Fjölnet ehf. er eitt elsta Internetþjónustufyrirtæki landsins með sögu sem nær allt til ársins 1999. Í dag er fyrirtækið í hópi fimm stærstu hýsingar- og internetfyrirtækja á landinu með stóran og fjölbreyttan hóp fyrirtækja í viðskiptum.

Fjölnet ehf. er í eigu Tengils ehf.  www.tengillehf.is sem hefur starfað í yfir 20 ár. Hjá Tengli starfa yfir 40 starfsmenn og er fyrirtækið með starfsemi á þremur stöðum á landinu. 

Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðu þess www.fjolnet.is

Fjölnet ehf. á Sauðárkróki óskar eftir að ráða Microsoft sérfræðing til starfa.
Í starfinu fellst rekstur miðlægra tölvukerfa, bæði innri- og hýsingarumhverfa, ásamt samskiptum og samvinnu við viðskiptavini.

Menntunar- og hæfniskröfur

• Mjög góð þekking á Microsoft stýrikerfum er nauðsynleg og MicroSoft vottun t.d. MCSE eða MCITP er æskileg
• Reynsla af rekstri og uppsetningu tölvukerfa
• Afbragðs þjónustulund, sjálfstraust til að vinna verkefni frá upphafi til enda ásamt hæfileikum til að starfa með öðrum
• Þekking á MS Exchange, Windows 2008 R2, Terminal Server, MS Lync, MS SharePoint 2010, Powershell, MS SQL, og IIS er kostur.

 

Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon (torfi@intellecta.is)  í síma 511 1225.

Umsókn með ferilskrá óskast fyllt út á www.intellecta.is.    

Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað.