Skíðasvæðið í Tindastól verður opnað um miðjan nóvember með Æfingabúðum í Tindastól í samstarfi við Björgvin Björgvinsson og Elan.

16. – 18. nóvember n.k. verða æfingabúðir í Tindastóli ætlaðar krökkum 10 – 15 ára. Þátttökugjald er 15.000 kr á mann (lyftukort innifalið).  Skráning hjá: sbr@simnet.is (Skráningarfrestur til kl. 20:00 mánudaginn 12. nóvember)

ATH. þeir sem kaupa árskort fyrir 1. desember fá 10% afslátt.

 

Dagskrá:

Föstudagur:                   Mæting við Skagfirðingabúð kl. 15:00 og þaðan verður ekið upp á    skíðasvæði
Æfing til kl. 19:00 (Boðið upp á hressingu um miðjan daginn).

Laugardagur:                  Mæting við Skagfirðingabúð kl. 09:00 og þaðan verður ekið upp á skíðasvæði
Æfing til kl. 16:00 (Boðið upp  hádegismat og miðdegishressingu í fjallinu)
Kl. 16:00 verður haldið í óvissuferð. Kvöldmatur og kvöldvaka…

Sunnudagur :                  Mæting við Skagfirðingabúð kl. 09:00 og þaðan verður ekið upp á skíðasvæði
Æfing til kl. 14:00 (Boðið upp  hádegismat).