Alþjóðlegi snjódagurinn í Skarðsdal

Alþjóðlegi snjódagurinn, eða snjór um víða veröld verður haldinn sunnudaginn 21. janúar. Frítt verður á skíðasvæðið í Skarðsdal þennan daginn 16 ára og yngri. Á svæðinu verður leikjabraut, pallar, bobbbraut og kakó fyrir alla.  Í vikunni snjóaði um 30 sm í fjallinu og eru aðstæður mjög góðar.