voru stórar og nemendur þar að kynnast. Litlu krílin að koma með rútu var það sem allir höfðu mestar áhyggjur af en það eins og annað vandist hjá þeim. Þau koma hress inn úr rútunni og hefja skóladaginn sem er svo fjölbreyttur og erilsamur að enginn má vera að því að hugsa í hindrunum. Frístundin bættist inn og því fleiri nemendur í skólahúsinu allan daginn og þar að leiðandi stanslaust líf og fjör. Með því að hafa nú alla kennara og starfsfólk á yngsta stigi á sömu starfstöð breyttist mikið og allar aðstæður til að samræma vinnubrögð, nýta fagþekkingu og kraft mannauðsins mun betri.

Óánægjuraddir hef ég heyrt varðandi miðstigið, það hafi orðið út undan í allri umræðunni. Hugsanlega mætti flytja 5. bekk til en það er ekkert í lögum, né reglugerðum sem segir að miðstig eigi að flokka sem 5.-7. bekk. Samstarf á milli bekkja getur verið á alla vegu og er það alltaf á höndum þeirra sem starfa með hverjum bekk fyrir sig að móta það samstarfi við aðrar bekkjardeildir. Í vetur hafa  4. og 5. bekkur átt afbragðs gott samstarf og 5. bekkur fengið að njóta sín sem elsti árgangur í því húsi.

Tækifærin eru spennandi í samstarfi við Menntaskólann á Tröllaskaga og eiga bara eftir að aukast. Miklar og örar breytingar eru í allri menntun. Kennsluhættir eru að breytast og kalla á fjölbreyttari útfærslu. Nemendur eiga að hafa meira að segja um nám sitt og fá meira val. Tæknin er að ryðja sér til rúms og kennslubúnaður ekki lengur bara bækur heldur ýmiskonar annar búnaður sem kallar á að kennarar og skólastofnanir uppfæri sig og þrói svo þeir fái fylgt þeim eftir og verði samkeppnisfær.

Ég upplifi marga góða hluti í skólastarfinu eftir þennan vetur og nú finnst mér sem tækifærin séu öll okkur í hag og því beri að halda áfram og byggja ofan á. Horfum til framtíðar og fyllumst metnaði skólasamfélaginu okkar til handa.

Nýtum rétt okkar til að kjósa núna 14. apríl. Ég get ekki hugsað mér að snúa til baka frá þessu nýja kerfi þannig að ég ætla að segja já.

Höfundur:

Erla Gunnlaugsdóttir sérkennari við Grunnskóla Fjallabyggðar.

Texti: Aðsend grein.

Úrslit í Firmakeppni Skíðafélags Dalvíkur

Firmakeppni var haldin á annan í páskum eins og undanfarin ár af Skíðafélagi Dalvíkur. Veður og aðstæður voru góðar og mikil stemning í fjallinu.  Fyrirkomulagið er þannig að keppendum er raðað upp með forgjafar-fyrirkomuagi þannig að yngstu keppendur hefja keppni í 8 porti og svo koll af kolli upp í port 1, en sú nýung var í ár að keppendum 45 ára og eldri voru trappaðir niður í forgjafar-formúlunni þannig að 76 ára og eldri hefja leik í porti 8.

Í fjögra liða úrsiltum kepptu Markús Máni Pétursson fyrir Marúlf og Andrea Björk Birkisdóttir fyrir Sjúkraþjálfun Sveins Torfasonar.  Markús sigraði og hafnaði í 3 sæti.

Um 1.-2. sæti kepptu Barri Björgvisson fyrir EB og Guðni Berg Einarsson fyrir Vélvirkja. Úrslit réðust á síðustu metrunum, þar sem Guðni hafði betur og sigraði því keppnina í ár, og þannig varði titilinn frá því í fyrra.

Hér fyrir neðan má svo sjá lista yfir þau fyrirtæki sem tóku þátt í ár.

Sjúkraþjálfun Sveins Torfasonar
Ingimar Sjúkraþjálfari
Samherji, Dalvík
ASSI ehf
Þau bæði ehf
Bergmenn – mountain guides
Arctic heli skiing
BHS ehf
Bruggsmiðjan Kaldi
Daltré ehf
EB ehf.
Ektafiskur
Flæðipípulagnir ehf
Hafnarsjóður / Dalvíkurbyggð
Hárverkstæðið
Híbýlamálun
Húsasmiðjan
Katla ehf
Marúlfur
Miðlarinn
Sæplast Iceland
Salka – Fiskmiðlun
Snorrason Holding – Dalpay
Landsbankinn, Dalvík
Sportvík ehf
Sundlaug Dalvíkur
Steypustöð Dalvíkur
Tomman
Tréverk
Vélvirki
Þernan fatahreinsun
Blágrýti
iTub
Ingvi Óskarsson ehf
Húsabakki gistihús

Nýr salur MTR nýttur til sýningarhalds listamanna

Nýr salur Menntaskólans á Tröllaskaga hentar vel til sýningarhalds og hefur nú nýju verkefni skólans verið hrundið af stað, en það kallast Listamaður mánaðarins.  Verkefnið er ætlað að efla tengsl skólans og samfélagsins. Verkefnið felst í því að í hverjum mánuði sem skólahald fer fram verður einum listamanni af svæðinu boðið að sýna verk sín á afmörkuðu svæði í sal skólans. Þá mun listafólkið segja nemendum á listabraut frá verkunum, vinnuaðferðum sínum og listsköpun.

Fyrsti „listamaður mánaðarins“ var Guðrún Þórisdóttir, eða Garún eins og hún kallar sig. Hafa verk hennar verið til sýnis í skólanum síðastliðin mánuð. Hún er búsett í Ólafsfirði og hefur unnið þar að list sinni. Hún var kjörin bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2012, hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum.

Listamaður apríl mánaðar verður Arnfinna Björnsdóttir frá Siglufirði, sem var bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2017. Mun sýning með verkum hennar opna miðvikudaginn 11. apríl og vera uppi fram undir vorsýningu skólans er fer fram þann 12. maí.

Ljósmynd: Bjarni Grétar Magnússon/ Héðinsfjörður.is

Hjúkrunarframkvæmdastjóri óskast Dalbæ í Dalvíkurbyggð

Staða hjúkrunarframkvæmdastjóra hjúkrunar- og dvalarheimilisins Dalbæjar á Dalvík er laus til umsóknar. Leitað er að einstaklingi til að takast á við krefjandi og skemmtilegt starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.  Dalbær er hjúkrunar- og dvalarheimili á Dalvík og tók til starfa árið 1979. Á Dalbæ eru 38 íbúar þar af 27 í hjúkrunarrýmum og 11 í dvalarrýmum. Fjöldi starfsmanna er 65 í um 37 stöðugildum. Umsóknarfrestur er til 22. apríl. Nánari upplýsingar á vef Dalvíkurbyggðar.

Mynd:d alvik.is

Norðurland í brennidepli

Samtök iðnaðarins bjóða til opins fundar laugardaginn 14. apríl næstkomandi kl. 10.30-12.00 í Hofi á Akureyri. Fundurinn er haldinn í tengslum við Dag byggingariðnaðarins á Norðurlandi.  Á fundinum verður meðal annars fjallað um helstu áskoranir og tækifæri sem iðnaðurinn stendur frammi fyrir í tengslum við menntun, nýsköpun, innviði og starfsumhverfi, kynnt verður ný greining SI á íbúðamarkaðnum auk þess sem greint verður frá því sem er framundan í fjárfestingum á Norðurlandi.  Hægt er að skrá sig á vef SI.is.

Dagskrá:
•Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI
•Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
•Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri
•Friðrik Ólafsson, viðskiptastjóri byggingariðnaðar á mannvirkjasviði SI
•Umræður og fyrirspurnir

Kosið um fræðslustefnu Fjallabyggðar eftir tvær vikur

Íbúakosning um fræðslustefnu Fjallabyggðar fer fram laugardaginn 14. apríl 2018.  Íbúakosningin verður staðarkosning í tveimur kjördeildum, Ráðhúsi Fjallabyggðar og Menntaskólanum á Tröllaskaga. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á Fræðslustefnu og kennslufyrirkomulagi frá 2017 og Fræðslustefnu frá 2009 og kennslufyrirkomulagi frá 2012. Ef nýja fyrirkomulaginu verður hafnað þá verður það líklega stærsta mál nýs meirihluta í Fjallabyggð eftir kosningar.

Spurt verður:
Vilt þú að stefnan haldi gildi sínu?

Valkostir:

 • Já, ég vil að fræðslustefnan sem var samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 18.05.2017 haldi gildi sínu.
 • Nei, ég vil að fræðslustefnan sem var samþykkt í bæjarstjórn Fjallabyggðar 18.05.2017 verði felld úr gildi og fyrri fræðslustefna frá 17.03. 2009 taki gildi á ný.

Betri Fjallabyggð nýtt þverpólitískt og óháð framboð í Fjallabyggð

Framboðslistinn „Betri Fjallabyggð“ býður fram í sveitastjórnarkosningum í Fjallabyggð 2018. „Betri Fjallabyggð“ er þverpólitískt og óháð framboð.  Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir skipar fyrsta sæti listans og Nanna Árnadóttir skipar annað sætið.

Framboðslistinn er eftirfarandi:

 1. Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir
 2. Nanna Árnadóttir
 3. Konráð Karl Baldvinsson
 4. Hrafnhildur Ýr Denke
 5. Hólmar Hákon Óðinsson
 6. Sóley Anna Pálsdóttir
 7. Sævar Eyjólfsson
 8. Rodrigo Junqueira Thomas
 9. Guðrún Linda Rafnsdóttir
 10. Ólína Ýr Jóakimsdóttir
 11. Ægir Bergsson
 12. Ida Marguerite Semey
 13. Friðfinnur Hauksson
 14. Steinunn María Sveinsdóttir

Vetrarleikar í Fjallabyggð

Hinir árlegu Vetrarleikar Ungmenna og Íþróttasambands Fjallabyggðar(ÚÍF) verða haldnir laugardaginn 7. apríl  og sunnudaginn 8. apríl.  Sem fyrr munu íþrótta- og ungmennafélögin í Fjallabyggð bjóða upp á fjölbreytta hreyfingu og viðburði þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Meðal annars verður í boði, ganga, badminton, sund, skíði, blak og hestamennska.

Laugardagur 7. apríl:

 • Kl. 13:00              Létt ganga með Umf. Glóa.
  Mæting við Ráðhús. Endað með veitingum og ljúfum tónum á Ljóðasetri.
 • Kl. 15:00-16:30   Badminton fyrir alla á vegum TBS í íþróttahúsinu á Siglufirði.
 • Kl. 14:00-18:00   Frítt í sund á Siglufirði

Sunnudagur 8. apríl:

 • Kl. 10:30            Símnúmeramót hjá Skíðafélagi Siglufjarðar í Skarðinu.
 • Kl. 12:00-14:00  Blak fyrir alla í umsjón Blakfélags Fjallabyggðar.
 • Kl. 14:00-17:00  Hestamannafélagið Glæsir. Boðið upp á að fara á bak og teymt undir.

 

Vetrarleikar í Fjallabyggð

Hinir árlegu Vetrarleikar Ungmenna og Íþróttasambands Fjallabyggðar(ÚÍF) verða haldnir laugardaginn 7. apríl  og sunnudaginn 8. apríl.  Sem fyrr munu íþrótta- og ungmennafélögin í Fjallabyggð bjóða upp á fjölbreytta hreyfingu og viðburði þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Meðal annars verður í boði, ganga, badminton, sund, skíði, blak og hestamennska.

Laugardagur 7. apríl:

 • Kl. 13:00              Létt ganga með Umf. Glóa.
  Mæting við Ráðhús. Endað með veitingum og ljúfum tónum á Ljóðasetri.
 • Kl. 15:00-16:30   Badminton fyrir alla á vegum TBS í íþróttahúsinu á Siglufirði.
 • Kl. 14:00-18:00   Frítt í sund á Siglufirði

Sunnudagur 8. apríl:

 • Kl. 10:30            Símnúmeramót hjá Skíðafélagi Siglufjarðar í Skarðinu.
 • Kl. 12:00-14:00  Blak fyrir alla í umsjón Blakfélags Fjallabyggðar.
 • Kl. 14:00-17:00  Hestamannafélagið Glæsir. Boðið upp á að fara á bak og teymt undir.

 

Markaðsstofa Ólafsfjarðar boðar til fundar

Markaðsstofa Ólafsfjarðar boðar á ný til fundar og nú á Hótel Brimnesi í Ólafsfirði, laugardaginn 7. apríl kl. 10:00-12:00. Stofnaður hefur verið hópur á Facebook – Markaðsstofa Ólafsfjarðar og eru þar nú 72 einstaklingar sem ætla vinna saman í því að koma Ólafsfirði betur á kortið. Stuttar tilkynningar verða í upphafi fundar.

Dagskrá:

 • 1. Fara yfir skjalið – “hvað er í boði í Ólafsfirði”
 • 2. Ferðafélagið Trölli
 • 3. Kynna þrívíddarkortið fyrir Ólafsfjörð
 • 4. Vinnufundur – hugarflæði
  •  hlutverk ferðafélagsins
  •  stefna ferðaþjónustu til framtíðar
  •  næstu skref í nánasta framtíð
  •  búa til vinnuhópa

Fyrirlestur fyrir foreldra í Fjallabyggð

Hjalti Jónsson frá Sálfræðistofu Norðurlands heldur fyrirlestur fyrir foreldra, forráðamenn og aðra áhugasama í Grunnskóla Fjallabyggðar við Tjarnarstíg í Ólafsfirði, þriðjudaginn 10. apríl kl. 17.30.
Fyrirlesturinn fjallar um kvíða, depurð og fylgikvilla hjá börnum og unglingum. Tækifæri fyrir foreldra og forráðamenn til að þekkja einkenni og öðlast þekkingu til að hjálpa börnunum sínum að takast á við kvíða, depurð og lágt sjálfsmat. Fræðslan byggir á hugmyndafræði hugrænnar atferlismeðferðar.
Hvetjum alla til að mæta á fræðsluna þrátt fyrir skamman fyrirvara.
Stjórn foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar.
Texti: Aðend fréttatilkynning.

Jafnaðarmenn í Fjallabyggð verða hluti af þverpólitísku og óháðu framboði

Jafnaðarmenn í Fjallabyggð hafa sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

Í síðustu sveitarstjórnarkosningum hlutu Jafnaðarmenn í Fjallabyggð 25,7% atkvæða og hafa verið í meirihluta í bæjarstjórn á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Ákvörðun hefur verið tekin um að Jafnaðarmenn verði hluti af þverpólitísku og óháðu framboði í sveitarstjórnarkosningum í vor og verður framboðið kynnt á morgun.

KF sektað um 100.000 krónur

KSÍ hefur staðfest að Baldvin Freyr Ásmundsson hafi leikið ólöglegur með KF gegn Fjarðarbyggð/Huginn í Lengjubikar karla þann 25. mars síðastliðinn. Leikmaðurinn var í leikbanni vegna þriggja gulra spjalda.  KSÍ hefur því sektað KF um kr. 100.000 vegna þessa atviks og úrslitum leiksins er breytt í 0 – 3 Fjarðarbyggð/Huginn í vil. Þetta þýðir að KF leikur ekki til úrslita í Lengjubikar og endar í 3. sæti í riðlinum. Baldvin  Freyr lék 71 mínútu í umræddum leik og KF vann leikinn upphaflega 2-1. Völsungur tekur sæti KF og leikur gegn Gróttu 8. apríl næstkomandi.

Varmahlíðarskóli vann Norðurlandsriðilinn í Skólahreysti

Skólarnir á Norðurlandi utan Akureyrar kepptu í 8. riðli í Skólahreysti í dag. Keppnin fór fram á Akureyri og keppt var í upphífingum, armbeygjum, dýfum, hreystigreip og hraðabraut.  Varmahlíðarskóli vann nokkuð örugglega, annað árið í röð með 57,50 stig.  Grunnskólinn Austan Vatna var í öðru sæti með 47 stig og Grunnskóli Fjallabyggðar í 3. sæti með 35,50 stig. Grunnskóli Fjallabyggðar var í 7. sæti á síðasta ári í sömu keppni með 35 stig, en í ár voru það 35,5 stig og 3. sæti.

Grunnskóli Fjallabyggðar var í 3. sæti í upphífingum, neðsta sæti í armbeygjum, 5 .sæti í dýfum næst neðsta sæti í hreystigreip og 2. sæti í hraðbraut.  Hægt er að sjá öll úrslit á skólahreysti.is.

Skóli Gildi Stig
Varmahlíðarskóli 57.5 57,50
Grunnskólinn austan Vatna 47 47,00
Grunnskóli Fjallabyggðar 35.5 35,50
Borgarhólsskóli 35 35,00
Dalvíkurskóli 33.5 33,50
Húnavallaskóli 32 32,00
Naustaskóli 30 30,00
Grunnskólinn á Þórshöfn 28 28,00
Hrafnagilsskóli 19.5 19,50
Þelamerkurskóli 12 12,00

Tilkynning frá stjórn foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar

Stjórn foreldrafélags Grunnskóla Fjallabyggðar hefur birt eftirfarandi tilkynningu:

Stjórn foreldrafélags grunnskólans vill í ljósi dræmrar mætingar foreldra/forráðamanna grunnskólabarna í Fjallabyggð á fræðslufundi á vegum félagsins hvetja foreldra/forráðamenn til að senda inn tillögur að fræðsluefni sem áhugi er fyrir eða þörf er á, á skólastjórnendur eða meðlim stjórnarinnar á boggahardar@simnet.is

Einnig hefur verið ákveðið að hvert heimili skuli tilkynna hver mætir með/fyrir hönd nemanda á komandi fræðslufundi. Þetta mun vera gert í von um að fræðsla í nærumhverfi nýtist sem best og komi frá fyrstu hendi.

Foreldrafélagið stendur straum af kostnaði þessara fræðslufunda og minnir á greiðslu árgjalds og mikilvægi þess að á því séu staðin skil.

Að lokum finnst stjórninni vert að árétta að viðburðir innan bekkja eru skipulagðir og ætlaðir sem stund sem nemendur eiga með foreldrum/forráðamönnum sínum. Því er mikilvægt að foreldrar/forráðamenn sæki þá viðburði, myndi tengsl við foreldrahópinn og skemmti sér með börnum sínum. Ekki er ætlast til að systkini mæti með á slíka viðburði!

Heimild: grunnskoli.fjallabyggd.is

Norræn Strandmenningarhátíð á Siglufirði

Norræn strandmenningarhátíð verður á Siglufirði dagana 4.- 8. júlí 2018. Vitafélagið – Íslensk strandmenning hefur birt drög að dagskrá þessa daga. Setningarathöfn verður miðvikudaginn 4. júlí kl. 17:00. Aðra daga verður meðal annars Norrænar kvikmyndir sýndar í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Ljósmyndasýning verður í Sauðanesvita, Bókasafnið verður Norðurslóðasetur, á hátíðarsvæðinu munu Grænlenskir listamenn sýna trommudans og þjóðdansa. Málþing verður í Síldarminjasafninu.  Eldsmiðir verða við vinnu sína. Vinnustofur fyrir börn og einstaklingar sýna gamalt og nýtt handverk í tjöldum.

Drög að dagskrá:

Fimmtudagur 5. júlí kl. 10:00 -17:00
Torsdag 5. juli kl. 10:00-17:00

Sýningatjöld, vinnustofur og aðrir sýningastaððir
Sauðanesviti- Ljósmyndasýning
Ytrahúsið-Örlygur Kristfinnsson
Bókasafnið – Norðurslóðasetrið
Í tjöldum: 20 einstaklingar sýna gamalt og nýtt handverk t.d. vinna með roð, ull, dún og fl.
Siglfirskir listamenn við vinnu sína
Netagerð í höndum heimamanna
Bátar opnir og til sýnis. Í sumum þeirra eru sýningar í boði
Eldsmiðir við vinnu sína
Vinnustofa fyrir börn
Á hátíðarsvæðinu munu Grænlenskir listamenn sýna trommudans, þjóðdansa

Málþing í Síldarminjasafninu um viðhald og viðgerðir á bátum
Fyrirlesarar:Hanna Hagmark Cooper, Anders Bolmsted, Almogebåtarna Svíþjóð, Hafliði Aðalsteinsson, Jón Ragnar Daðason
Námsekið í bátasmíði í Slippnum

Norrænar kvikmyndir í Tjarnarborg

 

Föstudagur 6. júlí Fredag 6.juli

Sýningatjöld, vinnustofur og aðrir sýningarstaðir kl. 10:00-17:00
Sauðanesviti- Ljósmyndasýning
Ytrahúsið-Örlygur Kristfinnsson
Bókasafnið – Norðurslóðasetrið
Í tjöldum: 20 einstaklingar sýna gamalt og nýtt handverk sem einkennir sjávarsíðuna. T.d. vinna með ull, roð, dún og fl.
Netagerð í höndum heimamanna
Bátar opnir og til sýnis. Í sumum eru sýningar í boði
Eldsmiðir við vinnu sína
Vinnustofa fyrir börn
Á hátíðarsvæðinu munu Grænlenskir listamenn sýna trommudans, þjóðdansa, syngja og sýna grænlenska list
Málþing í Síldarminjasafninu um UNESCO, súðbyrtabáta og hefðir í norrænni strandmenningu Fyrirlesarar:Tore Friis-Olsen, Kysten, Noregi, Jon Borger Godal, Noregi, Hansi í Líðini, Josko Bozanic, Króatíu
Námskeið í bátasmíði heldur áfram

Norrænar kvikmyndir í Tjarnarborg

Laugardagur 7. Júlí Lördag 7. Juli

Sýningatjöld, vinnustofur og aðrir sýningastaðir kl. 10:00-17:00
Sauðanesviti-Ljósmyndasýning
Ytrahúsið- Örlygur kristfinnsson
Bókasafnið –Norðurslóðasetrið
Í tjöldum: 20 einstaklingar sýna gamalt og nýtt handverk sem ein kennir sjávarsíðuna.
T.d. vinnu með ull, roð, dún og fl.
Netagerð í höndum heimamanna
Bátar opnir og til sýnis
Í sumum eru sýningar í boði
Eldsmiðir við vinnu sína
Vinnustofa fyrir börn
Á hátíðarsvæðinu munu Grænlenskir listamenn sýna trommudans, þjóðdansa,syngja og sýna grænlenska list

Norrænar kvikmyndir í Tjarnarborg

Bryggjuball

Sunnudagur 8. júlí Söndag 8. juli

Kl. 11:00 Guðþjónusta í Siglufjarðakirkju

Braust inn á Sjúkrahúsið á Akureyri í annarlegu ástandi

Fyrir tæpum tveim vikum kom einstaklingur í annarlegu ástandi á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri vildi fá lyf og sýndi af sér ógnandi hegðun. Öryggisvörður á vakt kallaði þá til lögreglu. Viðkomandi einstaklingur fór þá út og braut glugga í kjallara og komst þaðan upp á fæðingadeild þar sem voru sængurkonur, makar þeirra og börn. Þar sýndi hann af sér ógnandi hegðun og stofnaði öryggi starfsfólks og sjúklinga í hættu. Lögreglu tókst að yfirbuga manninn áður en skaði hlaust af. Áfallateymi var kallað til í kjölfarið. Öryggisviðbúnaður sjúkrahússins verður endurskoðaður í framhaldi af þessu atviki.

 

Tímamót í starfi frístundaheimila

Í fyrsta sinn eru gefin út markmið og viðmið um gæði starfs á frístundaheimilum fyrir 6-9 ára börn á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í samræmi við ákvæði í lögum um grunnskóla sem samþykkt voru á Alþingi í júní 2016.

Starfsemi frístundaheimila hefur þróast á ýmsan veg frá árinu 1995 þegar heimildarákvæði var sett grunnskólalög. Í kjölfar lagasetningar 2016 stofnaði ráðuneytið starfshóp, sem hafði það hlutverk að vinna viðmið um gæði frístundastarfs, þ.m.t. um hlutverk og markmið, skipulag og starfsaðstæður, starfshætti, margbreytileika, stjórnun og menntun starfsfólks. Afrakstur starfs vinnuhópsins hefur verið birtur í Stjórnartíðindum og felur í sér markmið og viðmið um gæði starfs á frístundaheimilum fyrir 6-9 ára börn.

Leiðarljós frístundaheimila fyrir 6–9 ára börn er að bjóða þeim upp á þátttöku í fjölbreyttu frístunda- og tómstundastarfi með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra. Einnig er lögð áhersla á að umhverfi starfsins einkennist af öryggi, fagmennsku og virðingu þar sem jákvæð samskipti og lýðræðislegir starfshættir eru í hávegum hafðir í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

„Mikilvægur áfangi er í höfn sem snýr að því að samræma kröfur til starfsemi frístundaheimila og stuðla að þróunarstarfi um land allt í útfærslu og aukinni samþættingu skóla- og frístundastarfs fyrir yngri nemendur í grunnskólum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.

Opið samráð var viðhaft við mótun tillagnanna á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Þetta var gert til að til að tryggja sem mestan samhljóm meðal allra þeirra sem koma að vinnu frístundaheimila. Í innsendum ábendingum komu alls staðar fram jákvæð viðhorf við gerð markmiða og viðmiða, umsagnaraðilar fögnuðu verkefninu og töldu það vera mikilvægt skref til að efla faglegt starf frístundaheimila og auka þróunarstarf í heimabyggð. Fyrirhuguð er kynning á viðmiðunum og viðeigandi innleiðing. Framundan eru áframhaldandi áhugaverðir tímar í starfi frístundaheimila.

Starfshópurinn leggur til að hlutverk frístundaheimila fyrir 6-9 ára börn verði skilgreint á eftirfarandi hátt: Meginhlutverk frístundaheimila fyrir 6-9 ára börn er að bjóða þeim innihaldsríkt frístunda- og tómstundastarf í barnvænu og skapandi umhverfi þar sem starfshættir einkennast af frjálsum leik og vali.

Starfshópurinn leggur til að leiðarljós frístundaheimila fyrir 6-9 ára börn verði skilgreind á eftirfarandi hátt: Bjóða öllum börnum þátttöku í fjölbreyttu frístunda- og tómstundastarfi án aðgreiningar með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra. Umhverfi starfsins einkennist af öryggi, fagmennsku og virðingu þar sem jákvæð samskipti og lýðræðislegir starfshættir eru í hávegum hafðir í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Heimild: stjornarrad.is

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitir styrki til verkefna

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til verkefna á málefnasviði ráðuneytisins.  Umhverfis- og auðlindaráðuneytið veitir árlega styrki til verkefna á vegum félaga, samtaka og einstaklinga. Í verkefnaúthlutun ráðuneytisins í ár voru 34,2 milljónir króna til ráðstöfunar. Heildarupphæð umsókna um verkefnastyrki nam rúmlega 150,5 milljónum króna.

Ákvörðun um úthlutun var að þessu sinni í höndum setts umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur.

Eftirfarandi umsækjendur og verkefni hlutu styrki fyrir árið 2018:

Nafn umsækjanda

Heiti verkefnis

Styrkveiting

Blái herinn

Hreinsun strandlengjunnar 2018

1.500.000

Brimnesskógar

Endurheimt Brimnesskóga

200.000

Efla hf.

Losun gróðurhúsalofttegunda frá urðunarstöðum

2.000.000

Eldvötn í Skaftárhreppi

Málþing um aðalskipulag með áherslu á umhverfis- og náttúruvernd

300.000

Friður og frumkraftar

Mosi – verkefni til verndar mosanum í Skaftáreldahrauni

1.500.000

Fuglaathugunarstöð Suðausturlands

Merkingar og talningar á fuglum

850.000

Fuglaverndarfélag Íslands

Kortlagning nýrra óðala arnarstofnsins

300.000

Fuglaverndarfélag Íslands

Lífríki Njarðvíkur við Borgarfjörð eystri

500.000

Fuglaverndarfélag Íslands

Aðalfundur BirdLife International

150.000

Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs

Uppgræðsla á aflagðri malarnámu í Sandfellsklofa

550.000

Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs

Vistvangur höfuðborgarsvæðisins

800.000

Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs

LAND-NÁM – endurheimt birkiskóga suðvesturhornsins með skólaæskunni

1.100.000

Gunnar Steinn Jónsson

Gagnagrunnur um svifþörunga Þingvallavatns II

800.000

Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis

Grunnrannsókn á vistfræði Selvatns, Silungatjarnar og Krókatjarnar

1.000.000

Hjólafærni á Íslandi

Hjólum til framtíðar 2018 – ráðstefna í Evrópsku samgönguvikunni

500.000

Kvenfélagasamband Íslands

Vitundarvakning um fatasóun – Umhverfisdagar gegn sóun

1.250.000

Landgræðslufélag Biskupstungna

Stöðvun jarðvegseyðingar við Kjalveg hinn forna, Tjarnárbotnum

650.000

Landssamtök skógareigenda

Viðarmagnsúttekt á landsvísu

1.500.000

Landvernd

Bláfáninn

1.000.000

Landvernd

Loftslagsverkefni Landverndar

1.500.000

Landvernd

CARE – Græðum Ísland: Sjálfboðaliðaverkefni í landgræðslu

600.000

Landvernd

Hreinsum Ísland

1.200.000

Landvernd

Vistheimt með skólum á Íslandi

1.740.000

Laxfiskar ehf

Fjölstofna vöktun á útbreiðslu og atferli Þingvallaurriða með rafeindafiskmerkjum

2.300.000

LÍSA samtök

Erlent samstarf – ferðastykur

320.000

Náttúrufræðistofa Kópavogs

Vöktun á vistkerfum Þingvallavatns – vistkerfi strandbotnsins

1.500.000

Náttúruverndarsamtök Íslands

Málþing um súrnun sjávar

230.000

Náttúruverndarsamtök Íslands

Ferðastyrkur til að sækja 1. samningafund um gerð nýs samnings SÞ um verndun sjávar

310.000

Náttúruverndarsamtök Íslands

Ferðastyrkur til að sækja 24. þing aðildarríkja Rammasamnings SÞ í Katowice

290.000

Plastlaus september

Plastlaus september

1.500.000

Samtök grænmetisæta á Íslan

Veganúar – vitundarvakning um grænmetisfæði í janúar

400.000

Skógræktarfélag Fnjóskdæla

Uppbygging landgræðsluskógasvæðis á Hálsmelum fyrir ferðamenn

800.000

Skógræktarfélag Íslands

Opinn skógur – opnun skógarlundar í Barmahlið í Reykhólasveit

1.300.000

Skógræktarfélag Íslands

Þáttaka á fundi European Forest Network í Póllandi 2018

310.000

Umhverfissamtök Skaftafellssýslu

Strandhreinsun

300.000

Ungir umhverfissinnar

Jafningjafræðsla í framhaldsskólum um umhverfismál

400.000

Vistbyggðarráð

Umhverfisvæn bygging í íslensku samhengi

1.500.000

Þorvarður Árnason

Sjónræn vöktun á hopi íslenskra jökla vegna hnattrænna loftslagsbreytinga

550.000

Ævar Petersen

Vetrarútbreiðsla og fæðuöflun lóma við Ísland

700.000

Samtals

34.200.000

Fjallabyggð fékk styrk úr Lýðheilsusjóði

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra úthlutaði þann 28. mars síðastliðinn rúmlega níutíu og sex milljónum króna í styrki úr Lýðheilsusjóði til 169 verkefna og rannsókna. Lýðheilsusjóður hefur það hlutverk að stuðla að heilsueflingu og forvörnum ásamt því að styrkja lýðheilsustarf um land allt. Styrkjum var úthlutað til fjölbreytta verkefna á sviði geðræktar, næringar, hreyfingar og tannverndar auk áfengis-, vímu- og tóbaksvarna.  Ráðherra úthlutaði styrkjunum að fengnum tillögum stjórnar Lýðheilsusjóðs sem mat umsóknir út frá því hvernig þær féllu að hlutverki sjóðsins.

Meðal styrkþega í ár er Fjallabyggð fyrir verkefnið Heilsueflandi samfélag, og fékk Fjallabyggð 500.000 kr. styrk.

Þá hlaut Ungmennasamband Skagafjarðar 250.000 kr. styrk fyrir Landsmóti UMFÍ 50+ á Sauðárkróki. Varmahlíðarskóli hlaut 100.000 kr. styrk fyrir Fræðslu um kynheilbrigði og tóbaksvarnir. Ungmenna-Húsið á Akureyri hlaut 600.000 kr. styrk fyrir verkefnið Skapandi vetrarstörf.

KF sigraði riðilinn í Lengjubikar með sigri í dag

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar lék við Hött á Fellavelli á Fljótsdalshéraði í dag. Töluverð spenna var fyrir lokaumferðina um hvaða lið myndi enda á toppnum, en Völsungur gerði jafntefli í sínum lokaleik og voru efstir með 11 stig áður en KF lék sinn leik í dag.  KF gat því með sigri komist á toppinn.  Höttur var án stiga eftir 4 leiki og hafði skorað 1 mark og fengið á sig 8.   Halldór Ingvar markmaður var kominn aftur í liðið eftir meiðsli en KF fór með frekar þunnan hóp austur fyrir þennan leik, aðeins með tvo útileikmenn og einn markmann á varamannabekknum. Alls gerði Dragan Stojanovic þjálfari KF 6 breytingar á byrjunarliði frá síðasta leik. Aðrir sem voru komnir í byrjunarliðið voru Grétar Áki sem var einnig fyrirliði í þessum leik, Hrannar Snær, Björn Andri, Oddgeir og Marinó Snær.

KF byrjaði leikinn betur og voru komnir yfir eftir aðeins 12 mínútur, en það var Marinó Snær sem er lánsmaður ,en þetta var hans 3 mark í 4 leikjum í Lengjubikarnum. Staðan var 0-1 í hálfleik en strax á þriðju mínútu síðari hálfleiks skoraði inn leikreyndi Aksentije Milisic fyrir KF-, og staðan orðin vænleg, 0-2. Á 64. mínútu skorar Marinó Snær sitt annað mark í leiknum og gerir út um leikinn, staðan 0-3. Eftir þetta gerði KF þrjár skiptingar og fengu allir tækifæri til að sýna sig í þessum leik. Lokatölur 0-3 og efsta sætið í riðlinum staðreynd.

 

Sævar og Elsa fyrst í mark í Skíðagöngumóti í Fljótum

Um 170 manns tóku þátt í Skíðagöngumótinu í Fljótum í gær, föstudaginn langa. Sævar Birgisson (00:57:51) og Elsa Guðrún Jónsdóttir (01:01:08) komu fyrst í mark í 20 km göngu, í þriðja sæti var Birkir Þór Stefánsson (01:02:33). Í 10 km göngu kom fyrstur í mark Jón Elvar Númason (00:40:49), annar varð Skarphéðinn Jónsson ( 00:43:54) og þriðji Sigurður Ingi Ragnarsson (00:44:09). Í 5 km göngu kom fyrst í mark Gígja Björnsdóttir (00:20:38), annar varð Hrannar Snær Magnússon (00:21:32), þriðji varð María Bjarney Leifsdóttir (00:24:56).

Önnur úrslit má finna á tímataka.net. Myndir með frétt tók Hermann Hermannsson, fljotin.is.

Mynd: fljotin.is, Hermann Hermannsson.

Skíðagöngumót í Fljótum í dag

Ferðafélag Fljóta stendur fyrir árlegu skíðagöngumóti í Fljótum í dag, föstudaginn langa.  Gengnar verða fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi, með hefðbundinni aðferð í öllum flokkum barna, unglinga og fullorðinna.  Keppt verður í 20 km í karla og kvennaflokki á aldrinum 16-34, 35-49, 50-59 og 60 ára og eldri. Í vegalengdunum 5 km og 10 km verður keppt í karla og kvennaflokki 16 ára og eldri. Einnig verður keppt í flokki drengja og stúlkna í vegalengdunum 5 km og 10 km á aldrinum 12-15 ára, 2,5 km fyrir 6-11 ára og 1 km fyrir 3-5 ára. 

Afhending gagna og skráning við Félagsheimilið Ketilási. Mótið hefst kl. 13:00 við bæinn Brúnastaði.

Fólksfækkun í Fjallabyggð á milli ára

Íbúar Fjallabyggðar voru í byrjun árs 2018, alls 1974 en voru 1997 árið 2017. Íbúum fækkar því um 23 á milli ára. Frá árinu 2011 hefur mestur fjöldi íbúa verið 2002 en það var árið 2012. Alls búa 996 karlar og 978 konur í Fjallabyggð.  Alls eru 397 íbúar 67 ára og eldri í Fjallabyggð. Íbúar yngri en 18 ára eru einnig alls 397.

Í Dalvíkurbyggð fjölgar um 33 á milli ára, voru nú í byrjun janúar 1367, en voru árið 2017 alls 1334. Á Sauðárkróki búa 2574 en voru 2564 árið 2017. Á Akureyri búa nú 18644 en voru 18342 árið 2017.

Myndir og tölfræði frá Hagstofu Íslands.
Myndir og tölfræði frá Hagstofu Íslands.