Smit eru komin upp í grunnskólum í Skagafirði og er búið að fjölga mikið í sóttkví vegna þessa. Alls eru núna 83 í sóttkví í Skagafirði, þar af 33 á Sauðárkróki, miðað við tölur gærdagsins frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra. Þá eru 41 í einangrun með covid í Skagafirði, þar af 33 á Sauðárkróki. Þá eru 56 á Blönduósi og nágreni í sóttkví og 9 í einangrun. Á Skagaströnd og nágreni eru 25 í sóttkví og 5 í einangrun.

Alls eru því 179 í sóttkví og 61 í einangrun á Norðurlandi vestra.

Þetta eru tölur sem birtar voru í gær, laugardag.

Gæti verið mynd af 2 manns og Texti þar sem stendur "ALMANNAVARNIR AST Norburiend Vestre CIVIL PROTECTION PROTE Póstnűmer Einangrun Sóttkví 5 500 530 531 540 541 545 546 550 2 1 1 8 5 14 43 23 2 70 13 33 S 551 560 561 6 2 565 566 570 Samtals: 61 179"