Auglýst eftir frambjóðendum á framboðslista X-D í Fjallabyggð

Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins hefur auglýst eftir áhugasömum frambjóðendum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningar í maí 2018.  Þeir sem hafa áhuga á að taka sæti á framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 eru hvattir til að mæta á fund Sjálfstæðisfélaganna í Fjallabyggð, fimmtudaginn 15. febrúar kl.19:30 í Ráðhúsi Fjallabyggðar eða hafa samband við Guðrúnu Hauksdóttur í síma 869-4441.