Lokahóf KF fór fram í gær á Kaffi Rauðku á Siglufirði. Veittar voru viðurkenningar fyrir markahæsta leikmanninn, besta leikmanninn, Nikulásarbikarinn og ungur og efnilegur. Þríréttaður matur var í boði og Dj Náttfríður spilaði tónlistina eftir matinn.
Besti leikmaður KF var kjörinn Alexander Már Þorláksson. Alexander lék 22 leiki í deild og bikar og skoraði 28 mörk í deildinni.
Markahæsti maður KF var Alexander Már, hann skoraði 28 mörk í 21 deildarleik í sumar og var lykilmaður.
Nikulásarbikarinn fékk Andri Snær Sævarsson, sem er lánsmaður frá KA. Hann lék 17 leiki og skoraði 3 mörk.
Ungur og efnilegur var kjörinn Þorsteinn Már Þorvaldsson. Hann er 18 ára, lék 19 leiki í deildinni og skoraði 1 mark.
KF leikur í 2. deild á næsta ári og verður spennandi að sjá leikmannahópinn fyrir komandi tímabil.
Myndir með frétt koma frá KF – Knattspyrnufélag Fjallabyggðar.
Forsíðufrétt – Guðný Ágústsdóttir.
Besti leikmaður KF 2019.


