Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir að ráða lausnamiðaðan og metnaðarfullan einstakling í starf sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Um er að ræða nýtt svið hjá sveitarfélaginu.

Helstu verkefni:

  • · Forysta í mótun og uppbyggingu nýs sviðs
  • · Yfirumsjón með veitu- og framkvæmdamálum sveitarfélagsins
  • · Ábyrgð á fjármálum, fjárhags- og starfsáætlunum
  • · Umsjón með útboðum og verksamningum
  • · Verkefnastjórn sérverkefna
  • · Stefnumótun í samstarfi við yfirstjórn sveitarfélagsins
  • Menntunar- og hæfniskröfur:
  • · Verk- eða tæknifræðimenntun sem nýtist í starfi
  • · Þekking og reynsla af stjórnun og rekstri
  • · Forystu- og skipulagshæfileikar
  • · Hæfni í mannlegum samskiptum
  • · Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • · Tungumálakunnátta
  • · Góð tölvukunnátta

Laun og starfskjör fara eftir samningum Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til 20. september nk.

Umsóknum er hægt að skila á skrifstofu sveitarfélagsins, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 17 – 21, 550 Sauðárkróki, á netfangið sveitarstjori@skagafjordur.is eða fylla út almenna atvinnuumsókn sem er á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is .

Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilskrá. Nánari upplýsingar veitir Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri, sími 455-6000, netfang sveitarstjori@skagafjordur.is