Akureyrarstofa auglýsir eftir umsóknum um starfslaun listamanna

Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum um starfslaun listamanna fyrir tímabilið 1. júní 2016 til 31. maí 2017. Starfslaunum verður úthlutað til eins listamanns og hlýtur viðkomandi 9 mánaða starfslaun. Markmiðið er að listamaðurinn sem starfslaunin hlýtur geti helgað sig betur listsköpun sinni eða einstökum verkefnum á vettvangi hennar á tímabilinu. Einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina. Continue reading