Alexander Már Þorláksson er genginn til liðs við KF, en hann lék síðast með liðinu árið 2015 og sló í gegn. Alexander hefur leikið síðustu ár með ÍA og Kára, Hetti og Fram.  Þetta verður mikill styrkur fyrir KF því liðinu hefur ekki gengið vel að skora mörk á Íslandsmótinu síðustu árin og vantað markaskorara sem skorar yfir 10 mörk á tímabili.

Alexander er fæddur árið 1995 og var markahæstur í 2. deild með KF árið 2015 með 18 mörk. Hann sló aftur í gegn árið 2017 með Kára í 3. deild og skoraði 17 mörk í 18 leikjum. Hann hefur leikið í öllum deildum á Íslandi, en flesta leiki hefur hann leikið í 3. deildinni, eða 50 leiki og skorað í þeim 32 mörk. Þá hefur hann leikið 12 bikarleiki og skorað 12 mörk. Hér er sannur markaskorari á ferðinni og vonandi á hann eftir að eiga gott tímabil með KF.

Image may contain: 1 person