Hið árlega styrktarsjóðsball, Styrktarsjóðs Húnvetninga, verður haldið laugardaginn 27. október í Félagsheimilinu á Blönduósi. Hljómsveitin Von ásamt Matta Matt sér um að allir skemmti sér vel.

  • Miðaverð er kr. 3.000 og er aldurstakmark 16 ár.
  • Happdrættismiðar til styrktar sjóðnum verða boðnir til sölu á næstunni.
  • Styrktarsjóður Húnvetninga var stofnaður 16. mars 1974 með samstilltu átaki nokkurra félaga á Blönduósi og nágrenni.

Markmið sjóðsins er að veita héraðsbúum hjálp þegar óvænta erfiðleika ber að höndum, þó fyrst og fremst :

  • a) Hjálp í erfiðum sjúkdómstilfellum, þar sem ekki er veitt næg aðstoð af hálfu opinberra aðila.
  • b) Fjárframlög til kaupa á lækningatækjum eða öðrum þeim tækjum eða aðstöðu, sem skapar bætta sjúkrahjálp og heilsugæslu í héraði. Heimilar þó framkvæmdastjórn sjóðsins styrkveitingar til annars en fram er talið, ef hún er öll sammála um.

Fjár til sjóðsins skal afla:

  • a) Með árlegri skemmtisamkomu er aðildarfélaögin standa að og gefa alla vinnu við.
  • b) Frjálsum framlögum einstaklinga og félaga.
  • c) Á annan þann hátt sem framkvæmdastjórn sjóðsins samþykkir hverju sinni. Þó ekki með árlegum félagsgjöldum.

Núverandi aðilar sjóðsins eru: Björgunarfélagið Blanda, Leikfélag Blönduóss, Lionsklúbbur Blönduóss, Kvenfélagið Vaka, Stéttarfélagið Samstaða, Samkórinn Björk, Ungmennafélagið Hvöt og Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps.

Heimild: www.huni.is