Hér með er boðað til 93. Ársþings UMSS, sem verður haldið í Skagafirði sunnudaginn 17. mars 2013, í umsjá Hestamannafélagsins Stíganda. Þingið verður haldið í Félagsheimilinu Melsgili Staðarhreppi og hefst kl 14:00

Einnig eru formenn og stjórnir aðildarfélaga/deilda UMSS boðaðir til kynningarfundar um unglingalandsmót UMFÍ sem verður haldið á Sauðárkróki árið 2014.

Á fundinum mun Ómar Bragi Stefánsson landsfulltrúi UMFÍ kynna fyrir aðildarfélögum UMSS þátt UMSS að þessu móti.

  • Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 17. Mars 2013 og hefst kl 12:30 .
  • Fundarstaður er Félagsheimilið Melsgil Staðarhreppi.

Ætlunin er að nota sama fundarstað og 93 Ársþing UMSS sem er seinna sama dag.