Kvennalið Blakfélags Fjallabyggðar og Afturelding (B-lið) mættust á Siglufirði í gær í Benecta deildinni í blaki. Búist var við erfiðum leik fyrir heimastúlkurnar en Afturelding er í efrihluta deildarinnar en BF í neðri hlutanum.

Í fyrstu hrinu var jafnræði með liðunum og hafði BF yfirhöndina í upphafi en Afturelding náði forystu þegar leið á hrinuna. BF komst í 6-3, 9-5 og 12-9 en þá gerði Afturelding þrjú stig í röð og jafnaði í 12-12. BF tók leikhlé í stöðunni 13-13 en þá hafði Afturelding verið að ná undirtökunum í leiknum. Afturelding komst svo yfir 14-18 og aftur tóku heimakonur leikhlé. BF gerði nú þrjú stig í röð og breyttu stöðunni í 17-18 og 18-19 og nú tóku gestirnir leikhlé eftir góðan kafla BF. Mikil barátta var í lok hrinunnar og var staðan jöfn 22-22 en gestirnir skoruðu þrjú síðustu stigin og unnu hrinuna 22-25.

Í annari hrinu byrjaði BF aftur vel og komust þær í 4-1 og 6-3 en kom þá góður kafli gestanna og skoruðu þær fjögur stig í röð og komust yfir 6-7.  Áfram var jafnt á tölum 7-7, 9-9 og 12-12. BF komst yfir 15-14 en þá urðu kaflaskil á leiknum og Afturelding tók algerlega yfir í þessari hrinu  og komust í 15-18 og tóku nú BF stelpur leikhlé. Afturelding skoraði áfram og komst í 16-20 og aftur tóku BF stelpur hlé. Afturelding skoraði nú þrjú stig í röð og breyttu stöðunni í 16-23. Afturelding vann svo hrinuna nokkuð örugglega 17-25 eftir góðan leik seinni partinn á hrinunni og voru komnar í 0-2.

Þriðja hrinan var jöfn og spennandi og endaði í upphækkun.  BF náði að halda um 2 stiga forskoti í upphafi hrinunnar og komst í 7-5 og 8-6. Í stöðunni 12-9 tóku gestirnir leikhlé, en BF átti hérna mjög góðan kafla og komust í 17-10 og aftur tók Afturelding leikhlé. Afturelding kom til baka og minnkaði muninn í 19-16 og nú tóku heimakonur leikhlé. Bæði lið náðu að skora áfram eftir mikla baráttu og í stöðunni 21-19 tók BF sinn seinna leikhlé. BF var hársbreidd að vinna hrinunna en þær komust í 24-20 en hrökk þá Afturelding í gang og jöfnuðu 24-24.  BF voru sterkari í blálokin og unnu sigur í hrinunni eftir mikla baráttu 27-25 og staðan orðin 1-2.

Gestirnir byrjuðu svo af krafti í fjórðu hrinu og komust í 0-3 en BF konur komust aftur inn í leikinn og jöfnuðu 4-4. Jafnt var á næstu tölum, 7-7, 9-9 og 11-11 og komst Afturelding loks yfir 11-13 og tók þá BF leikhlé. BF komst yfir 15-13 eftir mikla baráttu og nú tóku gestirnir leikhlé. BF komst í 16-14 en Afturelding skoruðu fjögur stig í röð og komust yfir í stöðunni 16-18 og aftur tók BF leikhlé. Afturelding komst í 18-22 og 21-23 og tóku gestirnir sitt síðasta leikhlé. Afturelding átti lokaorðið og unnu hrinuna 21-25 og leikinn 1-4.