Fjallabyggð auglýsti á dögunum eftir tilboðum í endurbætur utanhúss á Ráðhúsi Fjallabyggðar og voru tilboð opnuð þann 3. júní sl. Aðeins eitt tilboð barst sem kom frá L7 ehf, og var það rúmum 10 milljónum yfir kostnaðaráætlun og var tilboðinu hafnað.  Kostnaðaráætlun var 15.367.000 kr. og tilboð L7 ehf var 25.999.250 kr.

Fjallabyggð mun skoða aðra möguleika vegna verksins.