Fimmtudaginn 29. ágúst kl. 14:00-15:30 verður haldið upp á 80 ára vígsluafmæli sundlaugarinnar í Varmahlíð. Nemendur Varmahlíðarskóla eru þátttakendur í afmælishátíðinni og hafa síðustu daga komið að undirbúningi. Boðið verður upp á skemmtun fyrir augu og eyru. Einnig verða kaffiveitingar. Í framhaldi af afmælinu verður keppt í Grettissundi (500 metra sund með frjálsri aðferð), opið öllum Skagfirðingum búsettum í Skagafirði. Sundið er fyrir fólk á öllum aldri, synt verður í kvenna- og karlaflokki.
Dagskráin hefst kl. 14:00 með skrúðgöngu frá Varmahlíðarskóla, örstutt ræðuhöld, saga sundlaugarinnar, söngur og dans. Áætlað að Grettissund hefjist kl. 15:30.