All posts by Magnús Rúnar Magnússon

KF aftur á sigurbraut – Umfjöllun í boði Arion banka

Arion banki í Fjallabyggð er styrktaraðili fréttaumfjallana um Knattspyrnufélag Fjallabyggðar í sumar.

KF mætti Ægi frá Þorlákshöfn á Ólafsfjarðarvelli í dag. Leiknum seinkaði um 15 mínútur þar sem gestirnir komu seint til Fjallabyggðar. Liðin höfðu mæst í fjórum leikjum á síðustu fjórum árum og vann KF báða leikina á síðasta ári en liðin gerðu jafntefli og svo vann Ægir sinn heimaleik árið 2016. Ægir var með 7 stig fyrir leikinn og KF aðeins 3 stig svo það var mikið undir hjá heimamönnum sem höfðu byrjað mótið frekar illa. KF var án sigurs í síðustu þremur leikjum fyrir þennan leik.

Björn Andri og Aksentije Milisic voru ekki í byrjunarliði en Björn Andri byrjaði á bekknum og Aksentije var ekki í hóp. Sævar Þór og Kristófer Andri komu inni í byrjunarliðið í þessum leik. Völlurinn var mjög blautur í þessum leik og reyndu gestirnir hvað eftir annað að krossa frá væng og inn í teig en varnarmenn KF stóðu vaktina vel í þessum leik. Staðan var 0-0 í hálfleik en meira fjör var í síðari hálfleik. Markaskorarinn Jonathan Hood kom inná á 60. mínútu fyrir Ægi og hann átt eftir að koma við sögu í síðari hálfleik. Jakob Auðun kom inná fyrir Friðrik Örn á sömu mínútu fyrir KF.  En á 62. mínútu missa Ægismenn leikmann af velli með sitt annað gula spjald á 8 mínútum. Þjálfari KF gerði strax skiptingu til að bregðast við þessu og setti Björn Andra inn fyrir Sævar Þór. Ljubomir Delic skorar svo þegar um 20. mínútur eru eftir af leiknum, og staðan orðin 1-0 fyrir heimamenn. Þegar um 10 mínútur eru eftir af leiknum fær Jonathan Hood beint rautt spjald fyrir ljótt brot á leikmanni KF, og heimamenn orðin tveimur fleiri. Á 83. mínútu fékk svo einn af liðsstjórum Ægis rautt spjald fyrir mótmæli. Grétar Áki innsiglaði svo sigur KF á 87. mínútu með góðu marki. Staðan 2-0 og nokkrar mínútur eftir. KF náði að halda út og náðu dýrmætum þremur stigum í þessum leik.

KF er núna í 8. sæti eftir 6 umferðir og er með 6 stig.

Sigríður Huld sýnir í Bergi

Sigríður Huld sýnir verk sín í Bergi á Dalvík dagana 16.-28. júní.

Sigríður Huld Ingvarsdóttir er fædd og uppalin í Bárðardal, Suður-Þingeyjarsýslu og sækir innblástur til fortíðarinnar úr sveitinni. Gæruskinn, hestar, kindur og náttúran spila stórt hlutverk í verkum hennar sem öll eru unnin með klassískum miðlum, olía á striga og kol.

Hún útskrifaðist af fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri  2011 og árið eftir flutti hún til Svíþjóðar til að stunda nám við SARA The Swedish Academy of Art, sem þá var staðsett í Stokkhómi en er nú í Simrishamn. Í SARA stundaði hún nám við klassíska teikningu og olíumálun þar sem einungis var unnið eftir lifandi fyrirmyndum og uppstillingum. Hún útskrifaðist þaðan vorið 2015 og hefur síðan búið og starfað í Uppsölum í Svíþjóð. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þá í fjölda samsýninga, bæði á Íslandi og í Svíþjóð, en þetta er fyrsta einkasýningin hennar á Íslandi síðan hún flutti til Svíþjóðar.

„Síðastliðin 3 ár hef ég gert portrett of konum og dýrum þar sem ég sæki innblástur til fortíðar minnar: áferðar gæruskinnsins, íslenska hestsins og kindarinnar og einnig til gömlu sagnanna. Ég vil að áhorfandinn geti farið inn í málverkið og ímyndað sér hvað sé handan sjóndeildarhringsins, fundið ylin frá gæruskinninu og heyrt hestinn frísa. Ég vil að áhorfandinn geti í smástund gleymt því hvað er að gerast í heiminum, endalausar fréttir og auglýsingar herja á okkur stanslaust og það er svo auðvelt að gleyma fegurðinni. Með minni myndlist vil ég minna fólk á hana.

Hvert málverk og teikning hefur sögu á bakvið sig. Þau fjalla um minningar mínar og drauma.  Ég geri portrett af dýrum og tel það vera alveg jafn mikilvægt að fanga einstaklingshætti dýrsins líkt og portrettum af fólki. Ég vinn að því að ná fram dýptinni og birtunni sem er svo einstök á Íslandi, skapa heildarstemmingu með litum, ljósi og skugga. Verkin eru tímalaus, einlæg og falleg. Handverkið skiptir miklu máli í minni list. Ég bý til verk, sem sýna hlutina eins og ég sé þá, með olíu og kolum. Þar spilar stórt hlutverk að vinna eftir lifandi fyrirmyndum og uppstillingum. Núna notast ég þó einnig við ímyndurnaraflið og ljósmyndir en minni mig ávalt á að vinna útfrá því hvað augun mín sjá en ekki einungis hvað ljósmyndin sýnir.“

Björn Valdimarsson og Scott Probst opna sýningu á Kaffi Klöru á 17. júní

Ástralski ljósmyndarinn Scott Probst, sem nú er húshaldari í Listhúsinu á Ólafsfirði og Björn Valdimarsson, halda ljósmyndasýningu í Kaffi Klöru nú í sumar.

Myndirnar voru teknar í Ólafsfirði og víðar á Norðurlandi.  Scott sýnir myndir af húsum og landslagi og Björn af fólki sem býr eða hefur starfað í Ólafsfirði. Sýningin verður opnuð á þjóðhátíðardaginn þann 17. júní kl. 11:30 og verður hún opin fram eftir sumri.

Mynd: Björn Valdimarsson

Ærslabelgur á Blöndalslóð á Siglufirði

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að nýr ærslabelgur verði uppsettur á Blöndalslóðinni á Siglufirði og mun sú staðsetning verða sett í grenndarkynningu. Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð hlaut styrk fyrir kaupum á ærslabelg og voru fimm tillögur að staðsetningu sem komu til greina. Þetta verður frábær viðbót við miðbæinn á Siglufirði og á belgurinn eflaust eftir að vera mikið notaður.

Eins og greint var frá hér á vefnum í lok maí þá sótti Foreldrafélagið Leiftur um styrk til Fjallabyggðar til að setja upp ærslabelg í Ólafsfirði. Styrkurinn var samþykktur og verður belgurinn uppsettur við Íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði.

 

Lítið um breytingar og útstrikanir í Fjallabyggð

Aðeins voru um 2-5 breytingar eða útstrikanir á hverjum lista sem bauð sig fram í Fjallabyggð í vor.  Atkvæði sem greidd voru á kjörfundi voru alls 1025.  Utankjörfundaratkvæði voru alls 229. Greidd atkvæði voru alls1254.  Útstrikanir og breytingar höfðu ekki áhrif á sætaskipan í sveitarstjórn og eru kjörnir aðal- og varamenn eftirtaldir:

Aðalmenn: sæti, nafn, listi, atkvæði í sæti
1 Helga Helgadóttir D, 539
2 Jón Valgeir Baldursson H, 371
3 Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir I, 297
4 S. Guðrún Hauksdóttir D, 269
5 Særún H Laufeyjardóttir H, 185,5
6 Tómas Atli Einarsson D, 179,7
7 Nanna Árnadóttir I, 148,5

Varamenn eru :
1 Ólafur Stefánsson D, 134,8
2 Helgi Jóhannsson H, 123,7
3 Hjördís Hjörleifsdóttir D, 107,8
4 Konráð Karl Baldvinsson I, 99
5 Þorgeir Bjarnason H, 92,8
6 Ingvar Guðmundsson D, 89,8
7 Hrafnhildur Ýr Denke, I, 74,25

Niðurstaða kosninga er sem hér segir.
Kjósendur á kjörskrá og greidd atkvæði: karlar, konur, samtals
Kjósendur á kjörskrá 1578
Atkvæði greidd á kjörfundi 1025
Utankjörfundaratkvæði 229
Alls greidd atkvæði 1254
Auðir seðlar voru 41
Ógildir voru 6
Gild atkvæði féllu þannig:
D listi Sjálfstæðisflokks 539 atkv., 44,7% , 3 kjörnir fulltrúar.
H listi fyrir Heildina 371 atkv., eða 30,7%, 2 kjörnir fulltrúar.
I listi Betri Fjallabyggð 297 atkv., eða 24,6%, 2 kjörnir fulltrúar.
Gild atkvæði alls 1207

Gunnar Birgisson ráðinn áfram til 4 ára

Samþykkt hefur verið að ráða Gunnar Inga Birgisson sem bæjarstjóra Fjallabyggðar til ársins 2022. Gunnar verður 71 árs í haust og verður því á 75 ára þegar kjörtímabilinu lýkur. Fulltrúar H-listans sátu hjá við atkvæðagreiðslu um ráðningu bæjarstjóra. Gunnar hefur verið bæjarstjóri frá árinu 2015 og þykir hafa staðið sig vel og komið stórum málum áfram fyrir sveitarfélagið.

Gunnar áfram bæjarstjóri -áhersla lögð á grunnþjónustu og atvinnulíf – Gervigrasvöllur í Ólafsfirði

Í málefnasamningi Sjálfstæðisflokks og Betri Fjallabyggðar sem opinberaður var síðdegis í dag kemur fram að Gunnar Birgisson verður áfram bæjarstjóri. Lögð verður áhersla á að treysta innviði sveitarfélagsins,  efla grunnþjónustu, atvinnulíf,  frístundir og menningu. Framboðin eru sammála um að halda áfram þeirri vegferð sem lögð hefur verið upp með á síðasta kjörtímabili varðandi framkvæmdir og stefnumótun. Fulltrúi X-D verður formaður bæjarráðs og fulltrúi X-I verður forseti bæjarstjórnar.

Fasteignaskattur verður lækkaður um 10% að lágmarki. Systkinaafsláttur verður aukinn, frístundastyrkur hækkar úr 30 þús. í 40 þús.  Niðurgreiðsla skólamáltíða verður aukin um 10%. Frítt verður í sund og líkamsrækt fyrir eldri borgara og öryrkja. Almenningssamgöngur verða efldar á milli byggðarkjarna.

Byggður verður gervigrasvöllur í Ólafsfirði með lýsingu og bættri aðstöðu fyrir áhorfendur. Stefnt er að því að völlurinn verði tekinn í notkun árið 2020.

Nánar verður fjallað um ákveðin mál hér á vefnum á næstu dögum.

KF mætir Ægi á Ólafsfjarðarvelli á föstudaginn – Umfjöllun í boði Arion banka

Arion banki í Fjallabyggð er styrktaraðili fréttaumfjallana um Knattspyrnufélag Fjallabyggðar í sumar.

Búið er að breyta leiktíma á leik KF og Ægis í 3. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn mun fara fram föstudaginn 15. júní kl. 18:00 á Ólafsfjarðarvelli.  KF hefur kallað eftir því að heimamenn fjölmenni á völlinn og hvetji liðið til sigurs í þessum mikilvæga leik.

KF er sem stendur í neðsta sæti deildarinnar með 3 stig, liðið hefur nú tapað þremur leikjum í röð í deildinni og vantar nauðsynlega fleiri sigra til að færa sig ofar í töflunni.  Eini sigurinn til þessa kom á móti Augnablik í 2. umferðinni, og eru það einu mörkin sem liðið hefur náð að skora. Ljubomir Delic er sá eini í liðinu sem hefur náð að skora til þessa og það þarf að breytast. Dreifingin þarf að vera meiri og liðinu vantar fastan markaskorarar sem skorar yfir 10 mörk á hverri leiktíð.

Ægir er í 6 .sæti deildarinnar með 7 stig, en liðið hefur sigrað 2 leiki, gert eitt jafntefli og tapað tveimur leikjum. Liðið hefur skorað 8 mörk og fengið á sig 7. Í tveimur af þessum 5 leikjum hefur liðinu ekki tekist að skora. Ægir féll úr 2. deildinni árið 2016 og hefur ekki náð að vinna sig aftur upp um deild. Liðið styrkti sig töluvert fyrir mótið og fékk nýja erlenda leikmenn. Lið endaði í 7. sæti í deildinni í fyrra og átti næst markahæstamann mótsins, með 13 mörk en það var Jonathan Hood.

Samstarfssamningur meirihluta í Fjallabyggð opinberaður

Bæjarstjórn Fjallabyggð mun halda fund í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði kl. 17:00 í dag. Á þessum fundi verður samstarfssamningur meirihlutaflokka í Fjallabyggð opinberaður. Gert er ráð fyrir að Gunnar Birgisson verði áfram bæjarstjóri Fjallabyggðar en það verður einnig opinberað á þessum fundi. Þá verður kosið í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum. Það ríkir óneitanlega einhver spenna hjá kjósendum að sjá hvaða stóru mál og loforð hafa náð inn á þennan málefnasamning.

Hættir eftir 52 ára starf í Grenivíkurskóla

Grenivíkurskóla var slitið með formlegum hætti mánudaginn 4. júní síðastliðinn.  Þrír nemendur voru útskrifaðir úr 10.bekk.  Skólastjóri Grenivíkurskóla fór yfir skólastarfið í vetur og þakkaði starfsfólki, nemendum og foreldrum fyrir veturinn.  Þá minnti hún á mikilvægi lesturs og hvatti nemendur til að vera duglegir að lesa í sumar.

Sigríður Sverrisdóttir hættir störfum við skólann í vor, en nú eru 52 ár síðan hún hóf kennslu við Barnaskólann á Grenivík, þá aðeins 18 ára gömul.  Fyrstu nemendur Siggu voru 25 talsins.  Margir þeirra mættu á skólaslitin til að fagna þessum tímamótum með kennaranum sínum.  Sigríður er búin að kenna þremur kynslóðum í sumum tilfellum.   Störf hennar í þágu íbúa sveitarfélagsins eru mikil og góð, hún hefur stutt bæði við nemendur og foreldra, sinnt íslenskukennslu fyrir útlendinga, verið frumkvöðull Grænfánaverkefnisins í sveitarfélaginu og hjálpað mörgum nýjum kennurum að fóta sig í starfi.

Heimild: grenivik.is

Umsækjendur um embætti forstjóra Sjúkratrygginga Íslands

Ellefu sóttu um embætti forstjóra Sjúkratrygginga Íslands sem auglýst var laust til umsóknar 18. maí síðastliðinn. Heilbrigðisráðherra mun skipa í stöðuna frá 1. nóvember 2018 til fimm ára að fenginni tillögu stjórnar Sjúkratrygginga Íslands, líkt og kveðið er á um í lögum um sjúkratryggingar.

Í 7. gr. laganna er kveðið á um skipun forstjóra, verkefni og ábyrgð. Forstjóri skal hafa lokið námi á háskólastigi og búa yfir rekstri af reynslu og stjórnun sem  nýtist í starfi. Forstjóri ræður aðra starfsmenn stofnunarinnar og annast daglegan rekstur hennar. Forstjóri ber ábyrgð á því að sjúkratryggingastofnunin starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf. Forstjóri ber ábyrgð á starfsemi stofnunarinnar og á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.

Frestur til að sækja um embættið rann út 10. júní. Umsækjendur um embættið eru eftirtaldir:

 • Berglind Ólafsdóttir, áfengis- og fíkniefnaráðgjafi
 • Guðrún Ingibjörg Gylfadóttir, formaður
 • Hrannar Björn Arnarsson, framkvæmdastjóri
 • Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri
 • Ingunn Björnsdóttir, dósent
 • María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri
 • Ragnar Magnús Gunnarsson, sviðsstjóri
 • Sigríður Haraldsdóttir, sviðsstjóri
 • Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent
 • Þorvaldur Ingi Jónsson, þróunarstjóri
 • Þröstur Óskarsson, deildarstjóri

Kvöldstund í Þjóðlagasetrinu – Olíutankur Síldarminjasafnsins

Fyrsta kvöldstund Þjóðlagasetursins þetta sumarið verður í gamla olíutanknum við Síldarminjasafnið á Siglufirði. Sérstakur gestur setursins þessa vikuna er hin magnaða svissneska fjöllistakona Rea Dubach. Rea mun ásamt Eyjólfi Eyjólfssyni flytja spunaverk við langspilsleik í raftónlistarlegri útfærslu. Kvöldstundin hefst klukkan 20:00, föstudaginn 15. júní og stendur yfir í um 40 mínútur. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir!

 

17. júní dagskrá í Dalvíkurbyggð

Fjölbreytt dagskrá verður á þjóðhátíðardaginn í Dalvíkurbyggð. Meðal annars verður hlaup, skrúðganga, hátíðarstund í Bergi, hoppukastalar, leiktæki, sápubolti og fleira.

Kl. 08:00    Fánar dregnir að húni – allir fánar á loft!

Kl. 11:00    17. júní hlaupið fer fram á íþróttavellinum á Dalvík í umsjón frjálsíþróttadeildar UMFS. Skráning á staðnum fyrir hlaup og verðlaunaafhending að hlaupi loknu.

Kl. 13:00    Skrúðganga leggur af stað frá Íþróttamiðstöð að Menningarhúsinu. Þátttakendur eru beðnir um að mæta tímanlega og taka með sér fána og veifur.

Kl. 13:30    Hátíðarstund í Menningarhúsinu Bergi

 • Ávarp fjallkonunnar
 • Hátíðarræða
 • Leikhópurinn Lotta
 • Tónlistaratriði
 • Það spáir karamellurigningu í kringum Berg


Að lokinni hátíðarstund við Berg:

 • Hestamennska – Sveinbjörn Hjörleifsson og aðstoðarmenn hans teyma hesta undir börnum við Krílakot.
 • Leiktæki í umsjón flokksstjóra Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar í kirkjubrekku –
 • Sápubolti, vatnsrennibraut, og fleira skemmtilegt.
 • Í tilefni af 20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar verða að auki 3 hoppukastalar fyrir börnin.

Foreldrar athugið: það verður hægt að bleyta sig í sumum leiktækjum og því æskilegt að börnin hafi föt til skiptanna.

Myndlistasýning í Bergi opin frá 12 – 17. 
Sigríður Huld Ingvarsdóttir sýnir olíu og kolamyndir.
Allir velkomnir.

Hátíðarkaffi
Barna– og unglinaráð knattspyrnudeildar UMFS selur hátíðarkaffi í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju að lokinni hátíðarstund. Verð 13 ára og eldri 1.500 kr, börn 6-12 ára 500 kr. Frítt fyrir börn 0-6 ára miðast við leikskólaaldur. Kaffið stendur til kl 17:00.

Kl. 18:30 – 21:00    Sundlaugarfjör í íþróttamiðstöðinni/sundlaug.  Dúndrandi tónlist og fatasund fyrir þá sem vilja!  Fríar pylsur og svali í boði við íþróttamiðstöðina í umsjón Ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar. Allir velkomnir – frítt inn.

Ráðin í stöðu safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga

Berglind Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin í stöðu safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga frá 1. júlí 2018.  Tvær umsóknir bárust um starfið.

Berglind Þorsteinsdóttir hefur lokið BA prófi í fornleifafræði frá sagnfræði- og heimspekideild Háskóla  Íslands sem og meistaraprófi í menningarfræðum frá sama skóla. Einnig hefur Berglind lokið ýmsum námskeiðum s.s. í grafískri miðlun.

Berglind hefur víðtæka reynslu af störfum við fornleifagröft jafnt hérlendis og erlendis. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri við öflun heimilda og skráningu safnmuna m.a. hjá Listasafni Skagfirðinga og Byggðasafni Skagfirðinga. Einnig hefur hún starfað sem ritstjóri og blaðamaður.

Nýr öflugur dráttarbátur á Norðurlandi

Hafnasamlag Norðurlands fékk um helgina nýjan öflugan dráttarbát en báturinn hefur verið í  smíðum síðastliðið  ár í skipasmíðastöðinni Armon í norðurhluta Spánar. Nýr dráttarbátur fyrir Hafnasamlag Norðurlands hefur verið inni á samgönguáætlun en smíði hans er styrkt um tæp 60% af hafnabótasjóði.  Kaupverðið á bátnum er um 490 milljónir króna er það á pari við kostnaðaráætlun.  Báturinn hefur hlotið nafnið Seifur.

Báturinn er 42 tonna togkraft og því fjórfalt öflugri en sá sem fyrir er. Hann er 22 metra langur og 9 metra breiður. Báturinn er búinn azimuth skrúfubúnaði og verður öflugasti dráttarbátur landsins.  Hann er með tveimur Cummins vélum 1193 kW. Með Azimuth skrúfum en þær er hægt að láta snúast í hring og eykur stjórnhæfni bátsins verulega.  Báturinn er með sprautu til slökkva eld og 25 tonmetra þilfarskrana.

Með því að festa kaup á svo öflugum dráttarbát er svarað kalli breyttra tíma, skipin stækka og núverandi dráttarbátar hafa ekki verið nógu öflugir fyrir Hafnasamlagið. Með tilkomu nýja bátsins eykst öryggið til muna og þjónustugildið eykst gríðarlega.  Einnig opnast möguleikar á að þjónusta aðrar hafnir á Norðurlandi eins og t.d. Húsavíkurhöfn en mikil þörf er á þjónustu dráttarbáts þar eftir að stóriðjan á Bakka opnaði.

 

Gunnþór kjörinn forseti sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson er nýr forseti sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar. 1. varaforseti er Guðmundur St. Jónsson og 2. varaforseti er Þórhalla Franklín Karlsdóttir. Meirihluti og minnihluti hefur samþykkt fulltrúa í ráð og nefndi í Dalvíkurbyggð.

Byggðarráð
Aðalmenn:
Formaður: Jón Ingi Sveinsson (B) kt. 050659-2169
Varaformaður: Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D) kt. 130375-5619
Guðmundur St. Jónsson (J) kt. 230571-6009
Varamenn:
Þórhalla Franklín Karlsdóttir (B) kt. 300675-3369
Þórunn Andrésdóttir (D) kt. 020870-3899
Dagbjört Sigurpálsdóttir (J) kt. 050478-3279

Yfirkjörstjórn 2018-2022
Aðalmenn:
Formaður: Helga Kristín Árnadóttir kt. 260160-3899
Varaformaður: Ingibjörg María Ingvadóttir kt. 110369-3369
Ingvar Kristinsson kt. 280552-2249
Varamenn:
Guðbjörg Inga Ragnarsdóttir kt. 180859-3069
Margrét Ásgeirsdóttir kt. 271268-3439
Hákon Viðar Sigmundsson kt. 280363-3169

Dalbær, stjórn
Aðalmenn:
Formaður: Kristinn Bogi Antonsson (B) kt. 130770-4289
Varaformaður: Valdís Guðbrandsdóttir (J) kt. 270477-4619
Heiða Hilmarsdóttir (B) kt. 180859-3499
Rúna Kristín Sigurðardóttir (D) kt. 150873-4879
Valdemar Þór Viðarsson (D) kt. 011172-4079
Varamenn:
Felix Rafn Felixson (B) kt. 060478-4499
Þórhalla Franklín Karlsdóttir (B) kt. 300675-3369
Ásdís Jónasdóttir (D) kt. 171161-5099
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D) kt. 130375-5619
Marinó Þorsteinsson (J) kt. 281058-2749

Haustfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar (AFE) 
Aðalmenn:
Valdemar Þór Viðarsson (D) kt. 011172-4079
Jón Ingi Sveinsson (B) kt. 050659-2169
Guðmundur St Jónsson(J) kt 230571-6009

Varamenn:
Þórunn Andrésdóttir (D) kt. 020870-3899
Þórhalla Franklín Karlsdóttir (B) kt. 300675-3369
Dagbjört Sigurpálsdóttir (J) kt. 050478-3279

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga
Aðalmaður:
Þórhalla Franklín Karlsdóttir (B) kt. 300675-3369
Kristján Eldjárn Hjartarson (J) kt 100956-3309
Varamenn:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D) kt. 130375-5619
Dagbjört Sigurpálsdóttir (J) kt 050478-3279

Fulltrúaráð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands
Aðalmaður:
Valdimar Bragason (B) kt. 180851-2329
Varamaður:
Valdemar Þór Viðarsson (D) kt. 011172-4079

Eyþing, aðalfundur
Aðalmenn:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D) kt. 130375-5619
Katrín Sigurjónsdóttir (B) kt. 070268-2999
Lilja Guðnadóttir (B) kt. 200668-3759
Kristján Eldjárn Hjartarson (J) kt. 100956-3309

Varamenn:
Valdemar Þór Viðarsson (D) kt. 011172-4079
Þórhalla Franklín Karlsdóttir (B) kt. 300675-3369
Felix Rafn Felixson (B) kt. 060478-4499
Guðmundur St Jónsson (J) kt 230571-6009

Atvinnumála- og kynningarráð 
Aðalmenn
Formaður: Valdemar Þór Viðarsson (D) kt. 011172-4079
Varaformaður: Tryggvi Kristjánsson (B) kt. 240370-3449
Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir (B) kt. 060662-4369
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir (D) kt. 290491-3559
Snæþór Arnþórsson (J) kt. 020284-3079
Varamenn:
Rúna Kristín Sigurðardóttir (D) kt. 150873-4879
Ásdís Jónasdóttir (D) kt. 171161-5099
Sölvi Hjaltason (B) kt. 200452-3139
Sigvaldi Gunnlaugsson (B) kt. 290569-3039
Katrín Sif Ingvarsdóttir (J) kt. 140685-2409

Hússtjórn Rima 2018-2022 
Aðalmaður:
Katrín Sigurjónsdóttir (B) kt. 070268-2999
Varamaður:
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D) kt. 130375-5619

Fræðsluráð
Aðalmenn:
Formaður: Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D) kt. 130375-5619
Varaformaður: Felix Rafn Felixson (B) kt. 060478-4499
Þórhalla Franklín Karlsdóttir (B) kt. 300675-3369
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir (D) kt. 290491-3559
Dagbjört Sigurpálsdóttir (J) kt. 050478-3279
Varamenn:
Kristján Guðmundsson (B) kt. 150290-4069
Steinunn Jóhannsdóttir (B) kt. 110166-5249
Þórunn Andrésdóttir (D) kt. 020870-3899
Eva Björg Guðmundsdóttir (D) kt. 051270-4529
Júlíana Kristjánsdóttir (J) kt. 290787-3869

Menningarráð
Aðalmenn:
Formaður: Ella Vala Ármannsdóttir (J) kt. 190580-3189
Varaformaður: Valdemar Þór Viðarsson (D) kt. 011172-4079
Heiða Hilmarsdóttir (B) kt. 180859-3499
Varamenn:
Katrín Sif Ingvarsdóttir (J) kt 140685-2409
Birta Dís Jónsdóttir (D) kt. 110897-3329
Guðmundur Kristjánsson (B) kt. 240766-3459

Íþrótta- og æskulýðsráð
Aðalmenn
Formaður: Þórunn Andrésdóttir (D) kt. 020870-3899
Varaformaður: Jóhann Már Kristinsson (B) kt. 090793-3659
Eydís Arna Hilmarsdóttir (B) kt. 250397-3489
Gunnar Eiríksson (D) kt. 080381-4179
Magni Óskarsson (J) kt 110687-2739
Varamenn:
Jóhannes Tryggvi Jónsson (B) kt. 030962-3899
Jónína Guðrún Jónsdóttir (B) kt. 051276-4269
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir (D) kt. 290491-3559
Guðbjörg Anna Óladóttir (D) kt. 121093-4569
Guðríður Sveinsdóttir (J) kt. 270382-4289

Félagsmálaráð
Aðalmenn:
Formaður: Lilja Guðnadóttir (B) kt. 200668-3759
Varaformaður: Eva Björg Guðmundsdóttir (D) kt. 051270-4529
Gunnar Eiríksson (D) kt. 080381-4179
Felix Jósafatsson (U) kt. 020953-3739
Katrín Sif Ingvarsdóttir (J) kt 140685-2409
Varamenn:
Haukur Arnar Gunnarsson (D) kt. 161169-4479
Dana Jóna Sveinsdóttir (D) kt. 240560-7399
Kristín Heiða Garðarsdóttir (B) kt. 120884-2989
Guðfinna Ásdís Arnardóttir (B) kt. 281151-3719
Marinó Þorsteinsson (J) kt. 281058-2749

Barnaverndarnefnd 
Aðalmenn:
Hólmfríður Amalía Gísladóttir kt. 101164-3739
Oliver Edvardsson kt. 071059-3249
Varamenn:
Hildigunnur Jóhannesdóttir kt. 230372-4389
Jóhannes Tryggvi Jónsson kt. 030962-3899

Landbúnaðarráð
Aðalmenn:
Formaður: Jón Þórarinsson (B)
Varaformaður: Ingunn Magnúsdóttir (J) kt 190988-3259
Guðrún Erna Rúdólfsdóttir (B) kt. 221273-3709
Hildur Birna Jónsdóttir (D) kt. 011070-4269
Freyr Antonsson (D) kt. 080876-4919
Varamenn:
Sigvaldi Gunnlaugsson (B) kt. 290569-3039
Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir (B) kt. 060662-4369
Guðrún Anna Óskarsdóttir (D) kt. 040879-5959
Eva Björg Guðmundsdóttir (D) kt. 051270-4529
Óskar S.Gunnarsson (J) kt. 160159-2359

Umhverfisráð
Aðalmenn:
Formaður: Haukur Arnar Gunnarsson (D) kt. 161169-4479
Varaformaður: Monika Margrét Stefánsdóttir (B) kt. 070478-5959
Eva Björg Guðmundsdóttir (D) kt. 051270-4529
Lilja Bjarnadóttir (B) kt. 300985-2629
Helga Íris Ingólfsdóttir (J) kt. 200478-5689
Varamenn:
Friðrik Vilhelmsson (B) kt. 060865-5669
Snæþór Vernharðsson (B) kt. 230473-3239
Birta Dís Jónsdóttir (D) kt. 110897-3329
Júlíus Magnússon (D) kt. 071262-5109
Emil Einarsson (J) kt 040873-3929

Veitu- og hafnaráð
Aðalmenn:
Formaður: Valdimar Bragason (B) kt. 180851-2329
Varaformaður: Monika Margrét Stefánsdóttir (B) kt. 070478-5959
Ásdís Jónasdóttir (D) kt. 171161-5099
Gunnþór E. Sveinbjörnsson (D) kt. 080248-2029
Kristján Eldjárn Hjartarson (J) kt 100956-3309
Varamenn:
Gunnhildur Gylfadóttir (B) kt. 040170-3409
Hólmfríður Skúladóttir (B) kt. 070473-5859
Júlíus Magnússon (D) kt. 071262-5109
Óskar Þór Óskarsson (D) kt. 090391-3219
Dagur Óskarsson (J) kt. 010977-3479

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar var í dag, mánudaginn 11. júní.

Í sveitarstjórn sitja nú:

Aðalmenn:
Katrín Sigurjónsdóttir (B)
Jón Ingi Sveinsson (B)
Þórhalla Karlsdóttir (B)
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson (D)
Þórunn Andrésdóttir (D)
Guðmundur St. Jónsson (J)
Dagbjört Sigurpálsdóttir (J)

Varamenn:
Felix Rafn Felixson (B)
Jóhannes Tryggvi Jónsson (B)
Lilja Guðnadóttir (B)
Valdemar Þór Viðarsson (D)
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir (D)
Katrín Sif Ingvarsdóttir (J)
Kristján Hjartarson (J)

Á fundi sveitarstjórnar var einnig samþykktur Málefna- og samstarfssamningur á milli B-lista og D-lista

Katrín Sigurjónsdóttir nýr sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar

Katrín Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin nýr sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar en það var samþykkt samhljóða á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar sem fram fór í dag, mánudaginn 11. júní. Katrín er jafnframt oddviti B-lista framsóknar- og félagshyggjufólks.

Katrín er fædd 1968 og hefur verið búsett á Dalvík frá árinu 1988. Áður bjó hún einn vetur á Árskógsströnd en er uppalin á Glitstöðum í Norðurárdal í Borgarfirði. Foreldrar eru Sigurjón Margeir Valdimarsson frá Hreiðri í Holtum og Katrín Auður Eiríksdóttir á Glitstöðum.

Hún er gift Hauki Snorrasyni frá Krossum á Árskógsströnd. Þau eiga 3 börn sem öll eru búsett á Dalvík, Írisi f.1987, Snorra Eldjárn f.1991 og Svein Margeir f.2001. Barnabörnin eru fjögur.

Katrín er stúdent frá Samvinnuskólanum á Bifröst frá 1988. Þá tók hún með vinnu þriggja anna rekstrar- og viðskiptafræðinám hjá HA árið 2007-2008 og núna stundar hún nám í markþjálfun á vegum Evolvia hjá Símey. Hún var í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar á árunum 1994-2004 fyrir B-lista Framsóknarmanna. Katrín hef unnið hjá Sölku-Fiskmiðlun hf. útflutningsfyrirtæki á þurrkuðum fiskafurðum frá 1994 og sem framkvæmdastjóri frá árinu 2004.

Helstu áhugamálin eru samverustundir með fjölskyldu og vinum, handavinna og íþróttir, þá helst fótbolti og blak.

Katrín tók formlega við lyklavöldum í Ráðhúsinu í dag úr hendi fráfarandi sveitarstjóra Bjarna Th. Bjarnasyni.

Texti og mynd: dalvik.is

Rauðkumótaröðin á Sigló golf

Rauðkumótaröðin í golfi hefst á Siglufirði miðvikudaginn 13. júní kl. 19:00 á Sigló golf, nýja golfvellinum á Siglufirði. Alls verða 10 mót og gefa bestu 5 mótin stig til sigurs.  Gefin eru 12 stig fyrir 1. sæti, 10 stig fyrir 2. sæti, 8 stig fyrir 3. sæti og svo 7-1 stig fyrir sætin þar fyrir neðan. Gjald er 5.000 kr fyrir öll mótin en 1000 kr. á stakt mót. Hægt er að skrá sig á móti á golf.is.

Tvö skemmtiferðaskip á Siglufirði um helgina

Það var mikið líf á Siglufirði um helgina þar sem tvo skemmtiferðaskip komu, eitt á laugardag og eitt á sunnudag. Hanseatic kom með 175 farþega á laugardag, en skipið kom síðast til Siglufjarðar árið 2015 og er þetta eina heimsókn skipsins í sumar.  Ocean Diamond kom með 190 farþega en skipið er á hringsiglingu um Ísland og var þetta fjórða heimsókn skipsins til Siglufjarðar í sumar.

Landlæknir skrifar undir samning við Fjallabyggð um Heilsueflandi samfélag

Mánudaginn 11. júní mun landlæknir, Alma D. Möller, skrifa undir samstarfssamning við Fjallabyggð um Heilsueflandi samfélag. Athöfnin fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg kl. 17:00. Allir eru velkomnir.

Dagskrá: 

1. Gestir boðnir velkomnir.

2. Kynning á Heilsueflandi samfélagi. Alma D. Möller.

3. Staðan í Fjallabyggð. Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri.

4. Undirskrift samnings. Alma D. Möller og Gunnar I. Birgisson.

5. Hollar veitingar.

 

17. júní dagskrá í Fjallabyggð

Fjölbreytt dagskrá verður að vanda í Fjallabyggð á þjóðhátíðardaginn. Á Siglufirði verður meðal annars Hátíðarathöfn við minnisvarða sr. Bjarna Þorsteinssonar við Siglufjarðarkirkju og Kaffihlaðborð Blakfélags Fjallabyggðar í Kiwanishúsinu á Siglufirði. Í Ólafsfirði verður hátíðardagskrá við Menningarhúsið Tjarnarborg þar sem bæjarstjóri flytur hátíðarræðu. Rútuferðir verða á milli bæjarkjarnanna.

Dagskrá á Siglufirði

Kl. 09:00 Fánar dregnir að húni
Kl. 11:00 Hátíðarathöfn við minnisvarða sr. Bjarna Þorsteinssonar við Siglufjarðarkirkju

 • Nýstúdent Haukur Orri Kristjánsson leggur blómsveig að minnisvarðanum
 • Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar Fjallabyggðar flytur ávarp
 • Kirkjukór Siglufjarðar flytur nokkur lög

Kl. 14:00 -16:00 Söluturninn Siglufirði. Sýning á verkum Guðmundar góða
Kl. 13:00 -16:00 Saga-Fotografia á Siglufirði. Opið hús
Kl. 14:00 -17:00 Kompan, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýning Helga Þorgils Friðjónssonar
Kl. 14.00 -17:00 Ljóðaetur Íslands; Ljóðabækur og kveðskapur tengdur Siglufirði
Kl. 15:00 -17:00 Kaffihlaðborð Blakfélags Fjallabyggðar í Kiwanis húsinu á Siglufirði
Verð f. fullorðna kr. 2.000.- og 12 ára og yngri kr. 500.-

Dagskrá í Ólafsfirði

Kl. 09:00 Fánar dregnir að húni
Kl. 11:00-13:30 Kaffi Klara Þjóðlegur íslenskur hádegisverður, Ave sillaots leikur lög á harmoníku
Kl. 13:00 Knattspyrnuleikur; 7. og 8. flokkur KF, á æfingasvæðinu í Ólafsfirði. Iðkendur mæta við vallarhús kl. 12:45
Kl. 14:00 Hátíðardagskrá við Tjarnarborg:

 • Hátíðarræða: Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri
 • Ávarp Fjallkonunnar
 • Leiktæki, hoppukastalar, geimsnerill og margt fleira
 • Tónlistaratriði
 • Sölubásar

Kl. 15:00-17:00 Listhús Ólafsfirði, Sýningaropnun Scott Probst ljósmyndari frá Ástralíu og grafíski hönnuðurinn Ben Evjen frá Bandaríkjunum opna sýninguna “Monster House” í Listhúsinu á Ólafsfirði.

Stærsta vatnsrennibraut landsins opin (Skíðastökkpallurinn).

Rútuferðir á milli byggðakjarna verða sem hér segir: 
Frá Ráðhústorginu Siglufirði: kl. 12:30 og 13:30
Frá íþróttamiðstöðinni Ólafsfirði: kl. 16:00 og 17:00

Dagskrá getur tekið breytingum og er birt með fyrirvara um slíkt.

Fyrsti sigur Tindastóls

Tindstóll hefur átt erfitt mót í 2. deild karla í knattspyrnu í sumar, en liðið var án sigurs 5 umferðir. Liðið mætti Vestra á Sauðárkróksvelli í gær, Stólarnir voru með 0 stig fyrir leikinn en Vestri með 5 stig. Liðin mættust einnig í fyrra og hafði þá Tindastóll sigur á heimavelli 2-1 og gerðu svo liðin 2-2 jafntefli fyrir vestan.

Fyrsta mark leiksins var heimamanna og kom það á 27. mínútu, markið gerði Fannar Örn Kolbeinsson og var það hans fyrsta á leiktíðinni. Staðan var svo 1-0 í hálfleik. Á 52. mínútu skoraði Fannar Örn aftur og staðan orðin vænlega fyrir heimamenn. Tindastóll náði að halda hreinu í þessum leik og unnu góðan 2-0 sigur og eru komnir með 3 stig og eru í 11. sæti eftir 6 leiki.

Sigur á Dalvíkurvelli

Dalvíkurvöllur er allur að koma til eftir að hafa komið illa undan vetri eins og margir vellir á Norðurlandi. Dalvíkingar héldu vinnudag fyrir fyrsta heimaleik sumarsins á Dalvíkurvelli nú í vikunni þar sem stjórnarmenn og stuðningsmenn mættu til að gera klárt. Sett voru upp auglýsingaskilti og grasvöllurinn var lagfærður eins og hægt var, en völlurinn mun enn vera erfiður yfirferðar fyrir knattspyrnumenn.

Dalvík/Reynir tók á mót KFG og var þetta leikur um 3. sæti deildarinnar. Bæðið liðin hafa farið vel af stað í deildinni og mátti búast við hörku leik. Liðið mættust í deildinni síðasta sumar og vann Dalvík útileikinn og KFG vann á Dalvíkurvelli. Dalvík/Reynir styrkti sig töluvert fyrir mótið með nokkrum leikmönnum.

Markalaust var í hálfleik en á 59. mínútu fær Dalvík/Reynir vítaspyrnu sem Snorri Eldjárn skorar úr og staðan orðin 1-0. Á sömu mínútu er þjálfara KFG gefið rautt spjald fyrir mótmæli.  Á 70. mínútu fær Þröstur Jónasson leikmaður Dalvík/Reynis rautt spjald og léku heimamenn manni færri síðustu 20 mínútur leiksins. Á fyrstu mínútu uppbótartíma skorar Dalvík/Reynir sitt annað mark og staðan orðin 2-0 þegar aðeins nokkrar mínútur voru eftir. Markið gerði Þorri Þórisson.

Dalvík/Reynir hefur því sigrað 3 leiki og tapað tveimur eftir fimm umferðir og er í 3. sæti deildarinnar með 9 stig.

Sápuboltamótið í Ólafsfirði í júlí

Sápuboltamótið verður haldið aftur í júlí í Ólafsfirði en mótið var einnig haldið síðasta sumar og sló í gegn. Ákveðið hefur verið að halda viðburðinn aftur 21. júlí. Í mótinu spila fjórir saman í liði og engin takmörk eru á skiptimönnum.  Liðin eru hvött til þess að mæta í búningum en veitt verða verðlaun fyrir flottasta búninginn ásamt öðrum skemmtilegum viðurkenningum sem veitt verða á lokahófi um kvöldið. Aldurstakmark er 18 ár í þetta mót. Hægt er að skrá sig á viðburðinn á Facebook.

Leikreglur eru eftirfarandi: 
– Þú hittir inn í markið þú skorar
– 4 inn á í einu.
– 2×5 mín
– Refsingar eru í formi áfengra drykkja
– Frjálsar skiptingar
– Dómari ákveður refsingar og refsiverð brot

KF neðstir í 3. deild eftir 5 umferðir – Umfjöllun í boði Arion banka

Arion banki í Fjallabyggð er styrktaraðili fréttaumfjallana um Knattspyrnufélag Fjallabyggðar í sumar.

KF mætti Vængjum Júpiters á gervigrasi Fjölnis í dag. KF hefur verið að færast niður töfluna eftir aðeins einn sigur í fyrstu umferðunum og leikurinn því mikilvægur. Vængir Júpiters voru án sigurs og ætluðu að selja sig dýrt á sínum heimavelli í dag.  Það var ágætis veður í dag í Reykjavík, hitinn rétt undir 12 gráðum og um 5 m/s vindur ásamt skúrum á köflum. KF-menn töluðu um slæmt að veður í síðasta leik hefði haft áhrif á leik liðsins en það var ekki hægt að tala um það eftir þennan leik.

Nokkrar  breytingar voru á byrjunarliði KF frá síðasta leik, Hákon Leó var kominn inn, Halldór Logi og Friðrik Örn einnig. Það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn betur og skoruðu mark á upphafsmínútum leiksins og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Þegar tæplega 20 mínútur voru eftir af síðari hálfleik skoruðu Vængir Júpiters sitt annað mark og staðan orðin 2-0 þegar skammt var eftir. Heimamenn héldu út og KF tókst ekki að skora í dag.

KF eru nú komnir í 10. sæti deildarinnar eftir 5 umferðir, einn sigur og 4 töp. Ekki alveg byrjunin sem lagt var upp með, en svona er þetta stundum að mörkin skila sér ekki þrátt fyrir ágæta spilamennsku. KF hefur aðeins skorað 2 mörk í 5 leikjum en fengið á sig 8. Þetta er svipað vandamál og síðasta sumar en þá vantaði liðinu stöðugan markaskorara og liðið fékk of mörg mörk á sig, en átti þó ágætan séns á efstu sætunum framan af móti.