Menntaskólinn á Tröllaskaga og Fjallabyggð hafa gert samstarfssamning um alþjóðlegu ráðstefnuna ecoMEDIAeurope sem haldin verður á Tröllaskaga í haust. Samningurinn fellst í því að sveitarfélagið Fjallabyggð styðji skólann vegna ráðstefnunnar og skólinn kynni sveitarfélagið í tengslum við ráðstefnuna.
Ráðstefnan fer fram 15.-19. október 2018. Innlendir og erlendir gestir heimsækja ráðstefnuna og er gert ráð fyrir 100-120 gestum, sem koma frá flestum löndum í Evrópu. Á ráðstefnunni er rætt um upplýsingatækni með nútíma kennsluaðferðum. Ráðstefnan er meðal annars haldin í samstarfi við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Menntamálaráðuneytið.
Sérstök upplýsingasíða er komin í loftið vegna ráðstefnunnar með allar upplýsingar fyrir gesti.