Nýtt aðsóknarmet var sett í Sundlaug Akureyrar á árinu 2018 en þá voru gestir alls 431.044 miðað við 388.963 árið 2017.  Aðsóknarmet í Sundlaug Akureyrar hefur nú verið slegið þrjú ár í röð. Laugin er ein af vinsælustu sundlaugum á Íslandi miðað við aðsóknartölur. Mikil uppbygging hefur verið á lóðinni síðustu árin.