9 mörk skoruð í bikarleik KF og Tindastóls

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og Tindastóll mættust í Borgunarbikar karla í dag á Akureyri. Lið Tindastóls leikur í sumar í 2. deildinni og KF í 3. deildinni. KF byrjaði leikinn vel og skoruðu mark strax á 2. mínútunni, en það var Grétar Áki sem skoraði. Tíu mínútum síðar jafnaði Tindastóll með marki frá Ragnari Þór, staðan 1-1.  Örn Elí kemur KF í 2-1 á 25. mínútu en fimm mínútum síðar gerir KF sjálfsmark, og staðan 2-2. Tindastóll gerir svo tvö mörk með skömmu millibili og staðan skyndilega orðin 2-4 og var þannig í hálfleik. Tindastóll kemst svo í 2-5 á 53. mínútu með marki öðru marki frá Ragnari Þór. Tíu mínútum fyrir leikslok skorar svo Tindastóll sitt sjötta mark, og var það Ragnar Þór aftur, og hann kominn með þrennu og staðan 2-6.  Þrem mínútum fyrir leikslok skorar Grétar Áki sitt annað mark fyrir KF og minnkar muninn í 3-6, en það urðu lokatölur leiksins.  Það vakti athygli að Tindastóll hafði aðeins einn varamann á leikskrá í þessum leik.