Sýning með nokkrum málverkum Arnars Herbertssonar hefur verið opnuð í Söluturninum við Aðalgötu á Siglufirði, en það eru þau Örlygur Kristfinnsson og Guðný Róbertsdóttir eigendur Söluturnsins sem standa fyrir sýningunni. Söluturinn opnaði sem gallerí í vor eftir miklar endurbætur á húsnæðinu.
Sýningin verður opin um helgar í október frá kl. 15:00-17:00. Ný bók um Arnar og list hans fæst á staðnum.
Arnar Herbertssoner fæddur á Siglufirði árið 1933 og ólst þar upp. Hann lærði húsamálun sem hann sinnti samhliða myndlistariðkun eftir þörfum. Hann flutti til Reykjavíkur 1958 og nam við Myndlistaskólann í Reykjavík 1959-67.
Eftir grafíkskeið sitt málaði hann nokkuð af minningarmyndum af æskuslóðum á Siglufirði ásamt altaristöflum í þjóðlegum stíl. Arnar hefur á síðustu árum vakið mikla athygli fyrir litrík abstrakt verk sín.
Arnar hefur hlotið starfslaun úr launasjóði myndlistarmanna og verk eftir hann eru í eigu helstu safna á Íslandi.