Tvær áramótabrennur verða í Fjallabyggð á gamlársdag. Í Ólafsfirði verður kveikt á brennu kl. 20:00 og hefst flugeldasýning kl. 20:30 en á Siglufirði verður kveikt á brennu kl. 20:30 og hefst flugeldasýning kl. 21:00. Björgunarsveitin Strákar selur flugelda í dag frá kl. 10-15 við Tjarnargötu 18 á Siglufirði.

Björgunarsveitin Tindur selur flugelda frá kl. 11-14 á gamlársdag á Námuvegi 2.

Ljósmynd: Ragnar Magnússon/Héðinsfjörður