Atvinnuleysi mældist 2,9% í september 2019 í Fjallabyggð og lækkaði um 0,7% á milli mánuða. Alls voru 32 án atvinnu í Fjallabyggð í september en voru 39 í ágúst. Alls eru 19 konur og 13 karlar án atvinnu í Fjallabyggð, en 8 færri karlar voru án atvinnu í september miðað við ágúst 2019.

Þá voru 21 án atvinnu í september 2019 í Dalvíkurbyggð. Þar af voru 12 karlar og 9 konur og mældist atvinnuleysi 2,0% í Dalvíkurbyggð.

Á Akureyri voru 329 án atvinnu og 16 í Eyjafjarðarsveit. Í Skagafirði voru aðeins 12 án atvinnu og mældist atvinnuleysi aðeins 0,5%.