Fjórði leikur Tindastóls í A-riðli Lengjubikarsins fór fram í gærkvöldi. Fram að þessu hefur Tindastóll ekki enn náð í stig. Andstæðingur gærkvöldsins var Stjarnan úr Garðabæ.

Leikurinn hófst klukkan 20:05 og það tók Fannar Freyr Gíslason 20 mín að skora fyrsta markið í leiknum fyrir Tindastól.

Eftir markið tóku Stjörnumenn völdin á vellinum og stjórnuðu leiknum, en Tindastóll varðist gríðarlega vel.

Menn voru þéttir til baka og gáfu lítið af færum á sér, en það var síðan í uppbótartíma sem Stjörnumenn jöfnuðu leikinn, þar var á ferðinni Gunnar Örn Jónsson sem skoraði með skalla. Tindastólsmenn grátlega nálægt því að landa sínum fyrsta sigri í lengjubikarnum, en jafntefli gegn sterku liði Stjörnunnar teljast mjög góð úrslit.

Þess má til gamans geta að meðalaldur byrjunarliðs Tindastóls var 20,3 ár í þessum leik.

Næsti leikur er 24. mars gegn ÍBV og verður spilað uppá Skaga.