Dalvíkurbyggð og Landhreinsun ehf. bjóða upp á að fjarlægja bílhræ fyrir íbúa sveitarfélagsins þeim að kostnaðarlausu í allt sumar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Dalvíkurbyggðar. Landhreinsun tekur einnig allt brotajárn, rafmagnskapla, rafgeima, dekk og felgur.

 

Það sem þú þarft að gera er þetta:

  1. Hafa bifreiðina þar sem vörubíll kemst að henni.
  2. Hringja á skrifstofu sveitarfélagsins eða senda e-mail á netfangið steinthor@dalvikurbyggd.is
  3. Kvitta rafrænt eða á blað fyrir förgun þegar bifreiðin er fjarlægð til að tryggja að 20.000 krónur séu lagðar inn á reikning bifreiðareigandans.