Auglýsa aftur starf forstöðumanns bókasafns Fjallabyggðar

Á minnisblaði Fjallabyggðar vegna ráðningar í starf forstöðumanns Bóka- og héraðsskjalasafns Fjallabyggðar kemur fram að fjórir sem sóttu um stöðuna hafi allir verið boðaðir í viðtal en enginn þeirra var menntaður á sviði bókasafns- og upplýsingafræða. Eftir viðtölin var ljóst að einn var metinn hæfastur og var sá aðili sá eini sem hafði háskólamenntun sem nýttist í starfinu ásamt reynslu við stjórnsýslu. Sá aðili dróg umsókn sína til baka og hefur því verið lagt til að auglýsa verði starfið aftur.