Aftansöngur verður í Ólafsfjarðarkirkju kl. 16:00 á gamlársdag. Minnst verður 75 ára afmælis Ólafsfjarðarbæjar, en þann 1. janúar 1945 fékk Ólafsfjörður kaupstaðarréttindi.
Tómas Einarsson, steinsmiður og bæjarfulltrúi flytur hugvekju.

Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar verður flutt. Kór Ólafsfjarðarkirkju syngur við undirleik Ave Köru Sillaots, organista.