Í morgun var tilkynnti í Ketilhúsinu á Akureyri að Atli Viðar Engilbertsson er listamaður Listar án landamæra árið 2013. List án landamæra er árleg listahátíð með áherslu á fjölbreytileika mannlífsins. Í vor verður tíunda hátíðin sett þann 18. apríl. Á hátíðinni vinnur listafólk saman að list með margbreytilegri útkomu. Það leiðir til auðugra samfélags og aukins skilnings manna á milli. Hátíðin er vettvangur viðburða. Hún er síbreytileg og lifandi og er haldin um allt land. Markmið hátíðarinnar er að auka aðgengi, fjölbreytni og jafnrétti í menningarlífinu. Að koma list fólks með fötlun á framfæri og koma á samstarfi á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Sýnileiki ólíkra einstaklinga er mikilvægur, bæði í samfélaginu og í samfélagsumræðunni og hefur bein áhrif á jafnrétti á öllum sviðum.

Powered by WPeMatico