Alexander Már Þorláksson framherji hjá KF er markahæsti leikmaður Íslandsmótanna á Íslandi. Hann hefur núna skorað 27 mörk í 20 leikjum og er ein umferð eftir af Íslandsmótinu í 3. deild. Alexander hefur skorað 27 mörk af 56 mörkum KF í deildinni í sumar. Alexander hefur skorað fleiri mörk en Einherji (26 mörk) og Skallagrímur (23 mörk) í deildinni í sumar.
Alexander Már hefur spilað fyrir ÍA, Fram, Hött, Kára og KF. Hann lék með KF sumarið 2015 þegar KF var í 2. deild og skoraði hann þá 18 mörk í 21 leik. Hann hefur því skorað 45 mörk í 42 leikjum fyrir KF og alls 89 mörk í 122 leikjum fyrir þessi lið í meistaraflokki.
Í 2. deild karla hefur Hrvoje Tokic skorað 20 mörk fyrir Selfoss í 19 leikjum. Í 4. deild hefur Diego Moreno Minguez skorað 23 mörk í 12 leikjum fyrir Hvöt og 2 mörk í 4 leikjum í úrslitakeppni 4 .deildar, samtals 25 mörk. Einnig í 4. deild, hefur Eiríkur Þór Bjarkason skorað 22 mörk fyrir Hvíta Riddarann í 13 leikjum og 4 mörk í 4 leikjum í úrslitakeppni 4. deildar, samtals 26 mörk.