Árshátíð hestamannafélagsins Léttfeta verður föstudagskvöldið 2. mars nk. þar sem boðið verður upp á enn eina magnaða skemmtun.
Maturinn sem verður sem fyrr eldaður af félagsmönnum og rennur allur afrakstur til kaupa á eldhústækjum í Tjarnarbæ.
Dulmögnuð skemmtiatriði verða á dagskrá og í veislustjórn var narraður Guðmundur Sveinsson. Geiri og Jói munu svo halda fólkinu í skagfirskri sveiflu fram á nótt.
Einungis 100 miðar eru í boði og stendur forsalan fram til kl. 20:00 þriðjudagskvöld 28. feb hjá Steinunni í síma 865-0945 og Camillu í síma 869-6056.
Miðaverð er hlægilega lágt eða aðeins kr. 4000.
Húsið opnar kl. 19:30 og dagskrá hefst stundvíslega kl. 20:00.