Alls verða þrjú alþjóðleg samstarfsverkefni í gangi í Grunnskóla Fjallabyggðar eða hefjast á næsta skólaári. Grunnskóli Fjallabyggð er í samstarfi með Tékklandi og Frakklandi í eTwinnng verkefni en það gengur út á endurvinnslu á plastrusli sem týnt er í fjörum og á víðavangi. Verkefnið mun standa yfir í tvö ár.

Stærsta verkefnið er Erasmus verkefni sem ber nafnið Singing Gardens for learning through and into nature. Ásamt Grunnskóla Fjallabyggðar eru skólar frá fjórum öðrum löndum: Kýpur, Ítalíu, Belgíu og Svíþjóð.
Þetta verkefni snýst um að búa til “garð” í skólastofunni, rækta og vinna með náttúrutengd verkefni í samvinnu við foreldra.

Einnig er grunnskólinn í samstarfi við sænskan skóla í Nordplus verkefni en það snýst um heimsóknir bæði nemenda og kennara. Áhersla er á forvarnir gegn einelti. Á næsta skólaári munu nemendur og kennari frá Grunnskóla Fjallabyggðar sækja Svíana heim.