Jón Gunnarsson, Alþingismaður og kona hans Halla lentu í kröppum dansi á Siglufjarðarvegi á jóladag, en þau hugðust heimsækja fjölskyldumeðlimi á Siglufirði. Ekki vildi betur til en svo að þau misstu stjórn á bílnum í beygju sem valt svo utan vegar. Þau sluppu alveg heil frá slysinu, en bíllinn er ansi illa farinn.