All posts by Magnús Rúnar Magnússon

Fimmtudagur á Þjóðlagahátíð

Dagur tvö á Þjóðlagahátíð 2019 er hafinn og er dagskráin þétt í dag.  Barnatónleikar verða Siglufjarðarkirkju og íslensk þjóðlög síðar um kvöldið. Ástar og baráttusöngvar verða í Bátahúsinu og einnig verða tónleikar í Bátahúsinu.

Dagskrá:

FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 2019

BARNATÓNLEIKAR

Siglufjarðarkirkja 17.00

Örn Marta mynd.JPG

Marta G. Halldórsdóttir og Örn Magnússon syngja og leika íslensk þjóðlög. Aðgangur ókeypis.

URÐARMÁNI OG UPPVAKNINGAR

ÍSLENSK ÞJÓÐLÖG Í NÝJUM ÚTSETNINGUM

Siglufjarðarkirkja 20.00

Anna Jónsdóttir Ute Völker Ursel Schlicht mynd1.jpg

Tríóið Máninn líður. Anna Jónsdóttir söngur, Ute Völker harmónika, Ursel Schlicht píanó.

VIVE L’AMOUR!

ÁSTAR- OG BARÁTTUSÖNGVAR ÚR ÖLLUM HEIMSHORNUM

Bátahúsið 21.30

Ragnar Heyerdahl Johanna Zwaig mynd.jpg

Johanna Zwaig söngur og Ragnar Heyerdahl fiðla, Noregi

HUGSANASUND

Bræðsluverksmiðjan Grána 23.00

Ásta Kristín Pjetursdóttir.jpg

Ásta Kristín Pjetursdóttir er útlærður víóluleikari en hér syngur hún eigin lög og leikur með á gítar. Hún vann til verðlauna á Músíktilraunum.

Auglýst eftir sjúkraflutningamanni í Fjallabyggð

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði hefur auglýst eftir sjúkraflutningamanni í 100% starf.  Ráðningartími frá 1. september 2019.  Umsóknarfrestur er til og með 22.07.2019.

Helstu verkefni og ábyrgð
– Almenn verkefni sem falla undir verksvið sjúkraflutningamanns.
– Húsumsjón á dagvinnutíma.

Hæfnikröfur
– Grunnréttindi (EMT-B) í sjúkraflutningum er skilyrði.
– Frekari menntun t.d. LTS/BTLS/EMT-I eða EMT-A er kostur.
– Iðnmenntun er kostur.

Umsóknum skal fylgja upplýsingar um nám og starfsferil ásamt prófskírteinum.

Nánari upplýsingar veitir
Hilmar Þór Hreiðarsson – hilmarh@hsn.is – 863 6010
Valþór Stefánsson – valthor.stefansson@hsn.is – 460-2100

Sunnudagskaffi í Alþýðuhúsinu og sýningaropnun

Helgina 6. – 7. júlí verður mikið um að vera í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.  Laugardaginn 6. júlí kl. 14.00 opnar Unndór Egill Jónsson sýningu í Kompunni sem ber yfirskriftina Fleygur, og stendur sú sýning til 28. júlí.

Sunnudaginn 7. júlí kl. 14.30 er boðið uppá Sunnudagskaffi með skapandi fólki þar sem Línus Orri Gunnarsson sér um þjóðlagasamspil. Samspilið fer þannig fram að fólk sest í hring með hljóðfærin sín og spilar það sem það kann úr alþýðuarfi. Allir velkomnir til þess að taka þátt eða hlusta.

Fleygur
Undarfarin ár hefur Unndór Egill verið heillaður að viðarasamsetningum og þeirri virkni sem þær gegna í strúktúrum. Á þessari sýningu hefur Unndór unnið 4 þrykk þar sem sérstakri athygli er beint að því mótsagnakennda hlutverki sem fleygur gegnir í þeim samsetningum.

Tré, sem er grunn efniviður sýningarinnar, mótast af þeim umhverfisþáttum sem eru á vaxtarstað þess. Sólin togar greinarnar í átt til sín. Snjóþyngslin þrýstir því niður. Vatnið flytur að næringu og vindurinn fettir það og brettir. Þegar trjá bolurinn er flettur birtist þessi frásögn í víxlun á sumar- og vetraræðum trésins. Ár eftir ár hleður tréð á sig vitneskju um umhverfi sitt og verður sem lífræn formmyndun þess.

Það má segja að við fyrstu sýn virðist sem geómetrísku línur samsetningarinnar og lífrænu æðar viðarins séu andstæðingar og vinni gegn hvort öðru. En þegar betur er að gáð sést að baki hönnun samsetningarinnar liggur skilningur á eðli trésins. Því viðarsamsetningin tekur mið af náttúrlegum hreyfingum viðarins. Þannig beinir Unndór sjónum að þeim mætti sem verður til þegar andstæður vinna saman og er það von hans að það gefi byr undir vængi þeirra hugmyndar að veröldin sé ein samfeld heild í stað þess að vera samset úr mörgum aðskildum hlutum. Vonarneisti þeirrar hugsunar liggur í aðgerðinni að reka fleyg í samsetninguna því í stað þess að sundra þá sameinar hann.

Unndór Egill Jónsson útskrifaðist með Ba gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2008 og svo með Mfa gráðu frá Listaháskólanum Valand í Gautaborg í Svíþjóð árið 2011. Unndór hefur verið virkur í sýningarhaldi frá útskrift bæði hér á landi sem og erlendis. Helstu sýningar eru Momentu Design í Momentum Arthall í Moss í Noregi árið 2010, Ríki, flóra, fána, fabúla í Listasafni Reykjavíkur árið 2016, Cloudbusters: Intensity vs. Intension í Estonian Museum of Contemporary Art í Tallinn í Eistlandi árið 2018 og einkasýningin Tvívængja í Nýlistarsafninu árið 2015. Með fram sýningarhaldi hefur Unndór verið mjög virku í félagsstarfi innan listheimsins, hann gengdi stöðu formans Myndhöggvarfélagsins í Reykjavík á árunum 2013 til 2015. Þá hefur hann tekið að sér sýningarstjórnun, skipulagst listviðburði. Með fram myndlistinni starfar Unndór nú sem kennari og forstöðumaður verkstæða hjá Listaháskóla Íslands.

Uppbyggingasjóður/Eyþing, Fjallabyggð, Norðurorka, Aðalbakarí, Rammi ehf. Samfélags og menningarsjóður Siglufjarðar og Kjörbúðin styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

Breytingar á stjórnendateymi Grunnskóla Fjallabyggðar

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að gera tímabundna breytingu á stjórnendateymi Grunnskóla Fjallabyggðar til eins árs.  Í stað skólastjóra og aðstoðarskólastjóra verður stjórnendateymið skipað skólastjóra og tveimur deildarstjórum.  Tillaga þessi kom frá deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála Fjallabyggðar.

Þá hefur aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar sagt upp störfum og hefur óskað eftir að láta af störfum frá og með 1. ágúst 2019.

 

Miðvikudagur á Þjóðlagahátíð

Dagskrá Þjóðlagahátíðar 2019 hefst í dag á Siglufirði. Tónleikar verða í Siglufjarðarkirkju, Bátahúsinu og Bræðsluverksmiðju Grána á Siglufirði.

Dagskrá:

BRÁÐUM KEMUR BETRI TÍÐ

ÍSLENSK SÖNGLÖG

Siglufjarðarkirkja 20.00

IMG_4428_0053.jpgBjarni-Thor-0078-2 copy.jpgIngileif Bryndís Þórsdóttir mynd.jpg

Lilja Guðmundsdóttir sópran, Bjarni Thor Kristinsson bassi og Ingileif Bryndís Þórsdóttir píanó

HOME, SWEET HOME

ÁSTAR- OG SAKNAÐARSÖNGVAR ÚR IÐNBYLTINGUNNI Í BANDARÍKJUNUM

Bátahúsið 21.30

Felaboga 3.jpg

Þjóðlagasveitin Felaboga frá Noregi: Elizabeth Gaver fiðla, Mattias Thedens  fiðla og banjo, Hans-Hinrich Thedens gítar og banjo, Paul Kirby banjo, Alix Cordray bassi

RÓMUR

Bræðsluverksmiðjan Grána 23.00

Inga Björk mynd1.jpg

Inga Björk Ingadóttir flytur eigin tónlist fyrir lýru og söngrödd

Námskeið um sögufræg hús á Siglufirði á Þjóðlagahátíð

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði hefst um miðja vikuna og verða þar meðal annars fjölbreytt námskeið. Eitt slíkt námskeið er um sögufræg hús á Siglufirði, en þar segir Örlygur Kristfinnsson frá fólkinu sem bjó í þeim.

Námskeiðið verður haldið dagana 4. og 5. júlí frá kl. 9:00-12:00.

Lýsing á námskeiðinu:

Á námskeiðinu verður saga gamalla húsa á Siglufirði sögð og brugðið upp mynd af þeim sem þar bjuggu. Gengið verður um bæinn og skyggnst inn í skuggsjá tímans.

Verðskrá námskeiða og tónleika má finna á vef hátíðarinnar.

Góð þátttaka í KLM mótinu á Siglógolf

KLM golfmótið var haldið í dag  á Siglógolf á Siglufirði og mættu 21 keppandi til leiks. Mótið hefur verið haldið um árabil, fyrst á Hólsvelli og nú á Siglógolf.  Keppt var í karla- og kvennaflokki í punktakeppni og voru leiknar 18 holur. Nándarverðlaun voru veitt á par 3 holum.

Öll úrslit má finna á golf.is.

Úrslit:

Kvennaflokkur:
1. Hulda Guðveig Magnúsdóttir = 31 punktur
2. Oddný Hervör Jóhannsdóttir = 29 punktar
3. Bryndís Þorsteinsdóttir = 28 punktar

Karlaflokkur:
1. Jóhann Már Sigurbjörnsson = 35 punktar
2. Þorsteinn Jóhannsson = 35 punktar
3. Óðinn Freyr Rögnvaldsson = 32 punktar

Nándarverðlaun á par 3 brautum:
6. hola: Sævar Örn Kárason
7. hola: Benedikt Þorsteinsson
9. hola: Sindri Ólafsson

Image may contain: 3 people, people smiling
Myndir: Kristján Möller.

Image may contain: 3 people, including Jóhann Már Sigurbjörnsson, people smiling, indoorImage may contain: 15 people, including Jóhann Már Sigurbjörnsson, people smiling, outdoor

Þættir um jarðgöng á Norðurlandi vekja athygli

N4 hefur nú sýnt tvo þætti um jarðgöng á Norðurlandi.  Þættirnir eru afar vandaðir og fjalla fyrstu tveir þættirnir um samfélagsleg áhrif Strákaganga við Siglufjörð og Múlaganga við Ólafsfjörð. Vefurinn hefur fengið leyfi til að birta þessa þætti hér. Umsjónarmaður þáttanna er Karl Eskil Pálsson. Næstu þættir munu fjalla um Héðinsfjarðargöng og Vaðlaheiðargöng.

Strákagöng:

Múlagöng:

Fimm mörk og dramatík á Ólafsfjarðarvelli – Umfjöllun í boði Aðalbakarís og Arion banka

Aðalbakarí Siglufirði og Arion banki í Fjallabyggð styðja við umfjöllun um leiki KF í sumar. Aðalbakarí er aðalstyrktaraðili og Arion banki er styrktaraðili allra frétta um KF í sumar.

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Vængir Júpiters mættust á Ólafsfjarðavelli í dag í 9. umferð 3. deildar karla. Leikurinn var eins og aðrir mikilvægur fyrir bæði lið til að halda sér í toppbaráttunni. KF gat komist í 2. sætið með sigri og Vængirnir gátu saxað á forskot KF, en liðið var í 4. sætinu og fjórum stigum frá KF fyrir þennan leik. Það var nokkur vindur á meðan leiknum stóð, eða um 7 m/s og hitinn rétt undir 7 gráðum. Veður var því ekki mjög spennandi fyrir leikmenn og áhorfendur á þessum leik, sem voru þó 89 í stúkunni.

Liðin höfðu mæst fjórum sinnum á síðustu tveimur árum, og skiptust liðin á að vinna heimaleikina í fyrra 2-0, en árið 2017 vann KF 5-0 á heimavelli og tapaði svo 5-3 á útivellinum og voru það miklir markaleikir.

Það voru hins vegar gestirnir sem brutu ísinn og skoruðu fyrsta mark leiksins á 33. mínútu þegar Jónas Svavarsson skoraði og kom Vængjunum í 0-1. Rétt fyrir hálfleik varð svo Hákon Leó fyrir því að skora í eigið mark, og komust Vængirnir í 0-2 og var það einnig staðan í hálfleik.

KF komu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og náðu sér í tvö gul spjöld á fyrstu tíu mínútunum í síðari hálfleik.  Markakóngurinn Alexander Már, skoraði svo mikilvægt mark á 56. mínútu og gaf heimamönnum líflínu og von. Hans 9. mark í deildinni í sumar.  Á 65. mínútu gerði þjálfari KF sína fyrstu skiptingu og kom Þorsteinn Már inná fyrir Vitor, sem hafði nælt sér í gult spjald í upphafi síðari hálfleiks. Á 75. mínútu kom svo tvöföld skipting hjá KF þegar Sævar Þór og Grétar Áki komu inná fyrir Halldór Loga og Hákon Leó. Á 82. mínútu kom svo fjórða skiptingin til að hressa uppá sóknarleikinn þegar Ljubomir kom inná fyrir Val Reykjalín og var nú allt lagt í að ná jöfnunarmarki.  Aðeins þrem mínútum síðar, eða á 85. mínútu fengu KF vítaspyrnu dæmda og á punktinn fór Alexander Már og skoraði hann og jafnaði leikinn í 2-2, hans 10. mark í deildinni í sumar. Tryggvi Guðmundsson þjálfari Vængjanna fékk svo gult spjald fyrir mótmæli en hann var ekki sáttur með vítaspyrnudóminn.

Allt stefndi í jafntefli á Ólafsfjarðarvelli, en þegar þrjár mínútur voru liðnar af uppbótartíma þá skoruðu gestirnir sigurmarkið og unnu dramatískan sigur á Ólafsfjarðarvelli. Þeirra fyrsti sigur á vellinum.

KF er því enn í 3. sæti, en eru aðeins einu stigi á eftir Kórdrengjum. Vængir Júpiters eru farnir að anda ofan í hálsmálið á KF, og eru aðeins stigi á eftir. Næstu umferðir verða spennandi og eru línur í topp- og botnbaráttunni þegar farnar að skýrast.

 

Dalvík/Reynir gerði jafntefli við Fjarðabyggð

Dalvík/Reynir og Fjarðabyggð mættust í gær á Akureyri í íþróttahúsinu Boganum. Leikurinn var í 9. umferð 2. deild karla í knattspyrnu. Dalvík/Reynir var í 8. sæti fyrir þennan leik og Fjarðabyggð var í 6. sæti, en með sigri gátu bæði lið blandað sér í baráttuna í efri part deildarinnar. Dalvík/Reynir hafði aðeins skorað 10 mörk í fyrstu 8 leikjunum, og fengið á sig 10 mörk. Lið Fjarðabyggðar er byggt upp á erlendum leikmönnum og voru sjö erlendir leikmenn í byrjunarliðinu. Dalvík/Reynir hefur hins vegar reynt að byggja upp lið á heimamönnum og reynt að fá sterka erlenda leikmenn í lykilstöður.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en Jón Björgvin fékk gult spjald strax á 17. mínútu, og var honum skipt útaf í hálfleik fyrir Gunnlaug Baldursson. Þjálfari D/R gerði svo tvöfalda skiptingu á 64. mínútu þegar Rúnar Helgi og Jóhann Örn komu inná fyrir Pálma Heiðmann og Steinar Loga. Þegar um sjö mínútur voru eftir af leiknum var reynsluboltinn Gunnar Már Magnússon settur inn á völlinn fyrir Þröst Jónasson. Á 90. mínútu gerði D/R sína síðustu skiptingu þegar Viktor Daði kom inn á fyrir Kristján Frey og lék hann síðustu mínúturnar í uppbótartímanum.

Hvorugu liðinu tókst að skora í þessum leik og endaði hann með 0-0 jafntefli. Fimmta jafntefli D/R í deildinni í 9 leikjum, og hafa þeir gert flest jafntefli af öllum liðunum.

Dalvík/Reynir færðist upp í 7. sæti með þessu jafntefli og eru með 11 stig eftir 9 umferðir. Liðið hefur enn ekki unnið heimaleik, gert 3 jafntefli í þessum þremur heimaleikjum og aðeins skorað 2 mörk. Liðinu hefur hins vegar gengið vel á útileiknum, unnið tvo, gert tvö jafntefli og tapað tveimur.

Nýr göngustígur við Ólafsfjarðarvatn

Fjallabyggð opnaði í vikunni tilboð sem bárust í verk vegna göngustígs suður með Ólafsfjarðarvatni. Tvö tilboð bárust í verkið og voru þau bæði yfir kostnaðaráætlun sem er  4.544.000 kr.  Smári ehf. bauð 4.813.800 kr í verkið og er lægstbjóðandi. Hitt tilboðið kom frá Magnúsi Þorgeirssyni sem hljóðaði upp á 4.943.636 kr.

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka tilboði Smára ehf. í verkið.

Ást og uppreisn á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði

Ást og uppreisn er þema tuttugustu þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði. Hún verður haldin dagana 3.-7. júlí 2019 og koma listamenn frá Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi og Finnlandi fram á hátíðinni auk fjölmargra íslenskra listamanna. Á meðal flytjenda eru Gyða Valtýsdóttir tónskáld sem nýlega var tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs, Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari, þjóðlagasveitin Umbra og bluegrasshljómsveitin Strá-kurr. Frá Noregi koma góðir gestir. Þjóðlagasveitin Felaboga leikur saknaðarsöngva norskra innflytjenda í Bandaríkjunum og söngkonan Johanna Zwaig og fiðluleikarinn Ragnar Heyerdahl leika og syngja ástar- og baráttusöngva úr öllum heimshornum. Ný íslensk kórtónlist verður flutt af kórnum Klið, en hann er einkum skipaður söngelskum tónskáldum. Vikivakadansar verða kenndir og slegið verður upp bandarísku sveitaballi. Þá leikur Steiney Sigurðardóttir sellókonsert Dvoraks með Sinfóníuhjómsveit unga fólksins á tónleikum í Siglufjarðarkirkju undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar, listræns stjórnanda hátíðarinnar.

Námskeið verða haldin fyrir fólk á öllum aldri. Fyrst ber að nefna Þjóðlagaakademíuna þar sem íslensk og erlend þjóðlagatónlist er kennd. Á stökum námskeiðum kennir Jelena Ćirić serbneska þjóðlagatónlist, bandaríski söngvarinn Paul Kirby heldur námskeið í bandarískri bluegrasstónlist og Tómas Manoury opnar heim yfirtónasöngs fyrir gestum hátíðarinnar. Örlygur Kristfinnsson heldur námskeið um húsin á Siglufirði og loks stendur Anna Jónsdóttir söngkona fyrir þjóðlaganámskeiði fyrir börn á aldrinum 5-11 ára.

Nánari upplýsingar veitir Gunnsteinn Ólafsson gol@ismennt.is s: 6926030.

Heimasíða hátíðarinnar er siglofestival.com

Bluegrass-hljómsveitin Strá-kurr kemur fram á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði
Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari setur hátíðina ásamt Lilju Guðmundsdóttur sópran og Ingileif Bryndísi Þórsdóttur píanóleikara.
Norsk-bandaríski flokkurinn Felaboga leikur ástar- og saknaðarsöngva norskra innflytjenda í Bandaríkjunum.

 

Áhersla á lestur og læsi í Grunnskóla Fjallabyggðar að skila sér

Í Grunnskóla Fjallabyggðar hefur læsi nemenda aukist í vetur en sjá má greinilegan árangur allra árganga milli mælinga. Þegar skoðað er meðaltal lesinna orða og þau borin saman við fyrri viðmið nemenda má sjá framfarir í öllum árgöngum Grunnskóla Fjallabyggðar.  Í lok skólaárs 2019  hefur meðaltal lesinna orða náð viðmiði 1 í öllum árgöngum. Fimm árgangar af tíu eru rétt undir viðmiði 2. Árgangar eru ýmist undir eða yfir landsmeðaltali í jafnaldrahópum en þrír árgangar eru þó vel yfir landsmeðaltali.  Frá þessu er greint á vef Fjallabyggðar.

Lestrarviðmið

Gefin hafa verið út stöðluð skimunar og stöðupróf sem lögð eru fyrir nemendur þrisvar á ári.  Viðmiðin eru 3 samtals. Stefnt er að því að 90% nemenda nái viðmiði 1, 50% nemenda nái viðmiði 2 og að 25% nemenda nái viðmiði 3. Þannig setja viðmiðin læsisárangri ákveðið markmið.

Samræmd próf

Læsi og annar námsárangur helst mjög gjarnan í hendur. Óhætt er að segja að læsi sé undirstaða árangurs í öðrum námsgreinum. Niðurstöður samræmdra prófa 4., 7. og 9. bekkja eru annar mælikvarði og af allt öðrum toga. Niðurstöður prófa innan þessa árganga komu ágætlega út og er áhersla lögð á að bera nemendur saman við sjálfa sig og skoða framfarir yfir tímabil. Dæmi um það er gott að sjá framfarastuðul milli 4. og 7.bekkjar og 7. og 9. bekkjar. Ef skoðaðar eru niðurstöður samræmdra prófa í 7.bekk með þessum gleraugum má sjá að árgangurinn heldur vel í fyrri árangur árgangsins sem var vel yfir landsmeðaltali í báðum prófum. Námsmat í 9.bekkjar samræmduprófunum er birt í formi bókstafseinkunna og hægt er að bera dreifingu einkunna saman við dreifingu á landsvísu. Í ár náðu engir nemendur einkunninni A í íslensku og stærðfræði en fjöldi þeirra sem voru með B voru mun fleiri en á landsvísu. Í ensku er árangur hins vegar mun betri en á landsvísu þar sem 13,3% nemenda í Grunnskóla Fjallabyggðar náðu A en á landsvísu voru það 9,1%.

Óhætt er að segja að námsárangur í Grunnskóla Fjallabyggðar sé í sókn og með samstarfi um endurskoðun á stefnu skólans og kennsluháttum standa vonir og metnaður til að gera enn betur.

Heimalestur

Foreldrar eru hvattir til að halda vel utan um nám barna sinna, sýna metnað og ábyrgð þeim til handa. Rannsóknir sýna að nemendum fer aftur í lestri í sumarfríinu, óháð aldri. Lestur, eins og önnur færni, er háð þjálfun.  Ef einstaklingur les ekkert í nokkurn tíma dregur það úr frammistöðu. Þetta er vel þekkt bæði í listum og íþróttum. Nemendur geta misst leshraða niður um það sem samsvarar allt að ávinningi þriggja mánaða æfinga yfir sumartímann.

Að auki er hægt að sækja fjölbreytt námsefni hjá Menntamálastofnun.

Höfundur texta:  Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála Fjallabyggðar.

Aðalfundur Markaðsstofu Ólafsfjarðar

Aðalfundur Markaðsstofu Ólafsfjarðar verður haldinn í dag,  miðvikudaginn 26. júní 2019, kl. 19:30, á Kaffi Klöru í Ólafsfirði.

Dagskrá fundar:

Farið verður yfir verkefni félagsins.
Kynning á mögulegum framtíðarverkefnum.
Félagsgjald verður ákveðið.
Kynning á Arctic Coast Way.
Umræður þjónustuaðila í Ólafsfirði.

Kvöldstund í Þjóðlagasetrinu

Fyrsta kvöldstund sumarsins verður í hlýlegri Bjarnastofu Þjóðlagasetursins á Siglufirði, laugardaginn 29. júní kl. 20:30.  Sérstakur gestur er hin góðkunna mezzó-sópran söngkona Sigríður Ósk Kristjánsdóttir. Hún mun ásamt Eyjólfi Eyjólfssyni tenór og Ave Kara Sillaots harmóníumleikara flytja þjóðlög úr safni sr. Bjarna Þorsteinssonar, forna Gyðingasöngva og einnig innlend og erlend sönglög og dúetta.

Aðgangur ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum.

Ætla auglýsa eftir einstaklingum í viðbragðsteymi í Ólafsfirði

Yfirstjórn Heilbrigðisstofnunnar Norðurlands í Fjallabyggð mun auglýsa eftir einstaklingum í viðbragðsteymi á Ólafsfirði í haust sem stofnunin mun skipuleggja og halda utan um. HSN fékk Björgunarsveitarmenn til að taka við hlutverki vettvangsliða en sveitin náði ekki að manna í þessar stöður og sagði sig frá verkefninu. Upphaf málsins var að fækkað var um einn sjúkrabíl í Fjallabyggð og hefur ekki náðst að fylla í skarðið sem varð eftir í Ólafsfirði.

Samfélags- og menningarsjóður Siglufjarðar úthlutaði 20 styrkjum

Samfélags- og menningarsjóður Siglufjarðar hefur úthlutaði styrkjum fyrir árið 2019. Í stjórn sjóðsins eru Elsa Guðrún Jónsdóttir, Jón Hrólfur Baldursson, og Sigurður Friðfinnur Hauksson. Í ár er úthlutaði 20 styrkjum sem hljóða upp á samtals  9.535.000 kr.

Úthlutunarreglur sjóðsins eru: 

Stjórn sjóðsins mun veita styrki til samfélags- og/eða menningarmála á Siglufirði. Umsækjendur skulu vera lögráða einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki eða stofnanir á Siglufirði.

Styrkir geta verið veittir í einni upphæð við upphaf verkefnis eða eftir framgangi verks. Ef greitt er eftir framgangi verks hefur stjórnin heimild til að kalla eftir áfangaskýrslu og öðrum gögnum.

Í ár hlaut Síldarminjasafnið stærsta styrkinn og Töfrateppið KÁT. Síldarminjasafnið vegna Ljósmyndasafns og Töfrateppið vegna kaup á skíðabarnalyftu/teppi.

Þá hlaut Siglufjarðarkirkja 900.000 kr. styrk vegna hljóðkerfis og Siglufjarðarkirkjugarður 800.000 kr. styrk vegna innkeyrsluhliðs og minningarreits. Þjóðlagahátíðin fékk 400.000 kr vegna reksturs og tónleikahalds og Alþýðuhúsið fékk 300.000 kr. vegna menningarviðburða. Félag um Ljóðasetur Íslands fékk 200.000 kr. vegna menningarstarfs og Félag um Síldarævintýrið fékk 150.000 kr. vegna fjölskylduhátíðar.

Allt metnaðarfullir styrkir að vanda.

Á síðasta ári var úthlutað 25 styrkjum fyrir samtals  6.570.000 kr, og árið 2017 var úthlutað  9.535.000 til 20 aðila, nákvæmlega sama upphæð og í ár.

Úrslit í Húsasmiðjumótinu í golfi á Dalvík

Húsasmiðjumótið í golfi var haldið á Arnarholtsvelli í Dalvíkurbyggð í gær. Mjög góð þátttaka var á mótinu og tóku 26 kylfingar þátt.

Leiknar voru 18 holur í punktakeppni, með og án forgjafar. Veitt voru nándarverð á 1. og 7. braut. Vegleg verðlaun voru fyrir holu í höggi á 3. og 12. braut. Verðlaun voru fyrir lengsta teighögg á 6. braut.

Flesta punkta fékk Helgi Barðason frá GA, með 39 punkta.  Sæmundur Anderson frá GHD var með 37 punkta og Indíana Ólafsdóttir frá GHD var með 34 punkta.  Dagný Finnsdóttir frá GFB var einnig með 34 punkta.

Öll úrslit:

Staða Nafn Klúbbur Fgj. Í dag Hola Staða H1 Samtals
1 Helgi Barðason GA 16 13 F 13 39 39
2 Sæmundur Hrafn Andersen GHD 26 25 F 25 37 37
T3 Indíana Auður Ólafsdóttir GHD 19 23 F 23 34 34
T3 Dagný Finnsdóttir GFB 14 18 F 18 34 34
T5 Marsibil Sigurðardóttir GHD 15 18 F 18 33 33
T5 Sigurður Jörgen Óskarsson GHD 9 12 F 12 33 33
T7 Snæþór Vernharðsson GHD 16 20 F 20 32 32
T7 Annel Helgi Daly Finnbogason GHD 25 30 F 30 32 32
T7 Sigurður Sveinn Alfreðsson GHD 20 24 F 24 32 32
10 Auðunn Aðalsteinn Víglundsson GA 10 15 F 15 31 31
T11 Aðalsteinn M Þorsteinsson GHD 21 28 F 28 30 30
T11 Hjörtur Sigurðsson GA 15 22 F 22 30 30
T11 Sigríður Guðmundsdóttir GFB 19 26 F 26 30 30
14 Björg Traustadóttir GFB 14 21 F 21 29 29
15 Karl Hannes Sigurðsson GH 2 11 F 11 28 28
T16 Guðný Sigríður Ólafsdóttir GHD 30 40 F 40 27 27
T16 Sigurður Hreinsson GH 3 12 F 12 27 27
T18 Gústaf Adolf Þórarinsson GHD 15 26 F 26 25 25
T18 Sigurður Ásgeirsson GHD 34 53 F 53 25 25
T20 Dónald Jóhannesson GHD 16 33 F 33 24 24
T20 Marteinn Halldórsson GR 18 34 F 34 24 24
T20 Jóna Kristín Kristjánsdóttir GFB 24 38 F 38 24 24
23 Guðrún Katrín Konráðsdóttir GHD 29 44 F 44 23 23
24 Hlín Torfadóttir GHD 28 44 F 44 22 22
T25 Lúðvík Már Ríkharðsson GFB 10 28 F 28 21 21
T25 Valdemar Þór Viðarsson GHD 19 34 F 34 21 21
Image may contain: mountain, cloud, sky, outdoor and nature
Mynd: GHD/Facebook.

Vestri vann Dalvík/Reyni með minnsta mun

Dalvík/Reynir heimsótti Vestra í gær í 8. umferð Íslandsmótsins í 2. deild karla. Lið Vestra var í efri hluta deildarinnar en Dalvík/Reynir um miðja deild, og gat með sigri komist í efri hlutann. Liðið flaug með Norlandair til Ísafjarðar og sluppu því við rútuferð í þetta skiptið. Jiminez og Viktor  Daði byrjuðu leikinn á bekknum í þessum leik en Gunnar Már var í byrjunarliðinu.

Í liði Vestra voru 9 erlendir leikmenn þar af voru sex þeirra í byrjunarliði. Þjálfari liðsins er Bjarni Jóhannesson.

Heimamenn skoruðu strax á 30. mínútu með marki frá Pétri Bjarnasyni, hans sjötta mark í deild og bikar í ár í ellefu leikjum. Staðan var því 1-0 í hálfleik.

Þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik kom Jimenez inná fyrir Núma Kárason hjá Dalvík/Reyni, og átti nú að freista þess að jafna leikinn. Aðeins sex mínútum síðar var Jimenez skipt útaf vegna meiðsla og inná kom Viktor Daði. Á 68. mínútu var Gunnari Má skipt útaf fyrir Rúnar Helga og á 84. mínútu var Kristjáni Frey skipt útaf fyrir Brynjar Skjóldal.

Inn vildi boltinn ekki hjá Dalvík/Reyni í þessum leik og vann Vestri með einu marki, lokatölur 1-0. Dalvík/Reynir er í 8. sæti með 10 stig eftir 8 umferðir.

Pétur Bjarnason skoraði mark Vestra í þessum leik. Mynd: vestri.is

KF vann ótrúlegan sigur gegn Kórdrengjum – Umfjöllun í boði Aðalbakarís og Arion banka

Aðalbakarí Siglufirði og Arion banki í Fjallabyggð styðja við umfjöllun um leiki KF í sumar. Aðalbakarí er aðalstyrktaraðili og Arion banki er styrktaraðili allra frétta um KF í sumar.

KF heimsótti Kórdrengina í Safamýrina í Reykjavík í dag í blíðviðri og léttum vindi. Aðstæður og umgjörð leiksins voru til fyrirmyndar og gátu áhorfendur fengið sér kandífloss eða keypt sér hamborgara.  Að auki var frítt á völlinn.

Búist var við mjög erfiðum leik enda hafa Kórdrengirnir farið vel af stað á Íslandsmótinu og voru ósigraðir eftir fyrstu sjö umferðirnar. Liðið hafði að auki skorað 8 mörk í síðustu tveimur leikjum mótsins. Kórdrengir komu upp úr 4. deildinni á síðasta ári og eru með góðan hóp. Markmaður liðsins er Ingvar Þór Kale, sem er með mikla reynslu og leikið 300 leiki í meistarflokka, flesta í efstu deild.

Heimamenn byrjuðu leikinn vel, stjórnuðu leiknum fyrstu 25 mínúturnar í fyrri hálfleik og fengu ótal færi á þeim kafla, áttu nokkur skot í stöng og slá og Halldór markmaður KF hélt liðinu algerlega á floti í fyrri hálfleik og átti hann mjög góðan leik. KF liðið bakkaði óþarflega mikið á þessum kafla og var oft í nauðvörn og gekk illa að halda boltanum en Kórdrengir voru mun meira með boltann. Um miðjan síðari hálfleik var ljótt brot á leikmanni KF úti við hliðarlínuna þar sem virtist vera tveggja fóta tækling, en dómarinn dróg aðeins upp gula spjaldið og voru stuðningsmenn KF í stúkunni ekki ánægðir með þann dóm.

Heimamenn fengu nokkrar hornspyrnur í fyrri hálfleik og var ávalt hætta í kringum þær. Það var algerlega gegn gangi leiksins þegar KF skoraði eftir góða skyndisókn undir lok fyrri hálfleiks, og var þar að verki Halldór Logi Hilmarsson, hans annað mark í sumar.

KF leiddi því mjög óvænt í hálfleik 0-1 á Framvellinum.

Síðari hálfleikur var jafnari en KF lág þó aftur á vellinum og beitti skyndisóknum og lokaði svæðum á Kórdrengina og stilltu upp í föst leikatriði þegar færi gáfust. Um miðjan síðari hálfleik skoraði KF aftur og var það fyrirliðinn Grétar Áki sem kom þeim í 0-2. Mjög óvænt miðað við gang mála í fyrri hálfleik. Eftir markið gerði KF fljótlega tvær skiptingar, Valur Reykjalín og Hákon Leó komu inná fyrir Sævar og Grétar Áka.

Kórdrengir héldu áfram að sækja og skapa sér færi fram á síðustu mínútu leiksins, og loks kom að því að þeir skoruðu mark í uppbótar tíma, og minnkuðu muninn í 1-2. KF gerði svo tvær skiptingar í uppbótar tíma til að fá ferska menn inná og til að drepa niður leikinn.  Eftir langan uppbótartíma flautaði loksins dómari leiksins og KF vann ótrúlegan sigur í þessum toppslag, 1-2 og fá þrjú dýrmæt stig.

KF er nú í 2. sæti deildarinnar eftir 8 umferðir og er með 19 stig.

Ljósmynd: Magnús Rúnar Magnússon /Héðinsfjörður.is
Ljósmynd: Magnús Rúnar Magnússon /Héðinsfjörður.is

45 án atvinnu í Fjallabyggð

Alls voru 45 manns án atvinnu í Fjallabyggð í maí 2019 og fækkaði um 4 á milli mánaða. Alls voru þetta 26 karlar og 19 konur. Atvinnuleysi mælist nú 4,1% í Fjallabyggð.

Í Dalvíkurbyggð voru alls voru 25 án atvinnu í maí 2019, og jókst um tvo frá mánuðinum á undan. Atvinnuleysi mælist nú 2,3% í Dalvíkurbyggð. Alls eru 14 karlar og 11 konur án atvinnu í maímánuði í Dalvíkurbyggð.

Á Akureyri voru 298 án atvinnu í maí, í Norðurþingi voru 56 og í Sveitarfélaginu Skagafirði voru 19 án atvinnu.

Úrslit í Jónsmessumóti í golfi á Siglufirði

Jónsmessumót Segull 67 Brewery var haldið á Siglógolf á Siglufirði í gær. Alls voru 22 kylfingar skráðir á mótið sem var fyrir 18 ára og eldri.  Leiknar voru 9 holur í punktakeppni.

Flesta punkta fékk Jósefína Benediktsdóttir, hún var með 20 punkta og skráð með 15 í forgjöf.  Stefán Aðalsteinsson var með 17 punkta og er hann með 16 í forgjöf. Jóhann Már Sigurbjörnsson var líka með 17 punkta, en mjög jafnt var á punktum í efstu 8 sætunum.

Nándarverðlaun:
6. hola : Kári Freyr Hreinsson
7. hola : Þróstur Ingólfsson
9. hola : Jóhann Már S.

Öll úrslit:

Staða Nafn Klúbbur Fgj. Í dag Hola Staða H1 Punktar
1 Jósefína Benediktsdóttir GKS 15 6 F 6 20 20
T2 Stefán G Aðalsteinsson GKS 16 13 F 13 17 17
T2 Jóhann Már Sigurbjörnsson GKS -4 0 F 0 17 17
T2 Sævar Örn Kárason GKS 3 4 F 4 17 17
5 Jóhanna Þorleifsdóttir GKS 23 14 F 14 16 16
T6 Grétar Bragi Hallgrímsson GA 4 6 F 6 15 15
T6 Hermann Ingi Jónsson GKS 11 14 F 14 15 15
T6 Sindri Ólafsson GKS 10 9 F 9 15 15
T9 Ingvar Kristinn Hreinsson GKS 5 8 F 8 14 14
T9 Þorsteinn Jóhannsson GKS 4 7 F 7 14 14
T9 Bryndís Þorsteinsdóttir GKS 23 20 F 20 14 14
T12 Jóhannes Kári Bragason GÓS 22 18 F 18 13 13
T12 Ólína Þórey Guðjónsdóttir GKS 13 12 F 12 13 13
T14 Benedikt Þorsteinsson GKS 2 9 F 9 12 12
T14 Þröstur Ingólfsson GKS 10 12 F 12 12 12
T14 Ólafur Björnsson GKS 24 26 F 26 12 12
T17 Kári Freyr Hreinsson GKS 8 15 F 15 9 9
T17 Hallgrímur Sveinn Vilhelmsson GKS 9 20 F 20 9 9
T17 Kristófer Þór Jóhannsson GKS 24 36 F 36 9 9
20 Þór Jóhannsson 12 25 F 25 8 8
21 Hulda Guðveig Magnúsardóttir GKS 14 22 F 22 6 6

 

Flugdagurinn á Akureyri í dag

Flugdagur Flugsafn Íslands á Akureyri verður haldinn í dag, laugardaginn 22. júní.  Svæðið opnar kl. 13:00 en flugsýningin sjálf hefst kl:. 14:00.

Í tilefni af 100 ára afmæli flugs á Íslandi verður Circle Air með Þyrluhopp fyrir alla frá 13:00 til 17:00 á Flugdeginum á Akureyrarflugvelli.

10.000 krónur sætið, mætið hjá Circle Air eða hringið í 588 4000.

Image may contain: mountain, outdoor and natureImage may contain: airplane and outdoor

Úrslit miðvikudagsmótaraðarinnar á Skeggjabrekkuvelli

Þriðja umferð golfmótsins Miðvikudagsmótaraðarinnar var haldin 19. júní á Skeggjabrekkuvellli í Ólafsfirði. Mótið verður haldið í 12 skipti í sumar af Golfklúbbi Fjallabyggðar. Fjórtán kylfingar tóku þátt í þessu móti og voru leiknar 9 holur.

Sara Sigurbjörnsdóttir var í 1. sæti með 22. punkta en hún hefur 19 í forgjöf.  Í öðru sæti var Jóna Kristín Kristjánsdóttir með 18 punkta en hún hefur 23 í forgjöf. Í þriðja sæti var Rósa Jónsdóttir með 18 punkta, en hún hefur 15 í forgjöf.

 

Öll úrslit:

Staða Nafn Klúbbur Fgj. Í dag Hola Staða H1 Punktar
1 Sara Sigurbjörnsdóttir GFB 19 6 F 6 22 22
T2 Jóna Kristín Kristjánsdóttir GFB 23 12 F 12 18 18
T2 Rósa Jónsdóttir GFB 15 8 F 8 18 18
T4 Sigríður Guðmundsdóttir GFB 19 12 F 12 17 17
T4 Lúðvík Már Ríkharðsson GFB 12 8 F 8 17 17
T4 Sigurbjörn Þorgeirsson GFB 2 2 F 2 17 17
T7 Sigmundur Agnarsson GFB 17 12 F 12 16 16
T7 Björn Kjartansson GFB 12 9 F 9 16 16
9 Jóhann Júlíus Jóhannsson GFB 26 17 F 17 14 14
10 Björg Traustadóttir GFB 14 12 F 12 13 13
T11 Hafsteinn Þór Sæmundsson GFB 17 19 F 19 12 12
T11 Dagný Finnsdóttir GFB 13 13 F 13 12 12
13 Ármann Viðar Sigurðsson GFB 7 13 F 13 9 9
14 Sigríður Munda Jónsdóttir GFB 43 35 F 35 6 6

Aukaleikarar óskast í þáttinn Ráðherrann með Ólafi Darra

Saga film tekur nú upp sjónvarpsþáttinn Ráðherrann í Dalvíkurbyggð, á Akureyri og víðar á Norðurlandi. Fyrirtækið leitar að aukaleikurum í nokkrar senur og er greitt fyrir þátttökuna. Nánari upplýsingar hér að neðan í aðsendu bréfi. Vinsamlegast aðstoðið við að deila fréttinni.

 

Góðan dag.

Saga film er við tökur á sjónvarpsþættium Ráðherrann með Ólaf Darra í aðalhlutverki. Við Tökum upp nokkrar senur hér á Norðurlandinu á komandi dögum. Okkar vantar extras eða fólk í bakgrunni á nokkrum stöðum.

Hver sena ætti ekki að taka meira en fjórar klukkustundir og borgum við 10.000 kr fyrir það.

Ég set hérna að neðan upplýsingar um hvað og hvar það er sem við þurfum fólk.

Ef þið hafið áhuga og komist með okkur í þetta skemtilega verkefni þá endilega sendið mér email á arnthorthor@gmail.com Þar þarf að koma fram Nafn, aldur, símanúmer og email ásamt hvaða tökur það eru sem þið komist í.

Svo raða ég niður og verð í bandi við hvern og einn.

Með fyrirfram þökkum fyrir hönd Doorway casting.

Arnþór Þórsteinsson.

 

Dagskrá:

 

24. júní

 

20 manns í krikju við jarðaför (Tjarnakirkja í Svarfaðardal)

  1. 13:00

 

20 manns í kirkju við jarðaför sem gerist í fortíð (Tjarnakirkja í Svarfaðardal)

  1. 13.45

 

4 sundgestir (2 mæður, 2 börn) Dalvík, Sundlaug,

  1. 15:30

 

 

26. júní

 

15 manns á Akureyar flugvelli

 

Mæting ca. 8:00 um morguninn.

 

27. júní

 

20x fundargestir (Svarfaðardalur)

 

Mæting yrði ca. 12:30-12 grunar mig.

 

29. júní

 

Gestir á bautanum 8 manns

 

Mæting yrði kl 8:00 um morguninn ca.