Sunnudaginn 5. maí 2019 kl. 14.30 verður Már Örlygsson hönnuður með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Kaffiveitingar í boði og eru allir velkomnir.
Már er uppalinn Siglfirðingur en flutti til Reykjavíkur 1991 til að fara í menntaskóla. Hann útskrifaðist síðan úr skúlptúrdeild LHÍ 2001 en hefur unnið við vefhönnun og forritun í rúm 20 ár.
Fyrir ári síðan fluttist Már aftur til Siglufjarðar eftir að hafa verið með annan fótinn í bænum mörg ár þar á undan.
Í erindi sínu fjallar Már um endurkynni sín af Fjallabyggð, um lífsgæði og um hagkvæmni smæðarinnar. Hvernig líta má á félagsauðinn í litlum samfélögum sem auðlind sem má virkja á skipulagðan hátt með útsjónarsemi og skapandi hugsun, til að ná samkeppnisforskoti á stærri þéttbýliskjarna.
Uppbyggingasjóður/Eyþing, Fjallabyggð, Norðurorka og Aðalbakarí styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.