Fjallabyggð auglýsir eftir fjórum leiðbeinendum til að starfa við félagsmiðstöðina Neon veturinn 2019-2020. Um er að ræða tímabundna ráðningu á tímabilinu 15. september til 10. maí 2020. Leitað er að einstaklingum 22 ára og eldri. Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 4. september.
Frekari upplýsingar um störfin:
Leiðbeinendur sjá um að skipuleggja og undirbúa dagskrárliði undir stjórn umsjónarmanns og vinna við leiðsögn og gæslu á opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar. Umsjónarmaður á samvinnu við unglinga í Neonráði og deildarstjóra fræðslu- frístunda- og menningarmála. Umsjónarmaður vinnur einnig á opnunartíma félagsmiðstöðvar. Reiknað er með að hver leiðbeinandi vinni að jafnaði við eina opnun í viku.
Opnunartími félagsmiðstöðvarinnar er tvö kvöld í viku, miðvikudag og föstudag kl. 20.00-22.00. Vinnutími á vakt er að jafnaði 19:30 – 22:30. Einstaka sinnum er viðvera meiri í tengslum við viðburði eða ferðir.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri í síma 464 9116, netfang: rikey@fjallabyggd.is.
Allar nánari upplýsingar má finna á vef Fjallabyggðar.