Atvinnu- og nýsköpunarhelgin á Akureyri fer fram dagana 24. – 26. febrúar. Viðburðurinn fer fram í aðalsal Háskólans á Akureyri, Sólborg Norðurslóð 2.

Að helginni standa Innovit og Landsbankinn í samstarfi við Akureyrarbæ. Eins styðja fjölmörg fyrirtæki af svæðinu rausnarlega við viðburðinn. Verðlaun og viðurkenningar verða veitt í nokkrum flokkum en alls nema heildarverðlaun viðburðarins 1.500.000 milljón króna.

Þátttaka er ókeypis og skráning á ANH.is

Dagskráin:

Föstudagur:

17:30 Hús opnar
18:00 Viðburðurinn settur – Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri Innovit
18:30 Kvöldmatur/Tengslanet (Speed networking)
19:00 Hugmyndir þátttakenda kynntar
20:00 Teymi helgarinnar mynduð
21:00 Markmið sett fyrir helgina, verkaskipting innan teyma
22:00 Hús lokar


Laugardagur:

09:00 Hús opnar, vinna helgarinnar hefst
12:00 Hádegismatur – Örfyrirlestur
13:00 Mentorar para sig með teymum
16:00 Reynslusaga frá íslensku sprotafyrirtæki
19:00 Kvöldmatur
22:00 Hús lokar
Sunnudagur: 

09:00 Hús opnar
12:00 Hádegismatur
15:00 Kynningar hefjast fyrir dómnefnd
17:00 Viðurkenningar veittar – næstu skref fyrir frumkvöðla
18:00 Hús lokar